Aumingja Ólafur F. Magnússon

Ég get ekki annað en vorkennt Ólafi F. Magnússyni þessa daganna, vegna hins nýja skipulags, sem verið er að kynna núna um Vatnsmýrina.  Þar er ekki gert ráð fyrir flugvelli heldur íbúðabyggð ofl. um þetta mál sagði Ólafur að vísu yrði þetta kannski svona í framtíðinni, en 17 atriða skjalið gerði ekki ráð fyrir að þetta myndi gerast á núverandi kjörtímabili.  Það eru nú ekki eftir af núverandi kjörtímabili nema rúm tvö ár og þótt allt væri sett á fulla ferð til að framkvæma þessar nýju tillögur væri ekki komið nálægt því að loka yrði flugvellinum fyrir næstu kosningar.  Hverskonar pólitík er Ólafur F. að leika.  Miðað við þetta hefur honum alltaf verið nákvæmlega sama um flugvöllinn bara verið að nota þetta sem tækifæri til að ná í atkvæði. 

Ég held að vonlaust sé að nokkuð þýði fyrir Ólaf að fara í framboð aftur, því ekkert er að marka hvað maðurinn segir og gerir.  En hann er þó búinn að reisa sér minnisvarða í borginni og mun alltaf verða minnst sem borgarstjórans sem lét borgina kaupa tvo ónýta húskofa fyrir 580 milljónir og ætlar að eyða 500 milljónum í viðbót til að lappa upp á þá.   

Þeir munu reynast íbúum Reykjavíkur dýrir þessir 14 mánuðir sem hann á eftir að vera borgarstjóri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ólafur F. á fulla virðingu skilið fyrir hans störf sem borgarstjóri. Það þarf setrka persónuleika að standast allt háð, spott og níð frá fólki sem þekkir hann ekkert nema úr vafasömu fjölmiðlaslúðri. Það virðist eins og það sé sport að endursegja fréttir úr dagblöðum og herma eftir "papparössum" fjölmiðlafólks. Ég vorkenni Ólafi ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég ber virðingu fyrir honum. Það er nefnilega ekki hægt að verða borgarstjóri út á ekki neitt. Ert þú bara ekki einn af þeim sem talar um fólk án þess að kynnast því nokkuð. Ekki langar mig í einhverjar glerhallir í staðin fyrir þessi hús sem þú ert að býsnast yfir að séu greidd af ríkinu. Þessi hús hafa sögulegt gildi sem heildarmynd af gömlu Reykjavík. Svo komast þau ekki fyrir á þjóðmynjasafninu. Ég hef sjálfur búið í Sandgerði. Keypti íbúð þar og ætlaði að vinna og búa þarna. En nú hef ég selt hana og flutt til Reykjavíkur. En ég græddi samt eina lífsreynslu á þessum árum sem ég var í Sandgerði. Ég fór í fiskvinnu hjá fyrirtæki sem greiddi minni laun en maður fær fyrir að bera út blöð í Reykjavík. En ég á ættingja sem búa þarna og líkar vel. En ég er svo vitlaus að ég sé ekkert aðlaðandi við þennann bæ, Sandgerði. Ekkert persónulegt, bara mín skoðun. Mér leið eins og ég væri fastur á tunglinu allan tíman sem ég bjó þarna. Ég er uppalinn í Reykjavík og gamli bærinn hefur "sjarma" sem Ólafur er að bjarga frá frá "bröskurum" sem myndu byggja háar glerhallir sem myndu gera heildarmyndina afkáralega. Finnst þér ég hafa rétt til að hafa þessa skoðun. Ég er líka fyrrverandi vélstjóri og hef stundað sjó í Sandgerði, Keflavík og Grindavík. Ég vil ekki  búa á neinum af þessum stöðum.  Ég er þakklátur Ólafi fyrir að  halda  "vörgunum"  burtu  frá  gömlu  Reykjavík  sem  mér persónulega þykir vænt um.  Af hverju ertu annars  að skipta þér  að því  sem  kemur  skipulagi Reykjavíkur  við?  Hefurðu  nokkrar  rætur  þar sem  þú hefur  tilfinningar til?  Það hefði  orðið  Reykvíkingum  dýrt  að  fá  nokkurn annan  borgarstjóra. Vona að hann verði það sem lengst!

Óskar Arnórsson, 16.2.2008 kl. 15:49

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er ekki rétti maðurinn til að halda uppi vörnum fyrir Sandgerði, ég hef aðeins búið hér í rúm tvö ár og er ekki á vinnumarkaðnum, en ég kann vel við mig hér.  Ekki veit ég hvaða vinnu þú stundaðir hér í Sandgerði ef hún var svona illa launuð.  Þú spyr hvað ég sé að skipta mér af skipulagi í Reykjavík, þá er það af því, að Reykjavík er höfuðborg Íslands og sem slík er hún borg allra landsmanna. Ég þekki Ólaf F. Magnússon ekkert og sjálfsagt er hann hinn mætasti maður.  En ég vorkenni honum fyrir eftirfarandi:

Hann sagði það aðalástæðu fyrir hinum nýja meirihluta vera þá, að nú væri tryggt að ekki yrði hreyft við flugvellinum í Vatnsmýrinni, en núna stendur hann sem borgarstjóri fyrir kynningu á nýju skipulagi sem gerir ráð fyrir að þarna verði ekki flugvöllur heldur íbúðabyggð með tilheyrandi þjónustu.

Hann situr í borgarstjórn sem fulltrúi9 flokks (Íslandshreyfingin), sem enginn borgarbúi kaus í síðustu kosningum, og er orðinn borgarstjóri.

Hann er að fara illa með fé skattgreiðenda með því að ætla að láta borgina eyða hátt í milljarði í ónýtt spýtnadrasl.  Ég sé ekki neinn sjarma yfir þessum kofum.

Hinsvegar er hægt að hæla honum fyrir eitt, en það er að honum tókst að verða borgarstjóri í Reykjavík út á ekki eitt né neitt.

Jakob Falur Kristinsson, 16.2.2008 kl. 16:32

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Helmingur vesturbæjar í Reykjavík eru "kofar". Í bý í einum svona eldgömlum "kofa" og ég skil ekki fólk sem vitnar í allan "óþarfa" sem ríkið er að greiða fyrir. Ef ég skil rökfræðina þína rétt sem hægt er að kalla "óþarfa" og eyðsla á skattpeningum yrði það ansi langur listi. Það er óþarfi að niðurgreiða lambakjöt þegar hægt er að flytja það inn miklu ódýrara. Hagfræðingar eða bara sá sem kann að reikna, sé í hendi sér að hægt væri að spara milljarða með því að leggja niður bændur á Íslandi. Ég var einmitt vélstjóri á fraktara þegar við komu við í Torshöfn í Færeyjum. Þar keypti maður íslenskt lambkjöt mikli ódýrara en á Íslandi. Er ekki hægt að spara með því að selja þjóðminjasafnið? Þjóðleikhúsið? Styrki til listamanna væri hægt að fella niður. Þjóðarbókhlaða sem kostar ótrúlegar summur? Eða þessi fáránlegu  laun  þingmanna  sem eru allt of  margir  miðað við  hausatölu?  Þessi hús  eru smáaurar  fyrir  ríkið  miðað við  veltu.  Var ekki einhver  ráherra  að gefa  peninga  í  góðgerðarskyni  í Ameríku, eins ríkasta lands í heimi? Stjórnmál á Íslandi eru orðin þannig að það er næstum því hætt að skipta máli í hvaða flokki hvaða þingmaður er. Og hvað á að gera við flugvöll inn í miðri borg? verður að bíða eftir almennilegu flugslysi í þéttbýlasta svæði landsins þangað til fólk áttar sig á að flugvöllur á aldrei heima nálægt mannabyggðum vegna slysahættu. Menn verða ekki borgarstjórar út á ekki neitt! Ég get verið sammála um eitt, og það er að ríkistjórnin í heild sinni er alveg út úr kortinu. Heldurðu að borgarstjóri sé einráður í ákvörðunum? Ég er viss um að hann verður að samþykkja alla mögulega hluti sem hann er á móti persónulega. Eins og allir sem taka þátt í stórmálum. Ég persónulega finnst borginni illa stýrt og það er ekki Ólafi að kenna. Borgarstjóravöld eru ekki svo mikil sem mér sýnist þú halda. Borgarstjóri í Reykjavík er hlutfallslega með miklu minni völd en bæjarstjóri í litlum bæ út á landi. Það er Forsetisráðuneyti sem hefur síðasta orðið um hvernig skattpeningar eru notaðir. Önnur ráðuneyti verða að vera á hnjánum til að biðja Forsetisráðuneyti um peninga. Lýðræði á Íslandi eru orðin tóm að mínu mati og skrifaði ég einmitt um það í dag. Mér finnst Ríkisstjórn vaða yfir Borgarstjórn í allskonar málum. Ef þú heldur að það sé hægt að verða Borgarstjóri út á ekki neitt, hvers vegna gefurðu ekki kost á þér í næstu kosningum! Eins og þú segir sjálfur, þarf engin að kjósa mann til þess að fá embætti. Mér finnst ég lesa úr bloggunum þínum að þú sért skynsamur maður.  En lýðræði felst í því að hafa leyfi til að hafa ólíkar skoðanir. Ég er bara að láta þig vita skoðun mína á Ólafi og öðrum málum. Ég geri að sjálfsögu enga kröfu um að ég hafi endilega rétt fyrir mér. Enda eru skoðanaskipti ekki hver hefur rétt fyrir sér og hver rangt. Ástæðan fyrir því að ég les bloggið þitt er bara vegna þess að þú kemur mjög oft með skynsamlegar skoðanir og krítik sem ég er innilega sammála. Ég les ekki hvaða blogg sem er. En ég les þín. 

Óskar Arnórsson, 17.2.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband