Aumingjaskapur

   Kosovo Serbar við bænir í St. Dimitrije kirkjunni í bænum...  Hashim Thaci, forsætisráðherra Kosovo héraðs segir að yfirvöld í héraðinu muni lýsa formlega yfir sjálfstæði þess á morgun. Thaci sagði eftir fund sinn með trúarleiðtogum í héraðinu í dag að þá muni vilji íbúa héraðsins ná fram að ganga. Dagblöð í héraðinu segja að sjálfstæðisyfirlýsingin verði gefi út klukkan 14 að staðartíma.

Flest vestræn ríki munu ætla að viðurkenna sjálfstæði Kosovo en ekki Ísland.  Í fréttum í gær sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra að rétt væri að bíða og sjá til og fylgja hinum Norðurlöndunum.  Hverskonar aumingjaskapur er þetta, getum við ekki haft okkar eigin stefnu í utanríkismálum, þurfum við alltaf að feta í fótspor annarra.  Ég held að Ingibjörg ætti að rifja upp hvað Jón Baldvin gerði á sínum tíma fyrir Eystrasaltsríkin fyrstur allra og sýndi með því mikinn kjark og átti sinn þátt í að fleiri ríki komu á eftir.  En þetta að ætla ekki að viðurkenna sjálfstæði Kosovo er ekkert nema aumingjaskapur og kjarkleysi.  Við þorum ekki einu sinni að styðja við bakið á Færeyjum af ótta við Dani.  Hvað ætlum við svo að gera í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna, munum við alltaf bíða eftir afstöðu annarra.  Nei hingað og ekki lengra. 

Sjálfstæða utanríkismálastefnu, takk fyrir.


mbl.is Sjálfstæði Kosovo lýst yfir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Jakob þetta á ekkert að gera með hugleysi,  Kosavo er nú bara hérað í Serbíu, og þar búa að stórum hluta Albanir sem Tito leyfði að settust þar að.   Þetta er bara ein vitleysan er hófst með sundurlimun Júgóslavíu, með stuðning vesturveldanna, og hefur leitt til þeirra hörmunga sem við höfum öll orðið vitni að.

haraldurhar, 16.2.2008 kl. 16:07

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þeir eru nú samt að lýsa yfir sjálfstæði og má ekki segja sama um hin ríkin þ.e. Eystrasaltsríkin.  Voru þau ekki talin vera héruð í Sovétríkjunum.

Jakob Falur Kristinsson, 16.2.2008 kl. 16:36

3 identicon

Kakop ef þú vissir eitthvað um sögu Evrópu þá vissir þú að Kosovo er eins og Þingvellir Serba. Kosovo er yfirfulltaf aðfluttum muslimskum Albönum sem eru búnir að hrekja Kristna Serba með ofbeldi í burtu.

Sögukennsla 16.2.2008 kl. 17:22

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég veit þó nokkuð um sögu Evrópu.  Í Kosovo búa að mestu Albanir, sem hafa mátt þola ofsóknir af hálfu Serba og vilja nú stofna sjálfstætt ríki.  Ég næ ekki samhenginu á milli Kosovo og Þingvalla.  Það er ekki nóg að þykjast kunna eitthvað í sögu Evrópu og vita svo ekki neitt.  Allt frá því gamla Júgóslavía liðaðist í sundur hafa Serbar vaðið yfir allt og alla með frekju og ofsóknum í garð Króata og fleiri þjóðarbrota.  Enda eru það fyrrum frammámenn Serba, sem hafa verið dregnir fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag.

Jakob Falur Kristinsson, 16.2.2008 kl. 18:16

5 identicon

Þar sem þú nærð ekki samlíkingunni með Kosovo Og Þingvalla segir mér að þín kunnátta í sögu er ekki upp á marga fiska.

Lestu meira og skoðaðu afhverju Kosovo er fullt af Albönum núna og skoðaðu hversu oft serbum hefur verið slátrað við að verja Kosovo.

stríðsglæpadómstólinn í Haag er djók, Múslimar og Króatar frömdu jafn slæma glæði og Serbar enn serbar eru látnir kveljast vegna tengsla við Rússa.

Sögukennsla 18.2.2008 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband