Vélvana skip

Í nótt á þriðja tímanum barst Vaktstöð siglinga/Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá flutningaskipinu Reykjafossi sem orðið hafði vélarvana um 10 sjómílur norðvestur af Reykjanesi. Varðskip var sent á staðinn. Vel gekk að koma taug á milli skipanna, þó að töluverð þoka sé á svæðinu, og er gert ráð fyrir að skipin komi til Reykjavíkur þegar líður á daginn.

Kvað varð um öll loforðin sem gefin voru um nýja siglingaleið stórra skipa sem gefin voru af samgönguráðherra eftir strandið fræga rétt fyrir sunnan Sandgerði í fyrra.  Þá var mikið rætt um að svona stór skip sigldu ekki nálægt landi, heldur svokallaða ytri leið.  Hafa menn alveg sofnað á verðinum.  Hér í Sandgerði þar sem ég bý sér maður nánast á hverjum degi risastór flutningaskip sigla aðeins nokkrar mílur frá landi, nánast þræða strandlengjuna.


mbl.is Vélarvana flutningaskip dregið til hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég var ekki að ræða sérstaklega þetta eina skip, heldur um siglingar flutningaskipa til landsins.

Jakob Falur Kristinsson, 16.2.2008 kl. 18:20

2 identicon

Leiðarstjórnun skipa við Ísland tekur gildi 1. júlí n.k.  Þá mun kaupskipum vera gert að sigla ákveðnar leiðir fyrir suðvesturhorn landsins og fer það eftir stærð þeirra og farmi hversu djúpt þau þurfa að fara fyrir Reykjanesið en þau þurfa ekki að vera nema í tveggja sjómílna fjarlægð frá Garðskaga, sem er líklega svipað og þau gera í dag. Þau fara hinsvegar heldur dýpra fyrir Stafnesið. 

Meðfylgjandi eru slóðir á skýrslu starfshóps um leiðarstjórnun annars vegar og hins vegar á sjókort nr. 31 en þar er búið að merkja inn á svæði sem kaupskip mega ekki sigla um að jafnaði auk þess sem þar má einnig sjá hvaða leiðir skipin þurfa að sigla fyrir SV land. Eins og fyrr segir ganga þessar ráðstafanir í gildi 1. júlí en þær þurftu m.a. að samþykkjast af siglingaöryggisnefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO). Í þessum ráðstöfunum er m.a. kveðið á um aðskildar siglingaleiðir t.d. fyrir Garðskaga og reikna ég með að þá þurfi margir skipstjórnarmennirnir að rifja upp hvaða reglur gilda á þeim.

http://www.sigling.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3365

http://www.sigling.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3546

Gummi 17.2.2008 kl. 00:18

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég þakka fyrir upplýsingarnar, ég hreinlega vissi ekki um þetta.

Jakob Falur Kristinsson, 17.2.2008 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband