Sjálfstæðismenn í skóla

Nú auglýsir Sjálfstæðisflokkurinn stíft Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins og greinilegt að nú verða borgarfulltrúar að setjast á skólabekk til að læra um hvað stjórnmál snúast, en það virðast þeir ekki hafa vitað fram að þessu.  Bjarni Benediktsson alþingismaður sagði í útvarpinu fyrir stuttu að þessi þögn allra borgarfulltrúanna væri í raun vantraust á Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og þeir væru nánast að segja Vilhjálmi að koma sér í burtu.  Vilhjálmur sagði á blaðamannafundinum fræga í Valhöll að hann ætlaði að skoða sína stöðu í samáði við aðra borgarfulltrúa flokksins.  Hingað til hefur aðeins einn þeirra þ.e. Kjartan Magnússon lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við Vilhjálm allir hinir segja að ekki sé tímabært að segja neitt fyrr en Vilhjálmur er búinn að gera upp hug sinn.  Nú er þegar hafinn grimmur slagur um eftirmann Vilhjálms og þar berjast Hanna Birna, Gísli Marteinn, Júlíus Vífill og Kjartan Magnússon.  Þessi stuðningur Kjartans við Vilhjálm var klókt bragð, því þar með fær hann stuðning forustu flokksins og er kominn mörgum skerfum á undan hinum sem keppa um þetta sæti.  en sennilega verður ekkert þeirra valið heldur verður Markús Örn, sem nú er í geymslu í Þjóðmenningarhúsinu, látinn í sæti borgarstjóra eftir 14 mánuði og látinn sitja út kjörtímabilið.  Á meðan sígur fylgi flokksins í borginni stöðugt niður á við.  Það kæmi mér ekki á óvart að í kosningunum 2010 fengi Samfylkingin hreinan meirihluta í borginni, ef ekki þá Samfylkingin og VG og þá fyrst væri hægt að stýra Reykjavíkur borg af viti.  Það er ekki hægt í dag því allt er í uppnámi og reyndir starfsmenn á hinum ýmsu sviðum borgarmálanna er farnir að forða sér úr þessu stjórnleysi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband