Loðnuveiðar

Nú lítur illa út með loðnuveiðar á þessari vertíð, því lítið finnst af loðnu og það litla sem skipin eru að veiða er eingöngu smáloðna afar mögur og illa haldin.  Ég held að best væri að banna alfarið loðnuveiðar í vetur og svo það litla sem er af loðnu við landið nýttist þorskinum ofl. tegundum sem æti.  Þá sæjum við örugglega góðan vöxt hjá þorskinum og gætum aukið veiðar af honum.  Nú eru sennilega að koma fram afleiðingar af notkun flottrollsins við loðnuveiðar.  Þótt engar loðnuveiðar yrðu á þessari vertíð hafa þau skip sem þær veiðar hafa stundað næg verkefni við veiðar á síld, kolmunna og makríl.  Nú hafa strandveiðimenn í Chile hafið herferð gegn togveiðum við strendur landsins og í Bandaríkjunum er hafinn undirskriftasöfnun gegn flot-trollsveiðum og skorað á stjórnvöld að banna þær nær landi en 50 sjómílur.  Hér á landi hefur Landssamband smábátaeigenda mótmælt harðlega notkun flottrolls innan 50 sjómílna vegna þess að árlega er við þessar veiðar hent í sjóinn aftur eða landað til bræðslu nokkrum hundruðum tonna af þorskseiðum, sem fá þar með ekki tækifæri til að vaxa upp.  Þegar um er að ræða mörg hundruð tonn af þorskseiðum eru það' sennilega nokkrar milljónir fiska.  Gæti þetta ekki verið ein skýringin á hvað nýliðun þorsks hefur verið léleg undanfarin ár.  Það sakar alla veganna ekki að gera tilraun í eitt ár og banna loðnuveiðar og einnig að banna flottrollið.  Er það ekki verðmætara fyrir þjóðarbúið að loðnan verði æti fyrir fiskistofnana hér við land en að moka upp smáloðnu og þorskseiðum til bræðslu.  Jafnvel þótt loðnan liggi dauð á botninum eftir hrygningu er hún verðmætari þar sem aukið fæði fyrir lífkeðjuna í hafinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband