Greiðslukort

Mynd 444821 Lögreglan á Selfossi handtók í gær par á Selfossi vegna gruns um þjófnað á greiðslukorti og að hafa notað það til að svíkja út vörur í verslunum þar í bæ. Hefur parið viðurkennt að hafa stolið kortinu á föstudag og tekið út vörur í nokkrum verslunum.

Ætlar afgreiðslufólk í verslunum aldrei að læra hvernig á að nota greiðslukort sem á ekki að vera flókið.  Þetta er annað málið á stuttum tíma sem svona kemur fyrir, vegna þess að afgreiðslufólk skoðar ekki myndina sem er af eiganda kortsins og athugar hvort hún er af þeim sem er að nota viðkomandi kort.

Hann Georg Bjarnhéðinsson á Næturvaktinni kunni sko þetta 100% og kannski væri best að fá hann til að halda námskeið fyrir afgreiðslufólk í verslunum og koma þessu í lag.


mbl.is Stolið greiðslukort notað til að svíkja út vörur á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er ótrúlegt kæruleysi hjá afgreiðslufólki í verslunum.  Til hvers heldur það að myndin sé og eiginhandaráritunin ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2008 kl. 11:02

2 identicon

Fyrir nú utan það að við erum eina landið sem ég veit um (veit samt ekki með Norðurlöndin) sem hefur mynd aftaná Kreditkortunum...

Þetta vakti mikla undrun í Bretlandi að mynd væri á kredidkortinu mínu... Þeim þótti það öllum mjög sniðugt og sniðug öryggisleið.

Ég veit ekki hvað þetta er... Er afgreiðsufólk hrætt, feimið eða pælir það bara als ekki í þessu?

Ragnheiður 19.2.2008 kl. 14:07

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Á þessu er einföld skýring, íslendingar eru alltaf að flýta sér svo mikið að aumingja afgreiðslufólkið þorir ekki að tefja röðina sem alltaf er við afgreiðslukassana.  Svo er það líka að við erum svo mörg ákaflega frek og finnst að það sé verið að gera viðkomandi tortryggilegan fyrir framan hóp af kúnnum.

Jakob Falur Kristinsson, 19.2.2008 kl. 17:46

4 identicon

SEm sölumaður/afgreiðslumaður þá kannast ég mikið við þetta. Þegar það er allt brjálað að gerast þá á það til að gleymast að kíkaj á kortin bara útaf stressi og maður er að flýta sér svo mikið svo fólk verði ekki pirrað á biðinni. Ég reyni eins og ég get að skoða kortin. En eins og ég segi. Það á til að klikka :) Svo líka stundum þegar maður er að afgreiða einhvern sem maður þekkir þá lítur maður ekki á kortin viljandi.

 Svo að vísu er eitt stórt atriði við þessar blessaðar myndir. Þær eru margar sem eru eldgamlar sérstaklega hjá unglingum... 17 ára strákar eru með myndir frá því að þeir voru 12... Bankarnir þyrftu að fylgjast betur með því að það er ekki alltaf notað sömu mynd aftur og aftur og aftur.

Svo eru náttúrulega ekki allir sem treysta sér eða þora ekki að stoppa fólk með annara manna kort. og svo auðvitað sumir sem pæla bara ekkert í þessu og er slétt sama :D 

Haraldur 20.2.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband