Gísli Marteinn

Ekki skil ég öll þessi læti vegna skrifa Össurar Skarphéðinssonar um Gísla Martein, á bloggsíðu sinni.  Mér fannst þetta nokkuð gott hjá Össuri og þar sem hann er góður penni þá kryddar hann þetta mjög skemmtilega.  Það vita það allir sem vilja vita að Gísli Marteinn ætlaði að ná 1. sætinu af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og þegar það tókst ekki í prófkjörinu fyrir síðustu kosningar var byrjað að skipuleggja sóknina og átti ekkert að spara og öll meðul að nota til að koma Viðhjálmi í burt.  Þannig að REI-málið varð eins og Lottó-vinningur fyrir Gísla Martein og nú skyldi sótt að Vilhjálmi Þ.    En Björn Ingi eyðilagði þá sókn fyrir Gísla svo hann varð að bíða um stund.  En Svo kom út skýrslan frá stýrihópnum um REI-málið, sem Svandís Svarsdóttir stjórnaði og þá lá Vilhjálmur Þ. vel við höggi og Gísli byrjaði strax með rósherferð á hendur honum í þeirri von að Vilhjálmur myndi strax segja af sér, en það hefur hann ekki gert enn sem betur fer.  Gísla Marteini er alveg skítsama þótt allur þessi órói í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna valdi flokknum skaða og fylgistapi.  Hann ætlar að beita öllum brögðum til að verða borgarstjóri í Reykjavík, en reynsluleysi hans í pólitík verða til þess að hann leikur af sér hvað eftir annað.  Nýleg skoðunarkönnun sýndi að flestir vildu Hönnu Birnu sem næsta borgarstjóra ef Vilhjálmur hættir og það er ég viss um að litli sakleysinginn er strax farinn að reyna að gera Hönnu Birnu tortryggilega, nú er öllum fallbyssum og skítadreifurum beint að henni.  En hvort Gísla Marteini tekst að bola henni frá tel ég mjög ólíklegt.  Hún er svo miklu þroskaðri stjórnmálamaður en litli sakleysinginn.  Það mun ekki þýða fyrir Gísla Martein að ætla að taka þátt í prófkjöri fyrir næstu kosningar, því hann er með sinni heimsku, undirlægjuhætti og baktali um samherja sína endanlega búinn að fremja pólitískt sjálfsmorð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Alveg er ég þér hjartanlega sammála.

Vigfús Davíðsson, 22.2.2008 kl. 21:52

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Össur gekk nokkrum skrefum of langt!!!!

Gekk hann á vegg þegar hann var í þann mund að kveikja á tölvunni sinni um 2 leytið að nóttu til? Var hann kannski blindfullur? 

Mér hefði þótt fyllsta ástæða að biðja Gísla afsökunar á þessu vanhugsaða frumhlaupi sínu um miðja nótt1

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 22.2.2008 kl. 22:19

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei Guðjón, það er engin ástæða að Össur biðji Gísla Martein, afsökunar, því það var Gísli sem kom sér í þessi vandræði en ekki Össur.  Ég sé heldur ekki hvaða máli það skiptir í raun á hvaða tíma sólahringsins er skrifað og þetta var ekkert frumhlaup hjá Össuri hvort sem hann hefur verið fullur eða ekki.  Hann er einfaldlega að segja sína skoðun á ákveðnum manni og hefur víst haft fulla ástæðu til. Eru nú allir búnir að gleyma hvað Sigurður Kári skrifaði um Björn Inga, á sínum tíma og kallaði hann Björn spilltasta og óheiðarlegasta stjórnmálamann sem verið hefur á Íslandi.  Eða Björn Bjarnason, það er nú ekki fallegt sem hann skrifaði um svokallaðan Tjarnarkvartett og margar ósmekklegar árásir frá Birni hefur Dagur Eggertsson mátt þola.  Báðir eru þeir ráðherrar Össur og Björn Bjarnason og báðir halda úti bloggsíðum.  En þó er munur á því Össur skrifar mest á nóttinni eða að loknum störfum í sínu ráðuneyti, en Björn virðist skrifa í vinnutímanum.

Jakob Falur Kristinsson, 23.2.2008 kl. 05:13

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hjartanlega sammála þér Jakob. Þetta endemis bull sem fólk, (að sjálfsögðu sjálfstætt) sem þykist vera þess umkomið að setja ofní við Össur fyrir lýsingar á ungstirninu sem langflestir eru sammála lætur frá sér fara, er nú ekki mjög kurteislegt.

Það er lamið á því að kallinn hafi verið fullur og einn snillinginn sá ég bæta við hassvímu eða jafnvel kókaíni í athugasemdum á síðunni hans, (hann er jú með opið fyrir stuttbuxnadeildina á síðunni hjá sér en það er meira en hægt er að segja um margfræga óhróðurssíðu BB) hvaðan kemur fólki svona "vitneskja"?

Held að menn ættu nú að lesa þetta aftur í rólegheitum og ég trúi ekki að sæmilega skynsamt fólk sjái ekki í gegnum þvaðrið útaf þessu, aðallega frá Sigurði Kára og öðrum á sama level.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.2.2008 kl. 17:15

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Rétt hjá þér Hafsteinn.

Jakob Falur Kristinsson, 23.2.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband