Sterkur stjórnmálamaður

Nú hefur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tekið sína ákvörðun, sem er sú að hann ætlar að sitja áfram í borgarstjórn og taka síðan við sem borgarstjóri eftir rúmt ár.  Með þessari ákvörðun sýnir Vilhjálmur hvað hann er sterkur og reynslumikill í stjórnmálum og um leið er hann að gefa félögum sínum í borgarstjórn sterkt til kynna að þau skuli hafa hægt um sig og fara að haga sér eins og siðað fólk, því hann ætlar að ráða.  Þetta eru góðar fréttir fyrir borgarbúa og um leið mikið kjaftshögg á Gísla Martein ofl. 

Gamli góði Villi klikkar ekki þegar á reynir.


mbl.is Vilhjálmur ætlar að sitja áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja þá eru þessar ánægjulegu fréttir komnar. Nú brjálast Svandís súra Svavarsdóttir gjörsamlega. Hennar plott, að koma Vilhjálmi frá, gengur ekki upp. Þegar Vilhjálmur myndaði meirihlutann með Ólafi, missti Svandís súra sín völd og varð brjáluð. Nú skyldi hún og hennar hisski hefna. Plottið gekk út á að koma Vilhjálmi frá völdum sem fyrst. Ljúga upp á hann alls konar gjörðum og þykjast algjörlega saklaus sjálf. Það var hún sem fyrst sagði að Vilhjálmur yrði núna strax að gefa út yfirlýsingu hvort hann ætlaði sér í stól borgarstjóra eftir nær 14 mánuði ! Átti hún að ráða hvert væri borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins ? Nei, segi ég en margir flokksmenn tóku undir kröfur hennar ! Nú er kominn tími til að ALLIR Sjálfstæðismenn standi saman um Vilhjálm.

Örn Johnson ´43 23.2.2008 kl. 10:18

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það verð nú fleiri brjálaðir af reiði en Svandís Svavarsdóttir, ég er hræddur um að þau Gísli Marteinn og Hanna Birna séu ekkert ánægð núna og þau gáfu Svandísi ekkert eftir í að reyna að hrekja Vilhjálm í burtu með svipuðum aðferðum en þau leyndu því bara betur.

Jakob Falur Kristinsson, 23.2.2008 kl. 11:41

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég hef nú ekki séð betur en Villi hafi búið til öll sín vandræði sjálfur og það sem hann hefur ekki hannað hjálparlaust hefur Gísli Marteinn séð um. Þó ég sé nú ekkert sérstaklega í því að verja Svandísi þessa þá botna ég ekkert í þessu andskotans Lundareykjadalskjaftæði um að það séu allir á móti gamla misgóða öll hans vandræði koma úr hans röðum og stuttbuxnadeildin verður auðvitað að viðurkenna það á endanum.

Það eru sjálfstæðismenn sem eru Villa þessum verstir þessa dagana og að sjálfsögðu hann sjálfur.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.2.2008 kl. 17:00

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað kom hann sér sjálfur í þessi vandræði, en af tvennu illu er þó skárra að hann komi aftur en stuttbuxnaliðið fari að stjórna borginni.

Jakob Falur Kristinsson, 23.2.2008 kl. 17:36

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já sennilega er það, af tvennu illu.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.2.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband