Öryrkjar

Enn einu sinn er komið í bakið á öryrkjum og öðrum lífeyrisþegum þegar kemur að því að bæta kjör þeirra.  Þegar nýgerðir kjarasamningar voru loksins í höfn var því lýst yfir af hálfu stjórnvalda að lífeyrisþegar fengju hliðstæða hækkun.  Í nýju kjarasamningunum er það haft að leiðarljósi að hafa ekki prósentu hækkun heldur fasta krónutölu til að lyfta þeim upp sem, eru á lægstu töxtunum.  Lámarkslaun voru áður rúmar 124-125 þúsund á mánuði og þeir taxtar hækka strax um kr. 18,000,- og verða á milli 140-150 þúsund á mánuði síðan koma hækkanir í áföngum og þá sem prósentuhækkanir auk fastrar krónutölu.  Ég sem öryrki reiknaði auðvita með að allir lífeyrisþegar fengju nú þessar 18.000,- krónur, en þegar verið var að útfæra þetta fyrir lífeyrisþega hjá Tryggingastofnun var notuð önnur aðferð.  Þar var reiknað út hvað þessi 18 þúsund væri mikil hækkun á lægstu launum í prósentum og fengu út að hún væri 22,5% og þá var Grunnlífeyririnn sem er aðeins kr.25.700,- hækkaður um sömu prósentu eða 22,5% hækkun varð á Grunnlífeyrir og reiknað 22,5% hækkun á 25.700,- sem gera kr. 5.782,-  Allar aðrar greiðslur eru óbreyttar og vegur þar mest tekjutryggingin,heimilisuppbótin og uppbót til reksturs bifreiða en þær upphæðir eru svona á bilinu 70-80 þúsund hjá mér er þessi upphæð kr: 70.149,- fyrir skatta.  Nú geta stjórnvöld sagt við okkur þið fenguð það sama og aðrir, sem eru á vinnumarkaði og er það rétt miðað við að reikna þetta svona.  Allir sem töldu sig fá kr. 18,000,- verða nú að sætta sig við 5.782 krónur í hækkun.  Ég spyr bara er þetta eðlileg framkoma við þá verst settu í þjóðfélaginu?  Hefði ríkissjóður farið á hliðina ef notuð hefði verið sama aðferð við útreikninga hjá TR og á almennum vinnumarkað.  Þótt mörgum finnist þetta ekki muna miklu aðeins um tæpar 6 þúsund á mánuði, þá eru það miklir peningar hjá lífeyrisþegum.  Ég neita að trúa því að þetta verði haft svona áfram og ætlast til að þessu verði breytt strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jakob.

Mig grunaði Gvend um græsku  þegar Ingbjörg sagði með hvassri röddu í Kastljósi(held ég fari rétt með) "það verður farið að gildandi lögum gagnvart almannatryggingaþegum.     þetta er svona nokkuð rétt með farið.

OG MÉR BLÖSKRAR LÁGKÚRAN.

NÚ GERIST EITTHVAÐ HORROR Í KJÖLFARIÐ Á ÞESSU.

 ÉG TRÚI ÞESSU EKKI.

 BARÁTTUKVEÐJUR.

Þórarinn Þ Gíslason 23.2.2008 kl. 07:39

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt hjá þér Þórarinn, hún sagði þetta í Kastljósinu.  Nú verða forustumenn þeirra samtaka sem hagsmuna hafa að gæt að bretta upp ermarnar og gera eitthvað róttækt.  Ætli þetta endi ekki í einum málaferlunum við ríkið, í viðbót við öll hin fyrri.

Jakob Falur Kristinsson, 23.2.2008 kl. 11:29

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

mikið vildi ég að það væri hægt að skikka þetta lið til að lifa á þessum smánarbótum þó ekki væri nema 1 mánuð, rétt svona til að viðkomandi þekkti á eigin skinni hverskonar "sældar" líf þetta er aaaarrg!

kær kveðja til þín Kobbi minn

Guðrún Jóhannesdóttir, 23.2.2008 kl. 14:45

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvað skildi hún hafa sagt ef hún hefði verið í stjórnarandstöðu
þetta hex.
Þetta er allt til háborinnar skammar.
                                 Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2008 kl. 15:19

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Öll stjórnarandstaðan á Alþingi haustið 2007 bar fram saman tillögu um stórbætt kjör öryrkja og eldri borgara.  Það átti samkvæmt því að tvöfalda allar bætur og setja skattleysismörkin í 150 þúsund á mánuði og öll vinna undir 900 þúsund á ári skerti ekki bætur frá Tryggingastofnun og heldur ekki greiðslur úr lífeyrissjóðum, ég man ekki betur en Samfylkingin hafi staðið að þessari tillögu (Ingibjörg var ekki komin á þing).  Jóhanna Sigurðardóttir næstum því grét í ræðustól yfir því hvað verið væri að fara illa með fátækt fólk.  Nú er hún orðin félagsmálaráðherra og fer í dag með þennan málaflokk.  Ég held að þetta lið ætti frekar að halda kjafti en að koma með tillögur sem ekki eru samþykktar og síðan þegar sama fólkið er komið í ríkisstjórn og hefur öll tök á því að laga þetta þá gerist ekkert.  Þetta er ekkert nema óheiðarleiki og skömm að þessu hyski.

Jakob Falur Kristinsson, 23.2.2008 kl. 17:30

6 identicon

Tek undir þetta er svívirðilegt

margrét 24.2.2008 kl. 15:18

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob. Ég hef hitt fólk úr Samfylkingunni þegar það hefur verið hér á fundarferð. Þau voru bæði sammála að þetta væri skammarlegt hvernig kjör lífeyrisþegna og öryrkja væru. Nú er þetta sama fólk ráðherrar og ég get ekki séð að það hafi neitt breyst. Ætli Jóhanna hafi verið að gráta krókódílatárum þegar hún var í ræðustól og var að tala um fátækt fólk. Ég var svo bjartsýn að þegar Jóhanna tæki við myndi réttast hlutur þeirra sem minnst hafa. Hennar tími er allavega komin. Samfylkingin stóð sig vel í stjórnarandstöðu sem Skammflokkurinn en hvaða nafn getum við gefið þeim núna?

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.2.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband