Villa-vandamál

Nú þegar Vilhjálmur hefur ákveðið að sitja áfram í borgarstjórn og taka sæti borgarstjóra að ári, þá er nú engin ánægja í röðum sjálfstæðismanna.  Bæði Geir H. Haarde, formaður flokksins og Þorgerður Katrín, varaformaður vilja bæði að hann víki fyrir Hönnu Birnu, sem er í öðru sæti listans.  Hanna Birna þykir mjög vinsæl og nýleg skoðanakönnun sýndi að hún hefði yfirburðastöðu um sæti borgarstjóra ef Vilhjálmur hefði hætt.  Þegar Hanna Birna var spurð um þessa könnun sagðist hún ekki hafa minnsta grun um hverjir létu gera þessa skoðanakönnun en þetta kæmi sér skemmtilega á óvart.  Nú er hægt að lesa á visir.is að nokkrar vinkonur hennar hefðu pantað þessa könnun og ætla halda síðan því fram að hún hefði ekkert um þetta vitað er nú ekki mjög trúverðugt, vægast sagt.

Þótt Vilhjálmur sé komin aftur í sitt gamla sæti þá eru ekki öll vandræðin í sjálfstæðisflokknum úr sögunni.  Forustan vill að hann víki fyrir Hönnu Birnu, en það er ekkert hægt að gera, því í fyrsta lagi er Vilhjálmur rétt kjörinn í borgarstjórn og þótt forusta sjálfstæðisflokksins lýsi vantrausti á hann, þá var allur borgarstjórnarflokkurinn margoft búinn að lýsa yfir fullum stuðningi við Vilhjálm hvora ákvörðunina sem hann tæki, því þau treystu á að hann segði af sér og þess vegna getur hann setið í borgarstjórn út kjörtímabilið í skjóli traustyfirlýsinga borgarstjórnarflokksins.  Þannig að klúðrið er slíkt að þau sem vildu Vilhjálm í burtu eru núna orðin skjólborg utan um Villa og geta ekki annað en varið hann sama hvaða vitleysu hann kann að gera.  Nú mun Geir H. Haarde ætla að ræða við Vilhjálm og bjóða honum gull og græna skóga ef hann vill víkja, en þá kemur sú staða upp að Vilhjálmur getur ekki þegið neitt slíkt.  Fyrst að hann tók þessa ákvörðun og ætlaði síðan að víkja, þá væri hann að glata trausti og ekki síst að svíkja samflokksmenn sína í borgarstjórn sem voru svo ákafir í stuðningsyfirlýsingum sínum að undrun sætti.  Einnig lýstu bæði Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín yfir fullum stuðningi við Vilhjálm á sínum tíma ef hann ætlaði að koma aftur til starfa.  Þetta er orðin þvílík flækja að það er nánast sama hvað sjálfstæðismenn gera, alltaf munu þeir tapa fylgi.  Þetta er orðið kennslubókardæmi um hvernig EKKI á að gera hlutina.  Til hvers var allur borgarstjórnarflokkurinn, Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín að lýsa yfir fullum stuðningi við Vilhjálm ef þau vildu öll að hann segði af sér.  Ef þetta fólk hefði verið heiðarlegt gagnvart Vilhjálmi og kjósendum og sagt það sem þau vildu, sem er að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segði af sér þá hefði hann gert það og allir væru í dag búnir að gleyma þessu máli.  En núna heldur vandræðaboltinn áfram að rúlla eins og snjóbolti sem hleður stöðugt utan á sig og fylgið rennur yfir til Samfylkingarinnar.  Hvernig þetta á síðan eftir að enda ætla ég ekki að spá um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Fanney Einarsdóttir

fyllilega sammála þér, þetta er orðin ein hringavitleysa, og þau segja í raun bara það sem er vinsælt hverju sinni!

Guðrún Fanney Einarsdóttir, 24.2.2008 kl. 00:17

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er fjölmiðlasirkus Jakob, þar sem margir slá á trommurnar að ég tel ekki hvað síst aðrir en Sjálfstæðismenn sjálfir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.2.2008 kl. 02:49

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er eingöngu vegna þess að það fólki í þessum flokki, sem vildi losna við Vilhjálm, þorði ekki að segja honum það og því var þessari atburðarás ýtt af stað.  En svo missti þetta fólk algerlega alla stjórn á málinu og af því fór þetta í slíka flækju að þetta er að verða Íslandsmet í stjórnlausri vitleysu.

Jakob Falur Kristinsson, 24.2.2008 kl. 04:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband