Loksins, loksins kom það

Eins og flestir vita, sem skoða síðuna hjá mér, þá er ég öryrki og hef því lifað fátæktrarlífi og alltaf blankur.  Get aldrei keypt mér eitt né neitt og ég er búinn að berjast við í rúm tvö ár að komast aftur út á vinnumarkaðinn.  Ég er búinn að sækja um nokkur hundruð störf en um leið og ég gef upp að ég sé fatlaður öryrki, þá hefur mér alltaf verið hafnað.  Mín fötlun felst í því að vinstri hendinn er algerlega lömuð og þar af leiðandi máttlaus.

Ekki hefur mig skort menntun eða reynslu því menntun mín er eftir farandi;

Próf frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1971. Próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík,  Próf frá Menntaskólanum á Ísafirðí Vélfræðibraut 2001,  Diplomapróf í viðskiptum frá Háskólanum á Bifröst 2004.  Allt þetta nám tók ég í fjarnámi samhliða sjómennskunni nema það fyrsta  1971 Ég var með fartölvu allaf á sjónum og vann verkefnin þar og þegar komið var í höfn hvar sem var á landinu, þá fékk ég yfirleitt að setja tölvuna í netsamband og sendi verkefni og sótti ný.  Lokaprófin þurfti ég að sjálfsögðu að taka í viðkomandi skóla, þetta var mikil vinna og oft erfitt en það hafðist að lokum.                                                                                                                                                                                                                                                                                                               

Starfseynsla;

1.   Framkvæmdastjóri fyrir útgerðar og fiskvinnslu á Bíldudal í 20 ár um 100 starfsmenn

2.   Verkstjóri í fiskvinnslu, saltfiskur, frystur fiskur, ferskur fiskur  rækjuvinnsla ofl.

3.   Stýrimaður,skipstjóri,Yfirvélstjóri á ýmsum skipum í 10 ár

Núna fékk ég loksins draumastarfið sem er að sjá um bóhald ofl. fyrir útgerðarfyrirtæki í Keflavík og vinnutími er frjáls.  Ég má mæta og vinna þegar mér henntar og launin eru mjög góð.  Vinnuveitandinn er mjög indæll og vill allt fyrir mig gera og ef allt gengur vel þá get ég kvatt þetta öryrkjalíf.  En að sjálfsögðu verð ég áfram öryrki, því þetta kemur til með að skerða mínar bætur en þær falla ekki alveg út, og tek þátt í þeirra baráttu svo ég verð mun minna á blogginu en áður og mun skrifa af og til en núna í byrjun er svo mikið að gera að ég er að vinna frá 8-10 til 19-20 á daginn en svo fer að verða rólegra þegar allt fer að rúlla eðlilega.

Ég hafði samband við Geir H. Haarde og afþakkaði borgarstjórastarfið, því útgerð er mitt áhugamál.

Ég get sagt ykkur í trúnaði að Geir þurfti áfallahjálp, en þið segið engum frá því.                                                                 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

  Óska þér velfarnaðar í þínu nýja starfi.

haraldurhar, 28.2.2008 kl. 00:06

2 identicon

Heill og sæll, Jakob !

Tek undir; árnaðaróskir haraldarhar.

En þú verðskuldar samt miklu meir, en þetta. Og það er; að sjá Frjálslynda flokkinn biðja okkur, fyrrverandi sem núverandi stuðningsmenn sína afsökunar á fylgispektinni, við helvítis Haarde klíkuna, í þingskapa málum, sem öðrum !

Gangi þér allt í haginn, í nýja starfinu, Jakob minn.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason 28.2.2008 kl. 00:15

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Til hamingju með nýja starfið...Þeir sem ekki gefast upp verða á endanum verðlaunaðir!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 28.2.2008 kl. 00:22

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæri Jakob. Ég skal trúa því að Geir H. Haarde hafi þurft að fá áfallahjálp loksins þegar hann átti kost á almennilegum borgarstjóra. Farðu vel með þig. Til hamingju með starfið. Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.2.2008 kl. 01:00

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega til hamingju.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.2.2008 kl. 01:19

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Til hamingju félagi, þrautseigjan skilar sér alltaf á endanum, það þekkjum við vel.

Hallgrímur Guðmundsson, 28.2.2008 kl. 01:28

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Til hamingju Jakob og gangi þér vel!

Jóhann Elíasson, 28.2.2008 kl. 08:54

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég þakka ykkur öllum fyrir góðar óskir og falleg orð í minn garð.  En Ólafur Helgi, ég get sagt þér það að ég fæ reglulega tölvupóst frá þingmönnum flokksins og alltaf svarar maður og ég hef nokkuð oft bent þeim á atriði, sem væri ekki gott fyrir flokkinn og ég skal nefna þetta atriði í næta tölvupósti.  En ég held að þú ættir kannski að hugleiða að breyta nafni þínu, því þú er alnafni sýslumannsins á Selfossi, sem mér skilst að sé ekki mjög vinsæll.  Þetta er ekkert mál ég var t.d. að fá samþykkt hjá Þjóðskrá að taka upp millinafnið Falur, sem var langafi minn og ég átt víst að vera skýrður Falur  og hefði þá heitið Falur Jakobsson, en ég varð skýrður Jakob eftir afa mínum.  Mig hefur lengi langað til að breyta þessu, en gerð það ekki fyrr en núna og í Þjóðskrá verð ég skráður Jakob Falur Kristinsson, sem ég get þá notað skammstöfun JFK, kannast ekki einhver við JFK?

Jakob Falur Kristinsson, 28.2.2008 kl. 09:29

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með þetta Jakob minn.  Ég skil vel að Geir hafi þurf á áfallahjálp út af því að missa þig úr vænanlegum borgarstjórastól. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2008 kl. 13:18

10 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Gott mál Jakob og til hamingju með þetta. Gangi þér allt í haginn..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.2.2008 kl. 13:39

11 identicon

Sæll Jakop.

Mikið er ég ánægður að heyra þessi tíðindi.

"The show must go on"

Þórarinn Þ.Gíslason.

Þórarinn Þ Gíslason 3.3.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband