Bloggið

Eftir nýfallinn dóm vegna færslu á bloggsíðu og verður örugglega staðfest í Hæstarétti, verða bloggarar nú að gæta vel að því, sem skrifað er á sínar síður.  Það liggur fyrir að eigandi hverrar síðu mun ber ábyrgð á öllu sem þar birtist, hvort sem um eigin skrif er að ræða eða athugasemdir.  Ég er ekki sammála Ómari Ragnarsyni um að þetta gangi að blogginu dauðu, heldur gæti fólk meira hófs í sínum skrifum.  Ég ætla ekki að breyta því hvernig ég hef skrifað og haft þá reglu að kasta út athugasemdum ef þær eru mér ekki að skapi og hef reyndar að þurft að loka á einn aðila sem ekki kunni sér hófs í svívirðingum og orðanotkun.  Enda tek ég því fram á forsíðunni að ég loki á allt slíkt.  Hinsvegar geta oft orðið harðar rökræður um ýmis mál og hef ég t.d. tekið þátt í einni slíkri á síðunni hjá Höllu Rut, þar sem athugasemdir voru komnar um 900.  Bloggið mun áfram blómstra þrátt fyrir þennan dóm og ef einhver er ekki öruggur um hvernig á að kasta út athugasendum þá er bæði hægt að fá aðstoð hjá mbl.is og fólki er velkomið að hafa samband við mig ef það er ekki öruggt hvernig á að gera þetta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Þetta var nú bara daglegt mauð sem þessi kæra fjallaði um. Menn hér á blogginu gætu í umvörpum nú farið í kærumál. Ég tel þennan dóm ekki góðan.

Ég hef aðeins einu sinn hent út athugasemd og var það vegna óviðeigandi samlíkingu fatlaðs sonar míns við Steingrím Njálsson. Slæm, hrokafull skrif lýsa nefnilega persónunni best sem skrifa þau og hef ég ævinlega látið þau standa. Stuttu á eftir kemur alltaf einhver sem fordæmir skrifin og stend ég betur eftir þau.

Halla Rut , 28.2.2008 kl. 16:07

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi dómur, er að mínu mati bara tóm þvæla, ég get ekki séð að þau ummæli sem var dæmt fyrir séu mjög frábrugðin þeim ummælum sem maður heyrir þegar maður er að horfa á beinar útsendingar frá Alþingi en hitt er svo annað mál það verður að gæta að því hvað skrifað er og það mætti nú taka á þeim sem skrifa undir nafnleynd.

Jóhann Elíasson, 28.2.2008 kl. 16:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessum dómi verður breytt fyrir hæstarétti, því annars fer allt á hvolf.  Vegna þess einfaldlega að það er hægt að færa gild rök fyrir því að samkvæmt bloggi og svörum umrædds Ómars þá sagði Gaugur bara sannleikann.  Enda vestfirskur og þar skafa menn ekki utan af hlutunum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2008 kl. 17:32

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob. Ég hef því miður séð margt ljótara á blogginu en það sem Gaukur skrifaði. Ég er algjörlega sammála að við eigum að henda út athugasemdum sem eru algjör viðurstyggð. Ég henti einni út í dag og lokaði á þann karlmann?  en hann skrifar undir dulnefni. Ég lít ekki á þetta sem ritskoðun heldur er bloggsíðan okkar á okkar ábyrgð og ég líki síðunni við heimilið mitt. Ef ég fengi leiðinda gesti sem ég vil ekki hafa þá yrði þeim vísað á dyr. Ég vona að þetta verði til þess að fólk ræði málin eins og fullorðið fólk en ekki eins og þegar við vorum börn og fórum í slagsmál, klóruðum hvort annað eða hárreyttum.  

Vona að þér gangi vel. Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.2.2008 kl. 18:16

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Því miður held ég að Hæstiréttur staðfesti þennan dóm og þið megið alls ekki taka skrif mín þannig að ég sé ánægður með hann.  Ég var einungis að benda á að hver og einn er ábyrgur fyrir sinni síðu og til að bloggið geti haldið áfram eins og áður verður hver og einn að passa vel sína síðu.  Við getum endalaust fundið ljótari ummæli en þarna voru viðhöfð bæði á Alþingi og víðar, en það breytir ekki því að dómur er dómur og hann ber að virða.  Ef við missum þetta í einhverja vitleysu í fljótfærni vegna að við teljum dóminn rangan, þá gæti það kostað okkur það, að blogginu yrði lokað sem ekki má gerast.

Jakob Falur Kristinsson, 28.2.2008 kl. 18:46

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob. Þetta er ágæt bremsa á okkur svo við vöndum okkur betur þegar við viljum tjá skoðanir okkar.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.2.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband