Rangar upplýsingar

Ég ætla hér að leiðrétta skrif mín varðandi nafnbreytingu.  Þori ekki öðru vegna rugl-dómsins fræga SmileLoLLoLLoLToungeToungeToungeTounge Ég get að sjálfsögðu aldrei hafa orðið Falur Jakobsson þótt ég hefði verið skýrður Falur á sínum tíma, því ég er Kristinsson og því er ekki hægt að breyta. Heldur átti þetta við um næstelsta son minn sem heitir Jón Páll Jakobsson, þá varð ég og þáverandi eiginkona beitt miklum þrýstingi frá einum af mínum ættingjum um að skýra hann Fal, því þá hefði komið aftur í ættina nafnið Falur Jakobsson.  En við hjónin höfðum þá reglu að ef nýfætt barn okkar var drengur þá  átti hún að ráða nafni, en ef barnið var stúlka þá átt ég að ákveða nafnið.  Af þeim ástæðum kom aldrei nafnið Falur Jakobsson.  Við eignuðumst fjögur börn sem eru:

1.   Gunnar Jakobsson fæddur 15. apríl 1970,lögfræðingur, vinnur hjá hjá banka í Wall Street í New York.  Hann er skýrður eftir mági eiginkonunnar, sem fórst með Sæfara frá Tálknafirði í janúar 1970 og hann er giftur Guðrúnu Aspelund, barnaskurðlæknir í New York.  Þau eiga eina dóttur.

2.   Jón Páll Jakobsson, fæddur 1. janúar 1973, er núna ýmist netamaður, vélstjóri, stýrimaður eða skipstjóri á Vestra BA-63, en var áður í útgerð með mér áður en ég slasaðist.  Hann er skírður eftir móður konunnar, sem heitir Jóna og föðurbróðir hennar sem hét Páll.  Hann er giftur Sólrúnu Bryndísi Aradóttur frá Bíldudal og þau eiga fjögur börn. 3 stelpur og einn strák og eru búsett á Bíldudal, en eru að byggja hér í Njarðvík og flytja sennilega frá Bíldudal næsta haust

3.   Guðrún Rebekka Jakobsdóttir, fædd 13. desember 1976, hún er menntaður hjúkrunarfræðingur, en starfaði síðast sem sölufulltrúi hjá lyfjafyrirtækinu Vistor við að kynna ný lyf fyrir læknum ofl.  Hún er núna búsett í Edinborg í Skotlandi og er í framhaldsnámi í alþjóðaviðskiptum.  Hennar nafn er nafn móður minnar sem er Guðrún Rebekka Jakobsdóttir. Hún er gift Svavari Sigþórssyni, tæknifræðingi, hann er líka í framhaldsnámi í Edinborg á sínu sviði.  Þau bjuggu síðast í Hafnarfirði en óvíst er hvar þau setjast að í haust þegar þau koma heim.  Þau eiga þrjú börn, tvær stelpur og einn strák.

4.   Júdit Krista fædd 23. nóvember 1992, Þarna vað til blanda Júdit er nafn langömmu minnar sem var kona Fals en Krista, kemur til af því að feður okkar hjónanna hétu báðir Kristinn, hún er nemi í 10. bekk í Grunnskóla Vesturbyggðar, en stefnir á Menntaskólann á Akureyri n.k. haust.  Hún er að sjálfsögðu ógift og barnlaus ennþá, er bara á kærasta aldrinum.

Þannig að í öllu mínu fátæktarbasli sem öryrki, hef ég þó alltaf geta glatt mig með hvað ég er í raun ríkur maður.  Peningarnir gera mann ekki auðugan, þeir eru bara dauðir hlutir nánast einnota.  En börnin mín fjögur sem ég er mjög stoltur af haf gert mig að auðugum manni.  Því þau sem farin eru út í lífið á eigin fótum hafa staðið sig mjög vel og gert mig ánægðan og hamingjusaman mann.  Svo má heldur ekki gleyma ollum barnabörnunum sem eru orðinn 8 í dag.  Þetta er minn fjársjóður sem aldrei verður frá mér tekinn og þrátt fyrir skilnað okkar hjóna 2001 erum við enn í dag hinir bestu vinir og aldrei hefur komið upp neinir árekstrar varðandi börnin.  Yngsta barnið býr enn hjá mömmu sinni g ég greiði tvöfalt meðlag og bæti svo við ef ég á pening, sem hefur að vísu verið nokkuð lengi, en nú hef ég tækifæri til að bæta úr því.

Jæja nú verð ég að koma mér í vinnuna, ég á að vera mættur á námskeið í Reykjavík kl: 9,30 svo ég verð að drífa mig af stað.

Þið passið fyrir mig síðuna á meðan elskurnar mínar svo ég verði ekki lögsóttur í dag LoLLoLLoLLoL.

Eigið þið svo ánægjulegan dag og látið ekki ljótu kallana hrekkja ykkur.HeartHeartHeartHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér vel í dag Jakob minn, víst ertu ríkur maður með öll þessi mannvænlegu börn.  Knús á þig yndislegi maður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 09:10

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob. Ég fer ekki ofan af því að þetta er töff nafn. En hamingjuóskir færðu ekki nema að fara í nafnbreytingu.  Þú ert sko svo sannarlega ríkur af börnum og barnabörnum. Frábært að þeim vegnar vel og takk fyrir að leyfa okkur að kynnast þeim pínulítið með þessum skrifum. Gangi þér vel í dag og við veðum að vera varðmenn fyrir þig.  

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.2.2008 kl. 12:18

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég vissi að ég ætti góða vini ef á þyrfti að halda.

Jakob Falur Kristinsson, 29.2.2008 kl. 13:52

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Megi þér vegna allt í haginn félagi. Við eigum mjög dýrmætan fjársjóð Jakob, það eru börnin okkar. Gaman að fá að vita hvernig börnunum þínum vegnar, þér hefur tekist vel til það er alveg ljóst.

Með bestu kveðju Halli. 

Hallgrímur Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 20:22

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Hallgrímur. Já Jakob hefur greinilega vandað til verksins í öll fjögur skiptin.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.2.2008 kl. 22:00

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já Rósa mín maður þar að vanda sig.  Ég kann líka aðferð til að ákveða fyrirfram hvort kynið barnið á að vera, en ég ætla ekki að gefa það upp hér á blogginu, en ef þú ert forvitinn þá skaltu sena mér e-mail og þá skal ég segja þér aðferðirnar.  Það er hægt að ákveða fyrirfram hvort barnið á að vera strákur eða stelpa.  Þetta kann ég 100%

Jakob Falur Kristinsson, 1.3.2008 kl. 15:06

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn. Þú bjargar deginum, ég var smá leið en þegar ég las innleggið þitt þá fauk leiðinn

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.3.2008 kl. 16:14

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Á ég virkilega að trúa því að ekkert ykkar er forvitin um aðferðina, ég hef ekki fengið neinn tölvupóst ennþá.  Þið kunnið þetta kanski örugglega elskurnar mínar.

Jakob Falur Kristinsson, 2.3.2008 kl. 04:20

9 identicon

Sæll Jakob.

Satt segir þú. Ríkidæmi eru ekki peningar,heldur mannauður.Fjölskyldan,konan,börnin og vinir.

Einnota eru þeir blessaðir peningarnir,en bráðnausynlegir!

Gangi þér vel.

Þórarinn Þ Gíslason 2.3.2008 kl. 04:27

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jakob, ég hef líklega farið á mis við að hitta þig þó við eigum mikið af sameiginlegum kunningjum. En það sem ég hef séð af þér hérna á Netinu finnst mér þú flottur,

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 17:53

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob. Ég þarf ekki upplýsingarnar því ég er orðin of gömul = komin í KASKÓ. Þú ert virkilega skemmtilegur og fyndinn.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.3.2008 kl. 18:03

12 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jæja Rósa mín, þú ert sem sagt örugg.  En eitt skal ég segja þér að maður er aldrei of gamall til að læra.  Ég fór í Vélskóla Íslands orðinn  um 50 ára og tók mín próf í Stýrimannaskólanum 49 ára og prófið við Háskólann á Bifröst tók ég 54 ára, þannig að aldur skiptir engu máli í sambandi við nám.  Bara að hafa heilann í lagi og þá er allt hægt.

Jakob Falur Kristinsson, 3.3.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband