Maður með fullu viti

Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, vísaði til ummæla Seðlabankans um það umrót sem skapast í þjóðarbúskapnum vegna stóriðjufjárfestinga árið 2005 er hóf umræðu um efnahagsmál á Alþingi í dag. Segir Steingrímur að stjórnvöld hafi dælt olíu á verðbólgubálið og bankarnir hafi ýtt undir það með lánveitingum til íbúðakaupanda.

Þetta er alveg hárrétt hjá Steingrími og í þættinum "Silfur Egils"í gær var hann sá eini sem talaði af vit.  Hjá öllum öðrum þátttakendum kom lítið fram af nokkru viti, aðeins sama gamla tuggan, sem ekki var til að fræða mann um eitt né neitt varðandi efnahagsmálin.  Að vísu sagði Einar K. Guðfinnsson að fjármálaumhverfið í heiminum væri orðið svo breytt að íslensku bankarnir ættu í vandræðum að fá fjármagn og hann sagði líka að vel ætti að skoða hvort ríkið ætti ekki að aðstoða bankana núna í því að komast yfir þessa erfiðleika.

Þannig að niðurstaða er þessi;

"Það var byrjað á því að gefa ríkisbankanna nokkrum útvöldum aðilum og meðan allt var í lagi og þeir græddu og græddu, þá áttu þeirra eigendur að njóta gróðans og spila Mattador með íslenska peninga út um allan heim og nærri fylltu Reykjavíkurflugvöll af einkaþotum og veisluhöld út um allt." 

Núna þegar allt er að fara úr böndunum þá leyfir íslenskur ráðherra sér að segja í sjónvarpi allra landsmanna að vel komi til greina að ríkið, sem er auðvitað hinn almenni launamaður, skuli gjöra svo vel að borga reikninginn fyrir öll veisluhölin og vitleysuna.  Er ekki allt í lagi með þessa menn?


mbl.is Steingrímur J.: Dældu olíu á verðbólgubálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Frábær fyrirsögn hjá þér.

p.s.

restin eftir því. 

Sigurður Þórðarson, 4.3.2008 kl. 16:06

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei það er svo langt í frá að það sé í lagi með þessa menn.  Bjóst reyndar við meiru af Samfylkingunni, en hún fellur þétt í kram Sjálfstæðisflokksins, nú þegar hún hefur hreiðrað um sig við kjötkatlana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 17:05

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Það var byrjað á því að gefa ríkisbankanna nokkrum útvöldum aðilum "...

Þessi fullyrðing hefur verið hrakin margsinnis þó eflaust sé ennþá til fólk sem trúir henni.... og þeir trúa sem vilja. Virði bankanna var einfaldlega ekki meiri en þetta. Ef skoðaðar eru afkomutölur Landsbankans sl. 50 ár fyrir einkavæðingu þá er niðurstaðan 0 (núll). Sum árin tap og önnur gróði og fyrirtækið skilaði sára litlu til þjóðarbúsins. Annað er upp á teningnum í dag.

Hins vegar er alveg hægt að taka undir að flottræfilsháttur stjórnenda bankanna er fyrir neðan allar hellur og merkilegt að hluthafar bankanna skuli líða hann.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2008 kl. 17:18

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hluthafar í minnihluta í félögum á Íslandi Gunnar, eru ekki í neinni stöðu til að láta til sín taka hvorki við að hafa áhrif á sjálftöku launa eða annað. Það er aðeins farið að votta fyrir einhverjum nýjum anda við gagnrýni Vilhjálms Bjarnasonar t.d. á fundi Spron á dögunum, annars hefur þetta allt verið á einn veg.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.3.2008 kl. 19:30

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég veit að litlir hluthafar hafa engin áhrif en margir litlir gætu haft það, a.m.k. mótmælt þessu

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2008 kl. 21:05

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Gunnar, þú segir að þessi fullyrðing hafi verið margsinnis og virði þeirra hafi ekki verið meira.  Þá ætla ég nú að minna þig á að við þessa sölu þá fóru óvar með öll málverkasöfn bankanna sem voru nokkur hundruð milljóna króna virði.  Þau bara gleymdust og voru ekki reiknuð inn í söluverðið, er það ekki gjöf? og VÍS var selt frá Landsbankanum fyrir smáaura og þeir sem keyptu VÍS fyrir nokkur hundruð milljónir seldu síðan skömmu seinna fyrir 70 milljarða, er það ekki gjöf?  Þessi fullyrðing hefur ALDREI verið hrakinn, aðeins reynt að klóra yfir allt og neitað að horfast í augu við staðreyndir.  Einnig segir þú að allt annað sé upp á teningnum í dag.  En er það svo, ég veit ekki betur en að að eigendur bankanna skríði nú á fjórum fótum og væla um að ríkið bjargi þeim frá gjaldþroti, eftir að hafa klúðrað öllu með flottræfilshætti og bruðli.  Þótt litlir hluthafar tækju sig saman er það eina sem þeir gætu gert er að mótmæla þessu á hluthafafundi.  En trúir þú því virkilega að eitthvað mark væri tekið á slíkum mótmælum.  Nei aldeilis ekki, þeim yrði í mesta lagi sagt að þegja og þiggja þá litlu mola sem að þeim væru réttir.  Horfðu á hinn nýja stjórnarformann Glitnis hf. sem er að hreinsa þar til eftir mikla veislu og hefur sagt að tími kaupauka og bónusa væri liðinn og fækkun væri væntanleg í starfsliði bankans og nú yrðu menn að fara að vinna fyrir sínum launum.

Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 22:37

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Gunnar, þú segir að þessi fullyrðing hafi  margsinnis  verið hrakinn og virði þeirra hafi ekki verið meira.  Þá ætla ég nú að minna þig á að við þessa sölu þá fóru óvart með öll málverkasöfn bankanna sem voru nokkur hundruð milljóna króna virði.  Þau bara gleymdust og voru ekki reiknuð inn í söluverðið, er það ekki gjöf? og VÍS var selt frá Landsbankanum fyrir smáaura og þeir sem keyptu VÍS fyrir nokkur hundruð milljónir seldu síðan skömmu seinna fyrir 70 milljarða, er það ekki gjöf?  Þessi fullyrðing hefur ALDREI verið hrakinn, aðeins reynt að klóra yfir allt og neitað að horfast í augu við staðreyndir.  Einnig segir þú að allt annað sé upp á teningnum í dag.  En er það svo, ég veit ekki betur en að að eigendur bankanna skríði nú á fjórum fótum og væla um að ríkið bjargi þeim frá gjaldþroti, eftir að hafa klúðrað öllu með flottræfilshætti og bruðli.  Þótt litlir hluthafar tækju sig saman er það eina sem þeir gætu gert er að mótmæla þessu á hluthafafundi.  En trúir þú því virkilega að eitthvað mark væri tekið á slíkum mótmælum.  Nei aldeilis ekki, þeim yrði í mesta lagi sagt að þegja og þiggja þá litlu mola sem að þeim væru réttir.  Horfðu á hinn nýja stjórnarformann Glitnis hf. sem er að hreinsa þar til eftir mikla veislu og hefur sagt að tími kaupauka, starfslokasamninga og bónusa væri liðinn og fækkun væri væntanleg í starfsliði bankans og nú yrðu menn að fara að vinna fyrir sínum launum og góðir menn fengju að sjálfsögðu góð laun en fyrir þeim þyfti að skila góðri vinnu.

Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 22:46

8 identicon

Sæll Kobbi,hér er netfangið

Víðir 4.3.2008 kl. 23:53

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bölvuð vitleysa er þetta í þér Jakob. 

"...ég veit ekki betur en að að eigendur bankanna skríði nú á fjórum fótum og væla um að ríkið bjargi þeim frá gjaldþroti"...

Er ekki í lagi með þig?

Þetta með málverkin voru eflaust mistök og það hefur verið farið yfir það. Svo virðist sem alþingismönnum (stjórnarandstöðuþingmönnum líka) og fleirum hafi yfirsést það atriði, sem er reyndar merkilegt.

Ein eins og ég sagði áður, menn trúa því sem þeir vilja og rök virðast ekki hafa þar nein áhrif.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.3.2008 kl. 10:39

10 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Gunnar það er nú ekki langt síðan að Einar K. Guðfinnsson, sagði í Silfri Egils að hann væri tilbúinn til að skoða að ríkið aðstoðaði bankanna í þeirra erfiðleikum núna.  Þeir sem eru ekki í neinum erfiðleikum þurfa auðvita enga aðstoð.  Ég tók líka eftir því að þú nefnir ekki söluna á VÍS en þeir sem keyptu það félag fyrir nokkur hundruð milljónir og seldu skömmu síðar fyrir 70 milljarða, voru það kannski líka smá mistök eins og með málverkin?  Þá sölu er ekki hægt að verja, því til eru skjöl sem eru varðveitt hjá Sverrir Hermannssyni og sýna og sanna að þar var verið að gefa nokkrum aðilum stórar eignir.  Þú segir líka;"  Eins eins og ég sagði áður, menn trúa því sem þeir vilja og rök virðast ekki hafa þar nein áhrif."  Þarna ert þú greinilega að lýsa þér sjálfum.

Jakob Falur Kristinsson, 10.3.2008 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband