Afsökunarbeiðni

Nú hef ég frétt að frændi minn Jakob Falur Garðarsson frá Ísafirði hafi orðið fyrir óþægindum vegna skrifa hér á minni bloggsíðu hvað varða BBV-Samtökin, þá vil ég segja að ég bið þennan góða dreng innilega afsökunar og ég viðurkenni misstök mín að fara að nota nafnið Falur sem millinafn í mínu nafni.  Hann var skýrður þessu nafni en ekki ég.  Hinsvegar hef ég lengi dreymt um að taka það upp og fyrir skömmu síðan sótti ég um til Þjóðskrár að fá heimild til að nota þetta nafn, en svo kom í ljós að ég hafði ekki fyllt út rétt eyðublað og fékk sent nýtt og þar sem það þarf að greiða ákveðna upphæð fyrir að fá þetta skráð, hef ég ekki haft peninga til þess af mínum örorkubótum og þess vegna hefur að dregist hjá mér að ganga frá þessu en kona sem ég talaði við hjá Þjóðskrá sagði að mér væri óhætt að byrja að nota nafnið það skaði ekki annan.  Aldrei datt mér í hug að um misskilning gæti orðið, því ég er Kristinsson en frændi minn er Garðarsson.  Til að fyrirbyggja allan misskilning skal það tekið skýrt fram að Jakob Falur Garðarsson hefur ALDREI KOMIÐ NÁLÆGT ÞESSUM SAMTÖKUM SEN ERU BBV-SAMTÖKIN.  Ég hef alltaf verið mjög áhugasamur og þótt vænt um mína móðurætt og sem dæmi nefni ég að á sýnum tíma stóð til að yngri sonur minn Jón Páll Jakobsson yrði skýrður Falur og væri þá aftur komið inn í ættina Falur Jakobsson, sem er langafi mín og Jakobs Fals Garðarssonar en mín fyrrverandi eigin kona fékk að ráð nafni drengsins, en seinna bætti ég aðeins úr þessu og skýrði yngstu dóttur mína Júdit, sem var kona Fals.  Ég er búinn að breyta á minni síðu á þann hátt að mínar undirskriftir hér á netinu verð hér eftir Jakob Kristinsson.  En að breyta nafninu í Fyrirsögn bloggsíðunnar verð ég að viðurkenna, að ég kann það ekki en mun á morgun fá aðstoð hjá mbl.is, til að laga það.  Ég segi aftur FYRIRGEFÐU FRÆNDI ÞETTA VAR EKKI ILLA MEINT.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig elsku Karlinn.  Já svona getur ef til vill valdið misskilningi, en nú er þetta allt saman komið í fína höfn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2008 kl. 16:26

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég ætla að vona það Ásthildur og er núna að biða eftir símtali frá frænda mínum og veit að þetta verður allt í lagi.  Ég vil koma heiðarlega fram við fólk og segi aldrei neitt um nokkurn mann, sem ég þori ekki að segja við hann sjálfan. Það hvarflaði aldrei að mér að til væri fólk sem væri svo heimskt að gera ekki mun á að ég er Kristinsson en hann Garðarsson, en því miður eru alltaf til einhverjir sem vilja og reyna að koma leiðindum af stað.  Slíkt fólk er til og verður alltaf til svo það verður bara að sætta sig við það.

Jakob Falur Kristinsson, 9.3.2008 kl. 17:21

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn. Mikið ertu duglegur að koma fram fyrir þjóðina og segja frá því að komið hafi verið illa fram við frænda þinn og þú biður fyrirgefningar. En það var auðvita fólkið sem var með skítkast við frænda þinn sem átti að biðjast afsökunar.

Þetta sýnir okkur að þú er mikilmenni.  Áfram Vestfirðir.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.3.2008 kl. 17:23

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessaður Jakob þetta er flott hjá þér,en mikið ert þú lánsamur að hafa aldrei lent í leiðinlegri framkomu frá leiðindahökkurum, en
núna veistu að þeir eru til og maður upplifir sorg yfir svona fólki.

                              kveðjur Milla.
                                            

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 11:14

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er þér innilega sammála Milla, að maður verður bara að vorkenna svona fólki.  Það er til og verður alltaf til og ekkert að gera nema sætta sig við það.

Jakob Falur Kristinsson, 10.3.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband