Að tapa peningum

Mynd 294198 Íbúðaeigendur sem hafa nýlega fest kaup á íbúðarhúsnæði munu tapa umtalsverðum fjármunum ef spá Seðlabankans um hugsanlega þróun íbúðaverðs og spá hans um verðbólgu gengur eftir. Þá má vænta þess að margir sem hafa tekið u.þ.b. 80% lán til íbúðakaupa verði í stórri skuld í lok ársins 2010, jafnvel þótt þeir hafi getað greitt 20% af kaupverðinu með eigin fé við kaup.

Já hún var ljót spáin hjá Davíð og félögum í Seðlabankanum, en það er nú ekki víst að hún sé rétt að öllu leyti.  Ég get ekki fengið annað út en þeir félagar vilji láta þjóðina blæða út fyrir eigin heimsku og gera fólk gjaldþrota í stórum stíl.  Ég er sammála orðum Jóns Baldvins um að það þurfi nýja áhöfn í Seðlabankann.  Þeir sem eru þar í dag ráða ekki við sín verkefni.  Sem sagt senda Davíð í hvelli til Rússlands, þar á hann skoðanabróður sem er Pútín og hann tæki Davíð örugglega fagnandi.


mbl.is Úr 5 milljónum í plús í 5,5 milljónir í mínus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob. Góð hugmynd að senda Davíð til vinar síns í Rússlandi. Þeir geta örugglega átt skemmtilega daga saman.   

Svo er tími til kominn að breyta um í seðlabankanum og ráða fagfólk en ekki uppgjafa ráðherra og þingmenn sem hafa aldrei lært neitt í sambandi við fjármál og hananú.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.4.2008 kl. 11:46

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sennilega á hann hvergi betur heima karlinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2008 kl. 11:39

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hann væri þar í réttum félagsskap með Pútín og félögum.

Jakob Falur Kristinsson, 13.4.2008 kl. 17:22

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jón Baldvin sagði að skipun Davíðs í Seðlabankann væri eins og setja aldraða peysufatakonu undir stýri á breiðþotu.  Árangurinn væri sá sami.

Jakob Falur Kristinsson, 21.4.2008 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband