Afmæli

Sænskur drengur hefur valdið uppnámi þar í landi með því að bjóða ekki tveim skólabræðrum sínum í átta ára afmælið sitt. Hefur skólinn sem drengirnir ganga í sakað afmælisbarnið um að brjótta rétt á hinum tveim með því að skilja þá útundan. Hefur skólinn farið með málið fyrir sænska þingið.

Er ekki allt í lagi með þetta fólk.  Það er furðulegt að sænska þingið skuli ætla að fjall um svona rugl, þein haf greinilega ekki mikið að gera þingmennirnir í Svíþjó fyrst þeir hafa tíms í svona rugl.  Verða kannski sett lög í Svíðþjóð um barna-afmæli.


mbl.is Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´   

Sæll Jakob.

Þakka þér að vekja máls á þessu vandamáli sænsku þjóðarinnar og ríkisþings þeirra, Riksdag.  Það er rétt hjá þér, sænska þingið hefur ekki í miklu að snúast þessa dagana.

Það er öfugt farið á Alþingi Íslendinga þar sem þjóðþrifamál eru rædd ofan í kjölinn, eins og löngu tímabær fyrirspurn háttvirts alþingismanns Kolbrúnar Halldórsdóttur (VG) til hæstvirts menntamálaráðherra Þorgerðar Katrínar Guinnarsdóttur (D) um hitamálið: "Hversvegna eru nýfædd börn á fæðingarstofnunum íslenska ríkisins kyngreind með bleiku og bláu?"

Það var víst fátt um svör og bíður þjóðin nú milli vonar og ótta um hvort nokkurntíma fæst úr þessu skorið.  Til að reyna að klóra yfir skítinn hefur Alþingi Íslendinga farið að drepa málinu á dreif með því að fara að ræða um einhver ómerkileg kvótamál, inngöngu í ESB, Bitruvirkjun og aðrar virkjanir til að koma versnandi efnahag Íslendinga á réttan kjöl og allskonar vitleysu aðra sem skiptin engu máli.

Kær kveðja,

Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 29.6.2008 kl. 14:45

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er sammála þér að Alþingi og ríkisstjórn fást aldrei til að ræða neitt óþægilegt og reynir að vekja athygli á allt öðru en spurt er um.  Nú er svo komið að ekki má lengur spyrja ráðherra spurninga um ákveðin mál, þá er það talið dónaskapur, sbr. þegar Sindri Sindrason, fréttamaður spurði Geir H. Haarde um ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar, þá brást hann reiður við og sagðist ekki svara vegna þess að fréttamaðurinn væri með dónaskap og strunsaði í burtu.

Ég veit ekki hvað þeir telja sig vera þessir höfðingjar sem, kallast ráðherrar eða fyrir hverja þeir telja sig vera að vinna.  Það er nokkuð ljóst fyrir hverja þeir ættu að vinna en það er að sjálfsögðu fyrir þá sem borga launin þeirra, sem eru íslenskir skattgreiðendur.

Jakob Falur Kristinsson, 1.7.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband