Öryrkjar

Ég er alltaf að sjá greinar í blöðunum um hvað ríkisstjórnin sé að gera til að bæta kjör öryrkja og eldri borgara, nú síðast grein eftir Ástu R. Jóhannesdóttir alþingismann, þar sem hún fór yfir alla þá áfanga sem ríkisstjórnin er búin að gera og næsta dagsetning á breyttum kjörum átti að verða 1. júlí.  Ég beið spenntur eftir að sjá hvað mín kjör myndu batna núna en þegar ég fór yfir greiðsluseðilinn sá ég að hann var nákvæmalega upp á sömu krónutölu og í fyrri mánuði kr: 99.500 og frá þessari tölu er dregin skattur kr. 8.314,- sem gerir kr: 91.186,-.   Ég hringdi og spurðist fyrir hjá TR og féll þau svör að það sem breytt hefði verið hingað til ætti ekki við mig.

Ég hélt að ég væri ekkert öðruvísi öryrki en aðrir en einhverra hluta vegna virðast þessar marg umtöluðu kjarabætur ekki eiga við mig.  Þess vegna verð ég að álykta sem svo að þessi blaðagrein alþingiskonunnar hafi bara verið bull og staðreyndin sé sú að ekkert sé verið að bæta kjör öryrkja og aldraðra. 

Það vantaði ekki loforðin hjá Samfylkingunni fyrir síðustu kosningar um að gera eitthvað róttækt í málefnum þessara hópa.  En hver er niðurstaðan bara blaðagreinar í Morgunblaðinu sem ekkert er að marka.  Ég verð því að trúa því að ég sé öðruvísi en aðrir öryrkjar og sama hvað Samfylkingin reynir að bæta kjörin geti ég aldrei fallið inn í þann hóp.  Kannski þurfi að breyta stjórnarskránni? 

Svo kemur hin stóra spurning, hvað á ég að gera við alla þessa peninga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það sem Ásta R. sagði í áðurnefndri blaðagrein og ég reiknaði með að fá var að skerðing vegna lífeyrissjóðstekna byrjaði ekki fyrr en greiðslur úr lífeyrissjóði væru komnar yfir kr: 25.00,- á mánuði svo ég átti von á að 80% af þessum 25.00,- eða kr. 20.00,- bættust við núna 1. júlí.   Ég veit ekki hverjir hafa fengið þessa leiðréttingu er frekar á þeirri skoðun að Ásta R. hafi farið með rangt mál í greininni.

Jakob Falur Kristinsson, 1.7.2008 kl. 17:28

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þarna á auðvitað að standa kr. 25.000,- en ekki 25,00,- og kr.20.000 en ekki kr.20,00- Best að leiðrétta það strax.

Jakob Falur Kristinsson, 1.7.2008 kl. 17:31

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Þú ert duglegur. Grein eftir grein og við höfum ekki undan að lesa. Búin að lesa allar greinarnar sem þú ert búinn að setja inn núna. Ég batt miklar vonir við Samfylkinguna. Var að vona að þau væru góð vogaskál fyrir Sjálfstæðisflokkinn en raun er sú að Sjálfstæðisflokkurinn notar sömu aðferð og við Framsókn. Ef fólk er í samstarfi á ekki svona ólýðræði að líðast.

Er ennþá vongóð að Jóhanna sé að vinna í okkar málefnum og að það verði uppstokkun hjá Tryggingarstofnun en þar er allt orðið svo flókið að starfsfólkið skilur þetta ekki sjálft.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.7.2008 kl. 12:10

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt hjá þér Rósa að eina von okkar öryrkja er Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra.  Það er líka ekki að ástæðulausu sem hún er stöðugt valin vinsælasti ráðherrann í þessari stjórn.  Það sem hún ætlar sér að gera, það gerir hún og stendur og fellur með sinni skoðun eins og dæmi eru um.  Hinsvegar er áhyggjuefni að það var samið um það í stjórnarsáttmála þessarar stjórnar að á miðju kjörtímabilinu yrði skipt um forseta þingsins og hann kæmi þá úr röðum Samfylkingar og Ingibjörg Sólrún var þá með í huga að skipta Jóhönnu út og láta hana taka við forsetastólnum.

Jakob Falur Kristinsson, 3.7.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband