Stjórnleysi

Það má segja að stjórnleysi ríki hér í efnahagsmálum og ríkisstjórnin ræður ekki við eitt né neitt.  Verðbólgan veður áfram og kjarabætur fólks eru löngu farnar út í veður og vind.  Fjöldauppsagnir og atvinnuleysi blasir við ef þetta heldur svona áfram.

Þetta er í sjálfu sér ekkert skrýtið því heil kynslóð hefur alist upp í góðæri og þekkir ekkert annað.  Þeir sem eru að koma út úr háskólanámi á sviði lögfræði eða viðskiptafræði skilja ekkert hvað er að ske.  Stutt er síðan að þetta fólk gat að loknu námi gengið á milli fjármálafyrirtækja og boðið fram sína starfskrafta og milljón á mánuði þótti ekkert sérstök laun.  Fólk byggði og byggði sem aldrei fyrr og engum datt í hug að flytja í nýja húsnæðið nema allt væri frágengið og margir fluttu ekki einu sinni húsgögnin með heldur var allt keypt nýtt svo ákveðin stíll væri á heimilinu.  Allt var keypt á lánum, þeir sem voru að spara og lögðu fé inn í banka voru taldir ruglaðir, því ef fólk átti til peninga var bankinn versti staðurinn til að geyma þá.  Það átti að kaupa hlutabréf til að vera gjaldgengur og vera talinn maður með mönnum.

Bankarnir og stórfyrirtæki voru ekkert skárri, þeir geystust um heiminn og keyptu og keyptu fyrirtæki og auðvitað allt á lánum.  Aðrar þjóðir skildu ekkert í þessu efnahagsundri Íslendinga og hvað við vorum orðin rík þjóð.  Allt er þetta að breytast og komið að því að greiða fyrir veisluhöldin og hver á að borga?  Samkvæmt nýjustu fréttum er það hinn íslenski launamaður sem á að borga.

Nú hafa íslensku bankarnir unnið mál á hendur íslenska ríkinu, sem þeir sendu fyrir eftirlitsdómstól EFTA varðandi Íbúðarlánasjóð sem nýtur ríkisábyrgðar og telst ekki vera heimilt samkvæmt samningum um EFTA.  Þarna voru bankarnir seinheppnir því á sama tíma og þetta álit kom var ríkistjórnin búinn að ákveða að láta Íbúðarlánasjóð lána bönkunum þá upphæð sem bankarnir höfðu lánað til íbúðarkaupa til að létta undir með bönkunum.  Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort bankarnir þiggi lán úr Íbúðarlánasjóði sem þeir eru búnir að fá úrskurðað að sé ekki rekinn á heilbrigðan hátt. 

Því undanfarna mánuði hefur verið algert útlánastopp hjá bönkunum og auðvitað getur ekkert fyrirtæki lifað við slíkar aðstæður.  Eðlileg bankaviðskipti eru hverju fyrirtæki nauðsynleg til að eðlileg starfsemi geti haldið áfram og ekki á að verða allsherjar hrun í fyrirtækjarekstri með tilheyrandi atvinnuleysi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband