Á virkilega að minnka veiðar við Ísland eitt árið enn?

Nú liggja fyrir tillögur Hafrannsóknarstofnunarinnar um veiðar á næsta fiskveiðiári og er að sjálfsögðu um frekari niðurskurð að ræða og jafnframt boðað að næstu 5 árin verði ekki aukið við veiðar.  Samkvæmt venju er nánast um formsatriði að ræða þegar sjávarútvegsráðherra gefur út hvað verði veitt á næsta fiskveiðiári, því alltaf er farið að tillögum Hafró.

Hvað ætla stjórnvöld að halda þessari vitleysu lengi áfram.  Það eru að verða 25 ár síðan við tókum upp þetta kvótakerfi og alltaf liggur leiðin niður á við.  Á kannski að eyða öðrum 25 árum tilraunastarfsemi með okkar fiskistofna?  En ég er hræddur um að við höfum ekki 25 ár í viðbót því löngu áður verða flestir stofnar hér við land útdauðir.

Fylgjast menn ekkert með hvað er að ske í Norðanverðu Atlandshafi með þorskstofninn.  Nú er t.d. stóraukin fiskgengd við Austur Grænland og það sem meira er að þar er verið að veiða úr fjölda árganga.  Því var haldið fram að fiskleysið við Austur Grænland væri vegna ofveiði en nú hallast vísindamenn að því að viss skilyrði í hafinu hafi verið orsökin en ekki of miklar veiðar.

Í Barentshafi var lengi vel ráðlagður aflakvóti 100 til 200 þúsund tonn af þorski en bæði Norðmenn og Rússar fóru ekkert eftir því og veiddu árlega um 400 þúsund tonn og hvað skeður.  Nú ráðleggja fiskifræðingar 500 þúsund tonna þorskkvóta í Barentshafi en taka verður tillit til að í Barentshafi eru loðnuveiðar bannaðar.

Í Eystrasalti var komið að því að banna algerlega þorskveiðar vegna ofveiði og voru það aðallega Pólverjar sem veiddu langt umfram sína aflakvóta.  En þá tók þorskstofninn upp á því að fara allt í einu að stækka og stækka og nú er staðan þannig að í stað veiðibanns ráðleggja fiskifræðingar talsverðar veiðar.

Í Ermasundi var þorkstofninn hruninn en nú stækkar hann sem aldrei fyrr í óþökk vísindanna.  En reiknilíkan Hafró reiknar bara í eina átt sem er niðurskurður.

Nú ættum við að gefa út jafnstöðuafla til 5 ára með 350 þúsund tonna veiði á þorski og sömu veiði í öðrum tegundum og var fyrir þetta kvótarugl og sjá til hvað skeður en jafnframt banna allar loðnuveiðar sama tíma.  Jafnframt stórauka veiðar á öllum hvalategundum burt séð frá því hvort afurðirnar seljast eða ekki.  Við höfum engu að tapa því með óbreyttri stefnu verða engar þorskveiðar stundaðar við Ísland eftir 5 ár.

Þeir aðilar sem eru með hvalaskoðanaferðir segja að hrefnuveiðar í Faxaflóa skaði þeirra starfsemi og þeir sem hingað komi til að skoða hrefnur og hvali muni hætta því ef við veiðum hrefnuna því þetta sé fólk sem vilji vernda þessar skepnur.  En hvernig getur maður trúað því þegar stórir hópar koma úr hvalaskoðun fara beinustu leið á Sægreifann og borða hrefnukjöt.  Heldur þetta fólk að Kjartan á Sægreifanum búi sjálfur til hrefnukjötið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband