Atvinnuleysi

Nú hefur alist upp heil kynslóð á Íslandi, sem þekkir ekkert annað en góðæri og lifir samkvæmt því.  En hlutirnir breytast fljótt og nú er að fara í hönd mikil niðursveifla á Íslandi, sem leiðir til atvinnuleysis fjölda fólks.  Nú þegar hefur verið tilkynnt um uppsagnir hjá nokkuð hundruð manns og er það aðeins toppurinn á ísjakanum, því ástandið á eftir að versna fram á haust og sífellt munu fleiri missa atvinnuna og fjölda atvinnuleysi blasir við.  Hér á landi er talsvert mikið af erlendu fólki í vinnu og það á eftir að aukast.  Ég hef frétt af því að atvinnurekendur muni segja upp íslensku fólki áður en þeir segja upp erlendum starfsmönnum.  Rökin fyrir þessu eru þau að erlendur starfsmaður er mun betri vinnukraftur en sá íslenski.  Þeir eru stundvísari, halda sig betur að vinnunni og eru ekki eins kröfuharðir um laun.  Íslendingar upp til hópa eru hundlatir í vinnu, en það er ekkert til að skammast sín fyrir.  Það er jafnvel kostur að vera latur.

Það er staðreynd að flestar uppfinningar og framfarir í tækni, koma frá letingjum, því sá sem er latur er stöðugt að hugsa um hvernig léttast sé að vinna hvert starf og þannig hefur það verið í gegnum aldirnar að ný tækni hefur komið fram til að létta mönnum störin.  Um þetta eru mörg dæmi sem alltof langt væri að telja upp hér.  Bara það eitt að finna upp hjólið olli byltingu í störfum fólks.  Það sama á við um símann, tölvuna og margskonar samskiptatækni og margt fleira mætti telja til. 

Það eru líka mörg dæmi þess að sá sem missir vinnuna sína fer að hugsa alvarlega um hvað það geti gert og í mörgum tilfellum hafa sprottið upp ný fyrirtæki.  Frægasta dæmið er Jóhannes í Bónus en ástæðan fyrir stofnun Bónus voru þær að Jóhannes, sem hafði verið verslunarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands í verslun þeirra við Háleitisbraut í fjölda ára, misst sína vinnu og fór að hugsa um hvað hann gæti nú gert til að sjá fyrir sinni fjölskyldu og þá fékk hann þessa hugmynd og stofnaði fyrstu Bónusverslunina með Jóni Ásgeir syni sínum.  Í fyrstu var þetta bara lítið fjölskyldufyrirtæki og unnu þeir feðgar nánast allt sjálfir sem þurfti til að verslunin gengi.  Þarna orsakaði atvinnumissir eins manns það að til varð risavaxið fyrirtæki, sem nú er ofsótt af hluta af stjórnvöldum þessa lands.  En staðreyndin er sú að ekkert hefur bætt kjör fólks á Íslandi eins mikið og Bónus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband