Dugnaðarmaður

Sigurbjörn Einarsson biskup er 97 ára en lætur það ekki aftra sér frá því að fara allra sinna ferða á sinni eigin bifreið. Hann fór ekki að keyra fyrr en hann stóð á fimmtugu en hefur samt náð að vera bílstjóri í bráðum hálfa öld.

Það er ánægjulegt að þessi góði maður skuli vera svona heilsuhraustur.  En þetta leiðir hugann að öðru varðandi akstur bifreiða.  Nú eru í gildi sérstakar reglur um hvíldartíma þeirra sem aka vöruflatningarbílum og sérstakt tæki sett í bílana til að fylgjast með að þeir virði þessar reglur, sem ég held að flestir geri.  Hinsvegar eru engar slíkar reglur um bílstjóra leigubíla eða hópferðabíla, þar má bílstjórinn aka svo lengi sem hann hefur þrek til.  Dæmi eru um leigubílstjóra sem aka allar nætur og fram eftir degi og ef mikið hefur verið að gera þá eru þeir svo þreyttir að þeir nánast skríða út úr bílum sínum þegar þeir koma heim.  Það sama hefur líka skeð hjá þeim sem keyra hópferðabíla.  Ég veit dæmi um mann sem ekur strætó á daginn og leigubíl ákvöldin og fram eftir nóttu.  Nú myndi maður ætla að leigu- og hópferðabílar væru með dýrmætari farm en vöruflutningarbílar.


mbl.is 97 ára bílstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er náttúrulega aðdáunarvert hvað maðurinn er duglegur og rosalega ern, en ég vil nú samt setja spurningamerki við það hvort maðurinn sé virkilega fær um að stjórna ökutæki eins og umferðin er orðin þá er bara stórhættulegt fyrir "fullfríska" menn að fara út í hana.

Jóhann Elíasson, 7.7.2008 kl. 18:19

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er alveg rétt hjá þér Jóhann umferðin er orðin stórhættuleg öllu venjulegu fólki.

Jakob Falur Kristinsson, 8.7.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband