Fólksfækkun

Mesta fólksfækkunin síðasta áratug hefur verið í... 22 sveitarfélög á landi, einkum þó á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra, falla undir skilgreiningu Byggðastofnunar um viðvarandi fólksfækkun á tímabilinu 1996 til 2006. Er þá miðað við 15% fækkun íbúa eða meira.

Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart.  Á Vestfjörðum þar sem ég þekki best til, þá byggðust sjávarþorpin upp á sínum tíma vegna aðgengis að fiskimiðunum.  Nú þegar það hefur verið af þeim tekið, hrynja byggðirnar.  Þegar ég var að reka frystihús,togaraútgerð og 2 línu- og rækjuskip á Bíldudal þá störfuðu hjá mínu fyrirtæki yfir 100 manns og 1990 fór íbúatalan þar að nálgast 450 manns og hafði ekki verið fleira fólk á Bíldudal síðan um 1950 en nú búa innan við 200 manns á staðnum.  Þetta er mjög hliðstæð þróun um alla Vestfirði.  Það er oft talað um að atvinnuleysi sé lítið á Vestfjörðum og er það rétt.  Það á sér eðlilegar skýringar fólkið sem missir vinnu sína flytur einfaldlega á þá staði þar sem vinnu er að fá en bíður ekki atvinnulaust eftir einhverju sem aldrei kemur, tölurnar sem ég nefndi frá Bíldudal sýna þetta best.  Á sínum tíma voruð sameinuð 4 sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum en þetta skeði 1992  Þetta voru eftir talin sveitarfélög íbúatala innan sviga:

 Bíldudalshreppur (450 íbúar), Patrekshreppur (900) Rauðasandshreppur (150) og Barðastrandarhreppur ( 250) Þetta nýja sveitarfélag fékk nafnið Vesturbyggð og íbúafjöldi 1.450 manns.  Í dag eru íbúar í Vesturbyggð um 700 og fækkar enn.  Ef ekki verður gert eitthvað róttækt í atvinnumálum á Vestfjörðum þá munu þeir leggjast í eyði og öll húsin verða nýtt sem sumarhús.  Það sagði mér eitt sinn maður sem var einn af þeim síðust sem  að fluttu frá Grunnavík í Jökulfjörðum.   Að það hefði ekkert verið hægt að gera nema koma búslóðinni um borð í bátinn og setja stefnuna á Ísafjörð og líta aldrei til baka.  Það lýsir best hvílík örvænting er ráðandi hjá fólki ,sem enn býr á Vestfjörðum að það tekur fegins hendi að fá olíuhreinsistöð og það í einn fallagsta fjörðinn, sem er Arnarfjörður og þótt flestir viti að þessi stöð verðu aldrei reist á Vestfjörðum þá er hún samt hálmstrá sem margir hanga í.  Fólkinu finnst að það hafi þó einhverja von um betri tíma.

Það sem raunhæfast væri að gera væri það að setja til sveitarfélaganna 25 þúsund tonna aflakvóta og síðan myndi hvert sveitarfélag geta leigt þetta út gegn vægu gjaldi og fengið tekjur og atvinnulífið tæki kipp.  Þetta ætti að byggjast á krókaveiðum og skilyrði að öllum afla yrði landað til vinnslu á Vestfjörðum.  Ástæðan fyrir því að ég óttast að Vestfirðir fari í eyði er líka sú að Vestfirðingar misstu sinn besta talsmann, sem var Einar Oddur Kristjánsson, sem var sá eini af stjórnarliðum á Alþingi, sem þorði að segja sína skoðun, þótt hún vær kannski alveg eftir flokkslínunni. og rétt áður en hann lést hafði hann verið í viðtali við BB á Ísafirði og þar lýsti hann áhyggjum sínum hvernig kvótakerfið væri að fara með Vestfirði og taldi jafnframt að skoða þyrfti kvótamálin niður í kjölinn.  En nú njóta Vestfirðingar ekki lengur starfskrafa Einars Odds og þá kemur að Nafna hans Einari Kristinn, sjávarútvegsráðherra, ætlar hann að horfa þegjandi á Vestfirðir fara í eyði?  Einar K. Guðfinnsson nú er boltinn hjá þér og hvað ætlar þú að gera?  Ég held að ég geti svarað fyrir ráðherrann og svarið er: Akkúrat ekki neitt.


mbl.is Viðvarandi fólksfækkun í 22 sveitarfélögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæll Jakob.

Já þetta er sorglegt að eini talsmaður Vestfirðinga í stjórnarliðinu skuli vera sá lélegasti.  Raunar næst lélegasti þingmaður Vestfjarða, allra tíma.

Ég vill meina að gott dæmi um misbeitingu valds, sé kvótasetning á sjóstangveiði.  Enginn þarf að efast um að þörfin á verndun fiskistofnanna æi því tilliti er óþörf, enda um að ræða afkastalítil veiðarfæri og yfir stuttann tíma á ári.  Ástæðan er fyrst og fremst viðskiptalegs.  Og því miður virðist vera að aðalástæðan sé að byggja upp viðskiptahindrun og útiloka aðra aðila frá því að komast inn í greinina. 

Um árangur kvótakerfisins og starfsaðferðir Hafrannsóknarstofnunar þarf víst heldur ekki að deila.  Það er sorgar saga frá A-Ö.  Tímabil lyga og svika.  Mín skoðun er sú að nú þegar ætti að leifa frjálsar krókaveiðar við allt land og með því hvetja útgerðir til að fara að snúa sér að vistvænni veiðiaðferðum.  Þá væri jafnframt tryggt atvinnufrelsi manna og byggða víða um land.  Það væri sannarlega einhver besta aðferð til að minnast tveggja alda afmæli Jóns Sigurðssonar.  Þá loks myndi karlanginn hætta að snúa sér í sífellu í gröfinni.  

Sigurður Jón Hreinsson, 15.7.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammála þér Sigurður, það er eins og allt sé gert til að hindra búsetu á Vestfjörðum og dæmið um sjóstangarveiðarnar er gott dæmi um það.  Þetta eru mest fjórar veiðistangir á hverjum bát og aðeins í nokkra mánuði á ári en þessari ferðamennsku varð að þjarma að með því að kvótasetja veiðarnar, sem aftur hefur þýtt það að fyrirtækin sem eru með þessar ferðir og búin að selja fyrir allt sumarið verða að hafa kvóta þegar ferðamaðurinn kemur og leigja hann sama hvað hann kostar.  Þetta hefur orðið til þess að verðið hefur hækkað mikið og nú getur hinn venjulegi trillukarl, ekki leigt til sín kvóta.

Ef fiskistofnar hér við land eru svona veikburða að nokkrar sjóstangi  settu allt úr skorðum, þá ætti að banna allar veiðar við Ísland tafarlaust. 

Í Noregi hefur álíka ferðamennska verið stunduð í nokkur ár, en Norðmönnum hefur aldrei dottið í hug að það þyrfti kvóta fyrir svona veiðar.  Þar horfa stjórnvöld til þess hvað mikla peninga hver ferðamaður skilur eftir í landinu.  Ég er sammála þér um vistvænar veiðar og það mun koma, því nú þegar eru margar verslunarkeðjur erlendis sem ekki selja fisk nema hann sé veiddur á króka.  Það er alveg sama þótt ákveðnir aðilar séu að fullyrða að fiskur veiddur á króka sé ekkert betri en annar fiskur.  Því á endanum er það alltaf neytandinn sem hefur síðasta orðið.  Því breytum við aldrei.

Jakob Falur Kristinsson, 16.7.2008 kl. 06:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband