Nýtt álver

Frá álveri ALCOA viið Reyðarfjörð.Náttúruverndarsamtök Íslands segja, að ef áform Alcoa um álver á Bakka, sem framleiðir 346 þúsund tonn á ári, verða að veruleika þurfi að virkja Skjálfandafljót og hugsanlega einnig Jökulsár austari- og vestari í Skagafirði. Þau virkjunaráform séu mjög umdeild, miklu umdeildari en virkjun jarðvarma á Þeistareykjum.

Já var það ekki hvað segir Samfylkingin nú um Fagra Ísland, þar á bæ hafa menn alltaf talað um að álverið á Bakka væri sérstakt að því leiti að öll orka sem það kæmi til með að nota væri fengin með virkjun jarðvarma.  En nú vill Alcoa hafa álverið stærra en áður og nú þarf að virkja allt sem hægt er á Norðurlandi og það verður gert. 

Mín tillaga er að við leigjum ESB allar fiskveiðiheimildir og virkjum allt sem hægt er að virkja og byggjum álver á Bakka, álver í Helguvík, stækkun í Straumsvík, álver í Þorlákshöfn.  Við hættum að hugsa um einhvern mengunarkvóta það fyrirbæri er fundið upp af Sameinuðu Þjóðunum og þær hafa enga lögsögu um mengun á Íslandi ekki frekar en um kvótakerfið.  Við förum inn í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna og stillum til friðar þar sem þess er þörf.  Sendum alla lífeyrisþega til Kanarí eða Spánar og flytjum inn 50.000 Kínverja til að vinna í álverunum.  Setjum olíuhreinsistöðina á Austurvöll, þá fara útigangsmennirnir og við verðum eina landið í heiminum sem getur státað af olíuhreinsistöð í miðri höfuðborginni.  Hvaða gagn höfum við af Gullfoss og Geysir óvirkjuðum eða Dettifossi.  Látum skynsemina ráða og okkur mun farnast vel í hinu álvædda Fagra Íslandi, þökk sé Samfylkingunni.


mbl.is Stórt álver kallar á virkjun Skjálfandafljóts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valur Hafsteinsson

Finn ég fyrir smá votti af kaldhæðni?

Annars hef ég bara eina athugasemd við þessum pistli. Ég hef aldrei vitað til þess að fossar séu virkjaðir og ég held ég geti sagt það með nokkurri vissu að það verði ekki gert. Hitt er annað mál hvað verður um alla fossa sem eru í þeim ám og lækjum sem eru virkjaðar. Það fer auðvitað eftir því hversu neðarlega eða ofarlega lónið er.

Kveðja af hafinu stóra.

Valur Hafsteinsson, 18.7.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jú maður verður að gera smá grín að allri vitleysunni.  Þetta er rétt hjá þér með fossana.  Þeir sem slíkir eru ekki virkjaðir en ég átti við að þeir hverfa ef viðkomandi vatnsfall er virkjað fyrir ofan foss.

Jakob Falur Kristinsson, 19.7.2008 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband