Strætó

Nú mun hafa verið ákveðið að strætó.bs. bjóði út 50% af öllum akstri og er þetta fyrsta skref í að einkavæða félagið. Síðan kemur skref nr. 2 en þá verður félagið einkavinavætt.  Ljóta andskotans vitleysan.  sl. vetur fékk skólafólk frítt í strætó en dettur nokkrum manni með fullu viti að einkaaðilar muni gera slíkt.  Sá sem fær þetta verkefni fær ákveðinn styrk frá sveitarfélögunum sem eiga strætó bs. og getur síðan verðlagt fargjöld eftir sínu höfði. 

Á þetta að draga úr notkun einkabifreiða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður punktur Jakob minn, auðvitað ekki, og þar með engir afslættir fyrir öryrkja eða aldraða.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.7.2008 kl. 18:20

2 Smámynd: Sigurður Rósant

Það er ákvörðun Sveitarfélaganna 7 sem eiga Strætó bs, hve mikið kostar í strætó, eða hvort frítt verður í strætó.

Þó aksturinn sem slíkur sé boðinn út, hefur það eingöngu í för með sér að vagnstjórarnir vinna hjá mismunandi mörgum verktökum. Í dag eru verktakarnir, Hagvagnar, Allrahanda og Teitur. Stærsti hlutinn vinnur hins vegar hjá Reykjavíkurborg eða ígildi gamla SVR.

Verktakarnir geta einnig séð um rekstur og viðhald vagnanna, þó að Reykjavíkurborg eða Strætó bs eigi þá. Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður eiga vagna Hagvagna, en Mosfellsbær og Seltjarnarnes eiga vagna Allrahanda, eða þannig.

Sigurður Rósant, 20.7.2008 kl. 19:25

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott ef þetta er eins og Sigurður segir.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.7.2008 kl. 19:37

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er ekki rétt Sigurður, þegar þessi rekstur er boðinn út þá er það ákvörðun rekstraraðilans um verðlagningu í strætó.  Hinsvegar geta sveitarfélögin 7 óskað eftir að það sé frítt í strætó en verða þá sjálf að boga upphæðina til rekstraraðilans og þá ræður vertakinn gjaldinu.

Jakob Falur Kristinsson, 21.7.2008 kl. 09:22

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Allrahanda er í eigu nokkurra einkaaðila en ekki Mosfellsbæjar eða Seltjarnarnes.  Ég þekki það fyrirtæki nokkuð vel því að aðaleigendurnir eru frá Flateyri við Önundarfjörð.

Jakob Falur Kristinsson, 21.7.2008 kl. 10:58

6 Smámynd: Sigurður Rósant

Þú talar um að bjóða eigi út aksturinn í innleggi þínu. Svo talarðu aftur á móti um rekstur í 4. athugasemd. Hvort ert að tala um?

Sigurður Rósant, 21.7.2008 kl. 11:25

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er nú sami hluturinn Sigurður þessi rekstur er akstur á strætisvögnum og viðhald á þeim.

Jakob Falur Kristinsson, 21.7.2008 kl. 11:31

8 Smámynd: Sigurður Rósant

Ertu sem sé þeirrar skoðunar að sá eða þeir aðilar sem fá 50% rekstur/akstur leiða Strætó bs fái einhver sérstök réttindi til að ráða fargjöldum í sínar leiðir, óháð því hvað kostar í aðrar?

 "Sá sem fær þetta verkefni fær ákveðinn styrk frá sveitarfélögunum sem eiga strætó bs. og getur síðan verðlagt fargjöld eftir sínu höfði." 

Það var hins vegar ranglega fullyrt hjá mér að "Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður eiga vagna Hagvagna, en Mosfellsbær og Seltjarnarnes eiga vagna Allrahanda, eða þannig."

Sigurður Rósant, 21.7.2008 kl. 12:02

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Er ég að misskilja þig eitthvað Sigurður?  Þú segir eftirfarandi;

"Sá sem fær þetta verkefni fær ákveðinn styrk frá sveitarfélögunum sem eiga strætó bs og getur síðan verðlagt fargjöld eftir sínu höfði"

Er þetta ekki nákvæmlega það sem ég var að skrifa um.  Þú verður líka að leiðrétta þetta með Allrahanda það er í eigu nokkurra einstaklinga frá Flateyri en ekki Mosfellsbæjar og Seltjarnanes.

Jakob Falur Kristinsson, 22.7.2008 kl. 06:18

10 Smámynd: Sigurður Rósant

Síðasta innlegg var nú ekki skilmerkilega upp sett hjá mér. En svona átti þetta að vera og vonandi skilst það betur.

Jakob skrifar - "Sá sem fær þetta verkefni fær ákveðinn styrk frá sveitarfélögunum sem eiga strætó bs. og getur síðan verðlagt fargjöld eftir sínu höfði." 

Ertu sem sé þeirrar skoðunar að sá eða þeir aðilar sem fá 50% rekstur/akstur leiða Strætó bs fái einhver sérstök réttindi til að ráða fargjöldum í sínar leiðir, óháð því hvað kostar í aðrar?

Næsta málsgrein inniheldur hins vegar leiðréttingu varðandi Allrahanda.

Það var hins vegar ranglega fullyrt hjá mér"Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður eiga vagna Hagvagna, en Mosfellsbær og Seltjarnarnes eiga vagna Allrahanda, eða þannig."

En ég held hins vegar að kjörnir fulltrúar Sveitarfélaganna 7, sem kallast "Stjórn Strætó bs" taki ákvörðun um fargjöld í strætó.

Sigurður Rósant, 22.7.2008 kl. 10:17

11 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já Sigurður sá sem fær þennan rekstur ákveður fargjaldið en sveitarfélögin ákveða hvort þau ætli að niðurgreiða verðið t,d. hafa frítt í strætó.  Undanfarið hafa sum þeirra gert það en önnur ekki.

Jakob Falur Kristinsson, 22.7.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband