Hagfræðingar

Hvað eiga allir þessir hagfræðingar að gera sem nú er verið að hrúga á ríkisjötuna eru okkar efahagsmál orðin svo flókin að ríkisstjórnin skilur þau ekki.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra er hagfræðingur að mennt.  Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri hjá Geir er hagfræðingur að mennt.  Nýleg var forstjóri Icebank sem er hagfræðingur ráðinn sem ráðgjafi og nú síðast var Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur ráðinn sem ráðgjafi.  Undir forsætisráðherra heyra Seðlabankinn og þar vinna 40 hagfræðingar og Hagstofa Íslands með 10-20 hagfræðinga.  Í fjármálaráðuneytinu eru um 20 hagfræðingar  Þetta gerir í allt milli 70 og 80 hagfræðingar sem eru að vinna við efnahagsmálin sem aldrei hafa verið í eins miklu rugli og nú.  Þessu til viðbótar eru svo bankarnir með sínar greiningadeildir og þar eru nokkrir tugir hagfræðingar.  Þegar á heildina litið má ætla að það séu á annað hundrað hagfræðingar að skoða efnahagsástandið og gefa álit út og suður.  Ég hefði nú talið að það væri ekki góð leið til að leysa vandamál að þeir sem kæmu að slíku verkefni hefðu allir sömu menntun og sama bakgrunn og litu allir eins á málin og fyndu allir sömu lausn  Þessu til viðbótar er sumum í stjórnarliðinu farið að detta í hug að endurreisa Þjóðhagsstofnun og þar þarf að ráða slatta af hagfræðingum.  Það hefur verið mikið gert úr ráðningu Tryggva Þórs Herbertssonar og margir verið hissa á að hann skildi hætta tímabundið hjá Askar Capital þar sem hann var bankastjóri og væri að færa miklar fórnir fyrir íslenskt þjóðfélag.  Ég heyrði á útvarpi Sögu í morgun að til hefði staðið að segja honum upp störfum hjá Askar Capital a.m.a. tímabundið á meðan skoðuð eru margar ákvarðanir sem hann tók þar.  En Askur Capital mun vera eina íslenska fjármálafyrirtækið á Íslandi sem tók mikla áhættu í sambandi við kaup á hinum bandarísku húsnæðislánabréfum sem eru verðlítil eða jafnvel verðlaus í dag.  Það hefði verið nær hjá Geir að ráða þá hagfræðinga sem verið hafa með gagnrýni á efnahagsstjórina t.d. Guðmund Ólafsson ofl. í stað þess að ráða eingöngu Já-menn, þar verður árangurinn enginn.  Þetta er örvænting hjá Geir og stór spurning hvort hann veldur því verkefni sem hann tók að sér.  Það er síðan ekki til að hjálpa Geir að vera með aftursætisbílstjóra sem er Davíð Oddsson og er að hræra í öllu hjá Sjálfstæðisflokknum.  Það réttasta sem Geir gerði í stöðunni núna væri að slíta stjórnarsamstarfinu og boða til kosninga og fá nýtt fólk til að taka við.  Eins og ástandið er núna stefnir í fjöldagjaldþrot bæði einstaklinga og fyrirtækja með bullandi atvinnuleysi í haust eða byrjun næsta árs.  Því bjarga ekki allir þessir hagfræðingar sama hvað þeir reyna og eftir því sem þeim fjölgar á stjórnarheimilinu þeim mun verra verður ástandið.  Þetta er orðið eitt allsherjar hagfræðingahæli hjá Geir Hilmari Haarde.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þetta með Tryggva Þór var nú kannski skiljanlegt.

En þetta með enduruppvakningu Þjóðhagsstofnunar.

Auðvitað eru hundruð hag- og viðskiptafræðinga að missa vinnuna og einhversstaðar verða vondir að vera ... 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.7.2008 kl. 18:28

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt að einhversstaðar verða vondir að vera, en mér finnst ekki gáfulegt að láta þetta lið vera á fullum launum við að hæra í okkar efnahagsmálum.

Jakob Falur Kristinsson, 22.7.2008 kl. 06:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband