Bankar ganga að veðum

Nú hefur Glitnir hirt bestu molana úr fyrirtækinu Mest og stofnað Steypustöðina Mest, sem fyrirhugað er að selja síðan.  Þetta er örugglega ekki fyrsta aðgerð gagnvart skuldugum fyrirtækjum og ætli það verði ekki næst að fjármálafyrirtæki fari að taka bíla af fólki og síðan íbúðirnar.  Því er spáð að með haustinu verði fjöldagjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga með tilheyrandi atvinnuleysi.

Þegar fyrst var rætt um sameiningu SPRON og Kaupþings var fullyrt að enginn myndi missa sína vinnu en nú þegar sameiningin hefur verið samþykkt er tilkynnt að segja þurfi upp um 250 manns og stutt er síðan Glitnir sagði upp hóp starfsmanna.  Mörg fyrirtæki eru mjög skuldsett vegna eigendaskipta á meðan svokölluð skuldsett yfirtaka var vinsæl aðferð til að eignast fyrirtæki með aðstoð bankanna.

Það er komin upp svolítið sérstakt umhverfi hjá mörgum fyrirtækjum, fyrir stuttu lánuðu bankarnir í gríð og erg nánast fyrir hverju sem var.  En núna er alert útlánastopp og fyrirtækin fá ekki eðlilega bankaþjónustu.  Það vita allir sem eitthvað hafa komið nálægt rekstri fyrirtækja að þau þurfa alltaf ákveðið rekstrarfé til að allt gangi eðlilega fyrir sig og svona útlánastopp þýðir bara eitt, sem er samdráttur á öllum sviðum og fækkun á starfsfólki.

Að verða atvinnulaus er eitt það versta sem getur komið fyrir heilbrigt fólk.  Það dettur úr sambandi við hið daglega líf og margir einangrast á sínum heimilum, auk þess sem fjárhagurinn fer í rúst.  Margir íslendingar hafa upplifað þetta.  Hinsvegar er búinn að alast upp heil kynslóð sem aldrei hefur þurft að hafa áhyggjur af því að missa vinnu og fá hvergi vinnu.  Þetta fólk hefur ekki lagt neitt fyrir til að mæta áföllum og verið óhrætt við að taka lán fyrir öllu sem því hefur langað í.  Bankarnir bera þarna líka talsverða ábyrgð því öllum var lánað burt séð frá því hvort viðkomandi gæti með góðu móti greitt þetta til baka.  Greiðslugeta fólks hefur lítið verið skoðuð, bara horft á hverjir væru ábyrgðarmenn.  Ég skil ekki tilhvers er verið að halda opnum öllum þessum bönkum ef þeir geta ekki sinnt sínu eðlilega hlutverki og maðurinn sem öllu átti að bjarga leist ekki betur á en svo að hann flúði til útlanda í frí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband