Tombólur

Mynd 473210 Börn hafa löngum verið dugleg við að styrkja Rauða Krossinn með því að halda tombólur. Oft má sjá þau við stórmarkaði eða á götum úti þegar veður er gott og bjóða þá ýmsan varning til sölu eða eru með tombólu. Rauði Krossinn lætur ágóðann renna til fátækra barna svo þarna eru börn að safna fyrir börn.

Ég dáist alltaf að þegar börnin eru að að halda þessar tombólur og virðingarvert af Morgunblaðinu að birta alltaf myndir og nöfn barnanna þegar þau afhenda peningana sem þau hafa safnað.  Börnin eru svo einlæg í þessu starfi sínu og ég hef þann sið að versla alltaf á tombólum hjá börnum.  Ég kalla það ekki minna afrek að börn skuli í sumar hafa látið Rauða-krossinn hafa kr. 70.000,- en þótt einn auðmaður gefi nokkur hundruð milljónir.  Sá ríki er að kaupa sér ímynd en börnin ekki.


mbl.is Tombóla tombóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta eru duglegir krakkar sem vilja láta gott af sér leiða. Ég er viss um að þau eru stolt yfir myndinni í Morgunblaðinu og setja hana örugglega í ramma.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 23.7.2008 kl. 16:25

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta gerir líka börnunum gott þegar þau finna að þau geti gert eitthvað sem skiptir máli og taka myndina sem sönnun þess.

Jakob Falur Kristinsson, 23.7.2008 kl. 17:01

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Jakob minn, þegar þau finna að það sem þau eru að gera skiptir máli.  Það er mikilvægt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2008 kl. 19:50

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn.

Börnin eru svo yndisleg þegar þau eru að vinna að hjálparstörfum. Sem betur fer er búið að segja þeim hvað jafnaldrar þeirra víða um heim eiga bágt og þau hafa samúð með og sú samúð kemur frá hjartanu.

Sól hjá mér en sennilega rigning hjá þér??

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.7.2008 kl. 20:43

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sammála þér - þau eru allr aðdáunarverð og ég vona að þetta hverfi ekki úr menningunni!

Edda Agnarsdóttir, 23.7.2008 kl. 22:22

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Börnin eru svo einlæg í öllu svona starfi og þau gera sér alveg grein fyrir því að það sem þau eru að gera muni hjálpa öðrum börnum sem búa við fátækt.  Því ber okkur fullorðna fólkinu að styðja þau þeirra starfi.

Jakob Falur Kristinsson, 24.7.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband