Eru fótboltamenn þrælar nútíman?

Ég hef lesið mikið um Tyrkjaránið og ferðasögu Guðríðar og oft dettur mér í hug sá atburður þegar íslensku þrælarnir voru boðnir upp á markaðstorgi í Alsír, þegar ég heyri um kaup og sölu á ýmsum fótboltamönnum.  Í Alsír komu þrælakaupmenn og skoðuðu vandlega tennur, útlimi ofl. áður en þeir fóru að bjóða í hvern og einn.  Í dag er það víst ákveðinn tími á ári sem fótboltamenn hafa til að skipta um félag og þá skeður það sama og í Alsír að forustumenn íþróttarfélaga skoða heilsufarsskýrslur fótboltamannanna áður en ákveðið er hvort einhver leikmaður er keyptur.  Ég horfði á viðtal við framkvæmdastjóra eins knattspyrnufélags í Reykjavík og sagði hann að sitt félag væri vel sett fjárhagslega til að kaupa leikmenn, því þeir hefðu selt nokkuð margar leikmenn til félaga erlendis fyrir gott verð.  Nú er ég ekki mikill áhugamaður um fótbolta og veit því ekki hvort viðkomandi leikmaður ræður nokkru um hvort hann er seldur eða hvert, ekki frekar en þrælarnir í Alsír.  Ég var nú svo barnalegur að halda að fótbolti væri íþrótt og leikin mönnum til ánægju og er oft hissa ef ég er að horfa á íslenska landsliðið er að spila, þá heyrist oft hjá þeim sem eru að lýsa leiknum að vörnin verði að brjóta á einhverjum og helst slasa viðkomandi svo hann geti ekki leikið meira í viðkomandi leik.

Fótboltinn er löngu hætt að vera íþrótt heldur harður bisness og öllum brögðum beitt til að vinna leiki.  Leik menn eru seldir út og suður fyrir svimandi fjárhæðir og vita nánast aldrei í hvaða landi þeirra heimili verður.  Tökum dæmi með Eið Smára, það hafa verið í gangi sögur um að lið hans Barcelona ætlaði að setja hann á söluskrá(eins og notaðan hlut) en Eiður hefur sagt sjálfur að hann vilji vera áfram hjá liðinu.  Eftir því að dæma ræður leikmaðurinn engu um hvort hann verður seldur eða hvert.  Að tala um að setja fólk á söluskrá er hreint mannsal og þrælahald.  Ástæða þess að leikmenn sætta sig við þetta er sú að laun þeirra eru ævintýraleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband