25.7.2008 | 16:58
Skrýtinn náungi
1998 vantaði okkur feðga vélstjóra á bát okkar Sigurbjörgu Þorsteins BA-165 sem var 36 brl. og við auglýstum eftir manni, Það var einn sem svaraði og réðum við hann og kom hann fljótlega vestur á Bíldudal. Hann var með atvinnudkýrteini sem vélstjóri í lagi. Við höfðum fengið herbergi hjá Færeyingi sem vann við beitningu hjá okkur. Þegar maðurinn kom hittist þannig á að það hafði bilað hjá okkur sjódæla og komu varahlutirnir með sama flugi og þessi maður. Hann byrjaði strax á viðgerð og tókst það vel og virtist kunna vel til verka. En samt fannst okkur að hann væri eitthvað skrýtinn þegar við vorum að reyna að ræða við hann. Þar sem bræla var á miðunum en þokkalegt veður á Bíldudal skildi maðurinn ekkert í því að við færum ekki á sjó og spurði um það oft á dag. Einnig spurði hann mig hvort ég gæti útvegað sér silunganet og þegar ég benti honum á að það væri enginn silungur nú um hávetur, þá sagðist hann ekki vera að hugsa um silung en hann hefði tekið eftir því að talsvert væri um æðarkollu í höfninni og hún safnaðist saman í horni við hafnargarðinn en þar var skjól . Hann sagði ætla að veið æðarkollur þær væru svo góður matur. Eftir nokkra daga þá fór Færeyingurinn að kvarta við okkur og sagði að við yrðum að tala við manninn því hann gengi um gólf allar nætur og sagðist Færeyingurinn að hann væti farinn að óttast um líf sitt, því maðurinn væri snarklikkaður. Hann gengi um gólf allar nætur og svæfi ekkert.
Eitt kvöldið hringdi Færeyingurinn og bað mig að koma og reyna að tala við manninn, sem ég gerði og þegar ég kom þá sat Færeyingurinn í eldhúsinu og við fórum inn í hans herbergi sem var á neðri hæðinni en herbergi vélstjórans var á efri hæð. Eftir smá stund heyrðum við að maðurinn byrjaði að ganga um gólf með föstum og ákveðnum skrefum. Ég fór þá upp til að tala við manninn en það var eins og hann sæi mig ekki heldur gekk fram og til baka og tautaði "Þeir skulu aldrei ná mér", ég stoppaði því manninn og spurði hvers vegna hann færi ekki að sofa og um hvað hann væri að tala. Þá dró hann mig að glugganum í herbergi sínu og benti út og sagði ; "Þeir eru þarna" Ég sagðist ekki sjá neitt enda komið myrkur. "Jú víst sagði maðurinn, ég er búinn að fylgjast með þeim í allan dag og nú eru þeir vopnaðir" Þá áttaði ég mig á að maðurinn var geðveikur og spurði hvort ég ætti ekki að hringja á læknir fyrir hann þá fyrst varð hann snarvitlaus og réðist á mig og hrópaði; "Svo þú ert þá í liðinu líka helvítið þitt." Hann ætlaði að teygja sig í hníf sem lá á borði rétt hjá en mér tókst að hrista manninn af mér og gaf honum gott kjaftshögg svo hann vankaðist aðeins. Síðan dró ég hann niður stigann og henti honum á sól í eldhúsinu og kallaði á Færeyinginn. Við fórum að reyna að tala við manninn en ekkert gekk . Hann heimtaði að fá bílfar uppá Dynjandisheiði og sagðist geta fengið far með einhverjum bíl sem væri að fara til Reykjavíkur. Við sögðum honum að nú væri hávetur og allt í kafi í snjó og engin umferð. "Þá labba ég bara á Ísafjörð,"sagði hann og þótt við bentum honum á að það væri blindbylur úti svo hann gæti ekki labbað eitt né neitt.
Þá fór hann að klæða sig og eftir smá stund heyrðum við að útihurðinni var skellt aftur og sáum að maðurinn var kominn út á götu og gekk rösklega eftir götunni. Þar sem ég kannaðist vel við föður mannsins sem bjó á Ísafirði hringdi ég þangað og þar varð fyrir svörum systir mannsins og þegar ég hafði lýst fyrir henni hvað væri að ske og ég væri hræddur um að hann yrði úti í þessu veðri. Þá bað hún mig að gera allt sem hægt væri til að stoppa hann því hann hefði strokið af Geðdeild fyrir nokkrum dögum. Ég hringdi í lögregluna á Patreksfirði og bað þá um aðstoð en fékk þau svör að þeir skiptu sér ekkert af manni sem hefði ekki gert neitt af sér þótt ég benti þeim á að maðurinn væri að fara að drepa sig. Þá talaði ég við björgunarsveitina og bað um aðstoð þar og fékk þau svör að þeir leituðu að týndu fólki en þar sem maðurinn væri ekki týndur gerðu þeir ekkert.
Við fórum útí bíl og heim til sonar míns og kom hann með okkur og þegar við höfðum ekið um 6-7 kílómetra inn Arnarfjörðinn sáum við manninn og ég stoppaði við hlið hans og bað hann að koma inn í bílinn en hann svaraði engu bara gekk áfram allur orðinn gegn blautur af snjókomunni. Við ákváðum að taka manninn með valdi inn i bílinn og keyrði ég aðeins lengra og við fórum allir út og brátt kom maðurinn og þegar hann sá okkur fór hann að hlaupa og við á eftir og sem betur fer hljóp hann eftir veginum og því auðvelt að sjá hann í ljósunum frá bílnum. Því ef hann hefði hlaupið út af veginum og til fjalls hefðum við aldrei fundið hann. Á leiðinni til baka mættum við lögreglunni en þá hafði fjölskylda mannsins hringt og beðið um að hann yrði handtekinn. Ég átti von á að maðurinn yrði alveg brjálaður við það að sjá lögreglubílinn en það var ekki heldur byrjaði hann að hrópa á hjálp á meðan ég ræddi við lögregluna og öskraði að við ætluðum að drepa sig. gekk því vel að fá manninn yfir í lögreglubílinn og daginn eftir ók lögreglan honum á flugvöllinn á Bíldudal og fór hann fljúgandi til Reykjavíkur og inn á Geðdeild aftur. Ég hugsaði oft um þetta atvik og var fenginn að hann hefði aldrei farið með okkur á sjó. Ef við hefðum týnt manninum þar sem við náðum honum hefðum við aldrei fundið hann og hann orðið úti um nóttina. En þá hefði verið komin ástæða fyrir björgunarsveitina að aðstoða okkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:37 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 801066
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
30 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Viðreisn er fyrst og síðast fullveldisafsalsflokkur
- Yfirburðir Digital Radio Mondiale (DRM) yfir hefðbundið FM-útvarp
- -istaismi-
- Einka utanríkisstefna núverandi utanríkisráðherra
- Andspyrna herforingja
- ,,Rödd samviskunnar er lágvær en skelfilega skýr"
- OG ÉG SEM HÉLT AÐ AÐ "SLÁTURTÍÐINNI" VÆRI LOKIÐ..........
- Boða metnað í menntamálum
- Lögregluvald, óæskilegar skoðanir og frjáls umræða
- Bæn dagsins...
Af mbl.is
Innlent
- Flestir sem hvergi finnast koma frá Sómalíu
- Þingmaður kemur sér á framfæri með húðflúri
- Hætta að bjóða upp á læknisþjónustu á Akureyri
- Skoraði á Guðlaug að fara í borgarmálin
- Dregið úr gosóróa
- 50 milljónir eiga að minnka svindl um 1 milljarð
- Hvasst á Suðausturlandi og Austfjörðum
- Hafði í hótunum við nærstadda
- Gosmengun í Grindavík óholl fyrr viðkvæma
- Íbúar ráða örlögum verksmiðju
Fólk
- Skiptir aftur um kyn
- Fyrsta stiklan úr Vigdísi
- Gert á kostnað brostinna hjarta
- Harry alltaf einn á ferð
- Diddy óskar eftir að losna í þriðja sinn
- Lítil spenna fyrir nýjustu þáttum Harry og Meghan
- Kom aðdáendum í opna skjöldu
- McGregor mætti fyrir rétt
- Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir
- David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við
Viðskipti
- Fréttaskýring: Kanada verði land tækifæranna
- Þarf fólk að kaupa sér hraðbanka?
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
Athugasemdir
Þetta er bara dæmigert um hvernig ástandið er með geðfatlaða á Íslandi. Að fárveikur maður skuli getað gengið út af Geðdeild og ráðið sig á sjó vestur á fjörðum og engin reynir að hafa upp á honum. Fjölskylda mannsins ekki einu sinni látin vita er hneyksli. En ég er samt ánægður með að hafa bjargað lífi þessa manns.
Jakob Falur Kristinsson, 25.7.2008 kl. 17:47
Sæll og blessaður.
Þú hefur sldeilis komist í hann krappan. Þetta var nú aldeilis frásögn. Hefði ekki viljað vera þarna hjá ykkur.
Góða helgi/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.7.2008 kl. 20:38
Nei Rósa það var ekki skemmtilegt að standa í þessu, en hvað gerir maður ekki til að bjarga mannslíf.
Jakob Falur Kristinsson, 26.7.2008 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.