Skrýtinn náungi

1998 vantaði okkur feðga vélstjóra á bát okkar Sigurbjörgu Þorsteins BA-165 sem var 36 brl. og við auglýstum eftir manni,  Það var einn sem svaraði og réðum við hann og kom hann fljótlega vestur á Bíldudal.  Hann var með atvinnudkýrteini sem vélstjóri í lagi.  Við höfðum fengið herbergi hjá Færeyingi sem vann við beitningu hjá okkur.  Þegar maðurinn kom hittist þannig á að það hafði bilað hjá okkur sjódæla og komu varahlutirnir með sama flugi og þessi maður.  Hann byrjaði strax á viðgerð og tókst það vel og virtist kunna vel til verka.  En samt fannst okkur að hann væri eitthvað skrýtinn þegar við vorum að reyna að ræða við hann.  Þar sem bræla var á miðunum  en þokkalegt veður á Bíldudal skildi maðurinn ekkert í því að við færum ekki á sjó og spurði um það oft á dag.  Einnig spurði hann mig hvort ég gæti útvegað sér silunganet og þegar ég benti honum á að það væri enginn silungur nú um hávetur, þá sagðist hann ekki vera að hugsa um silung en hann hefði tekið eftir því að talsvert væri um æðarkollu í höfninni og hún safnaðist saman í horni við hafnargarðinn en þar var skjól .  Hann sagði ætla að veið æðarkollur þær væru svo góður matur.  Eftir nokkra daga þá fór Færeyingurinn að kvarta við okkur og sagði að  við yrðum að tala við manninn því hann gengi um gólf allar nætur og sagðist Færeyingurinn að hann væti farinn að óttast um líf sitt, því maðurinn væri snarklikkaður.  Hann gengi um gólf allar nætur og svæfi ekkert.

Eitt kvöldið hringdi Færeyingurinn og bað mig að koma og reyna að tala við manninn, sem ég gerði og þegar ég kom þá sat Færeyingurinn í eldhúsinu og við fórum inn í hans herbergi sem var á neðri hæðinni en herbergi vélstjórans var á efri hæð.  Eftir smá stund heyrðum við að maðurinn byrjaði að ganga um gólf með föstum og ákveðnum skrefum.  Ég fór þá upp til að tala við manninn en það var eins og hann sæi mig ekki heldur gekk fram og til baka og tautaði "Þeir skulu aldrei ná mér", ég stoppaði því manninn og spurði hvers vegna hann færi ekki að sofa og um hvað hann væri að tala.  Þá dró hann mig að glugganum í herbergi sínu og benti út og sagði ; "Þeir eru þarna" Ég sagðist ekki sjá neitt enda komið myrkur.  "Jú víst sagði maðurinn, ég er búinn að fylgjast með þeim í allan dag og nú eru þeir vopnaðir"  Þá áttaði ég mig á að maðurinn var geðveikur og spurði hvort ég ætti ekki að hringja á læknir fyrir hann þá fyrst varð hann snarvitlaus og réðist á mig og hrópaði;  "Svo þú ert þá í liðinu líka helvítið þitt."  Hann ætlaði að teygja sig í hníf sem lá á borði rétt hjá en mér tókst að hrista manninn af mér og gaf honum gott kjaftshögg svo hann vankaðist aðeins.  Síðan dró ég hann niður stigann og henti honum á sól í eldhúsinu og kallaði á Færeyinginn.  Við fórum að reyna að tala við manninn en ekkert gekk .  Hann heimtaði að fá bílfar uppá Dynjandisheiði og sagðist geta fengið far með einhverjum bíl sem væri að fara til Reykjavíkur.  Við sögðum honum að nú væri hávetur og allt í kafi í snjó og engin umferð.  "Þá labba ég bara á Ísafjörð,"sagði hann og þótt við bentum honum á að það væri blindbylur úti svo hann gæti ekki labbað eitt né neitt. 

Þá fór hann að klæða sig og eftir smá stund heyrðum við að útihurðinni var skellt aftur og sáum að maðurinn var kominn út á götu og gekk rösklega eftir götunni.  Þar sem ég kannaðist vel við föður mannsins sem bjó á Ísafirði hringdi ég þangað og þar varð fyrir svörum systir mannsins og þegar ég hafði lýst fyrir henni hvað væri að ske og ég væri hræddur um að hann yrði úti í þessu veðri.  Þá bað hún mig að gera allt sem hægt væri til að stoppa hann því hann hefði strokið af Geðdeild fyrir nokkrum dögum.  Ég hringdi í lögregluna á Patreksfirði og bað þá um aðstoð en fékk þau svör að þeir skiptu sér ekkert af manni sem hefði ekki gert neitt af sér þótt ég benti þeim á að maðurinn væri að fara að drepa sig.  Þá talaði ég við björgunarsveitina og bað um aðstoð þar og fékk þau svör að þeir leituðu að týndu fólki en þar sem maðurinn væri ekki týndur gerðu þeir ekkert.

Við fórum útí bíl og heim til sonar míns og kom hann með okkur og þegar við höfðum ekið um 6-7 kílómetra inn Arnarfjörðinn sáum við manninn og ég stoppaði við hlið hans og bað hann að koma inn í bílinn en hann svaraði engu bara gekk áfram allur orðinn gegn blautur af snjókomunni.  Við ákváðum að taka manninn með valdi inn i bílinn og keyrði ég aðeins lengra og við fórum allir út og brátt kom maðurinn og þegar hann sá okkur fór hann að hlaupa og við á eftir og sem betur fer hljóp hann eftir veginum og því auðvelt að sjá hann í ljósunum frá bílnum.  Því ef hann hefði hlaupið út af veginum og til fjalls hefðum við aldrei fundið hann.  Á leiðinni til baka mættum við lögreglunni en þá hafði fjölskylda mannsins hringt og beðið um að hann yrði handtekinn.  Ég átti von á að maðurinn yrði alveg brjálaður við það að sjá lögreglubílinn en það var ekki heldur byrjaði hann að hrópa á hjálp á meðan ég ræddi við lögregluna og öskraði að við ætluðum að drepa sig.  gekk því vel að fá manninn yfir í lögreglubílinn og daginn eftir ók lögreglan honum á flugvöllinn á Bíldudal og fór hann fljúgandi til Reykjavíkur og inn á Geðdeild aftur.  Ég hugsaði oft um þetta atvik og var fenginn að hann hefði aldrei farið með okkur á sjó.  Ef við hefðum týnt manninum þar sem við náðum honum hefðum við aldrei fundið hann og hann orðið úti um nóttina.  En þá hefði verið komin ástæða fyrir björgunarsveitina að aðstoða okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er bara dæmigert um hvernig ástandið er með geðfatlaða á Íslandi.  Að fárveikur maður skuli getað gengið út af Geðdeild og ráðið sig á sjó vestur á fjörðum og engin reynir að hafa upp á honum.  Fjölskylda mannsins ekki einu sinni látin vita er hneyksli.  En ég er samt ánægður með að hafa bjargað lífi þessa manns.

Jakob Falur Kristinsson, 25.7.2008 kl. 17:47

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Þú hefur sldeilis komist í hann krappan. Þetta var nú aldeilis frásögn. Hefði ekki viljað vera þarna hjá ykkur.

Góða helgi/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.7.2008 kl. 20:38

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei Rósa það var ekki skemmtilegt að standa í þessu, en hvað gerir maður ekki til að bjarga mannslíf.

Jakob Falur Kristinsson, 26.7.2008 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband