Mótmæli

Allir mótmælendur á vegum samtakanna Saving Iceland eru nú farnir úr húsi Landsvirkjunar við Háaleitisbraut. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík voru um fjórtán mótmælendur í anddyri hússins þegar flest var og hlekkjuðu nokkrir þeirra sig saman.

Ég fer nú að verða mjög pirraður á þessu fólki sem kallar sig Saving Iceland.  Það á ekki að hleypa þessu liði inn í landið, bara snúa því við í Leifsstöð.  Eða hlekkja það allt saman við eitthvað upp á hálendinu.  Yfirvöld eru alltof lin við þetta fólk.


mbl.is Mótmælaaðgerðum lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég held þetta lið ætti að snúa sér að því að vinna almennilega vinnu. sendum þau á sjó. það virðist sem þetta fólk þurfi ekkert að vinna.  ???? hver heldur þeim uppi  ?? eru þetta meira og minna letingjar ???? sem eru það latir að þau liggja hlekkjuð út um borg og bý ? nei ég er stundum að pæla í þessu.

Guðný 25.7.2008 kl. 15:57

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já þetta lið hefur aldrei unnið handtak á ævinni.  Ég veit ekki hvar þetta fólk fær peninga.  Ég er ekki hlynntur því að senda þetta fólk út á sjó, því þar getur það skapað stórhættu.  Miklu betra væri að hlekkja það við færiband í álveri.

Jakob Falur Kristinsson, 25.7.2008 kl. 17:20

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Lotta hvað ert þú með margar skoðanir á þessu máli?  Þú segir að þú viljir ekki verja þetta fólk þótt ungt sé, en síðan hælir því fyrir að vera hugsjónafólk sem geri saklausa hluti.

Jakob Falur Kristinsson, 25.7.2008 kl. 18:29

4 Smámynd: Skaz

Það er bara málið að yfirvöld sem akkúrat núna eru við stjórn hafa vanið sig á það að geta gert það sem þeim sýnist. Mótmæli á lagasviðinu s.s. vip breytingum á skipulögum og þess háttar eru án undantekninga hunsuð. Þessi kynslóð er merki um það að fólk er að verða frekar þreytt á þessu. Svo þegar það hittir fyrir erlent fólk sem kannast við aðstöðuna þá er þetta ástand sem hér um ræðir klappað og klárt.

Þetta er ekkert "lið" sem ber að líta á sem neikvæðan hlut. Þau eru að benda á mikilvægan hlut en þó ekki alveg þann sem þau telja sig vera að vekja athygli á heldur það að valdavíma fólks sem komið er í stjórnarstöður í ráðuneytum og stofnunum er fyrir löngu orðin hamslaus.

Skaz, 25.7.2008 kl. 20:20

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já Lotta það eru oft margar hliðar á hverju máli og kannski er ég að dæma þetta unga fólk of hart fyrir saklausa hluti, sem maður hefði sjálfsagt gert á þeirra aldri, hver veit?

Jakob Falur Kristinsson, 25.7.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband