Karadzic

Radovan Karadzic eftir að hann var handtekinn um síðustu helgi.Sveta Vujacic Vujacic, lögmaður Radovan Karadzic fyrrum leiðtoga Bosníu Serba, segir hann ætla að leggja fram kæru gegn þeim sem hafi rænt Karadzic og vísar þar til handtöku hans um síðustu helgi.

Mér finnst nú óþarfi að verra að velta sér of mikið upp úr handtöku þessa manns.  Manngreyið hafði snúið til betra lífernis og var að hjálpa fólki.  Ég hefði haldið að best hefði verið að leyfa honum að vera í friði þar sem hann var.  Hann hefði ekki gert neitt meira af sér en búið er.  Hann á heldur ekki svo langt eftir ólifað orðin 69 ára.  En handtakan á eftir að kosta nokkur mannslíf.


mbl.is Svikara Karadzic leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Komdu sæll, það var gaman að rekast á blogg frá manni sem lengst af bjó á Bíldudal, sælureitnum mínum sem barns og unglings og dvölinni þar þessi sumur þakka ég styrkinn og áræðið sem ég hef og getuna til að treysta á sjálfa mig og gera ýmislegt sem aðrir hafa ekki kjark til. (Að þeirra sögn:) Mig langar að koma með smá athugasemd við færsluna um Karadzic. Ég er á aðeins annarri skoðun en þú en ef þú tekur það persónulega þá hendir þú mér auðvitað út eins og þú tekur fram hér til vinstri. Jæja ég dvaldi í litlu þorpi í Bosníu í 2 mánuði fyrir 3 árum, ein á eigin vegum. Það voru enn mikil merki eftir stríðið og staðir sem bar að forðast, sérstaklega skógurinn hinum meginn við götuna, þar var mýgrútur af virkum jarðsprengjum enn og vonlaust að eyða þeim öllum þó að margar hafi sprungið með aðstoð hunda sem hleypt var inná svæðið. En ég vildi segja að ég er mjög sátt við handtöku Karadzic sem er víst fyrrum geðlæknir. Hann átti mikla og svo augljósa ábyrgð á stríðsglæpum og ber persónulega ábyrgð á dauða og þjáningum þúsunda manna í Bosníu. Þú veist sjálfsagt allt um þetta og að í Bosníu búa saman Serbar sem eru Orthodoxar, Króatar sem eru katholskir og múslimar sem eru auðvitað Islamstrúar. Sama tungumálið er talað með smá blæbrigðamun, en trúin skilur þá að og veldur hörmungunum eins og alltaf. Samt sem áður þá er þetta fólk eins og við, samskipti þessa þriggja þjóðernishópa sem bjuggu í nánu samfélagi var mikill og það bast vináttuböndum og gerir það auðvitað frekar núna. Svo í borgum Bosníu var mikið um blönduð hjónabönd og þróun í átt til menningarlegs samruna. En hinn fyrrverandi leiðtogi og hans stuðningsmenn voru ólíkir borgarbúum, Karadzic er kominn af bændafólki og var mjög ofsafenginn og hatursfullur gagnvart katholskum trúarhópum og múslimum. Hann fékk stuðning úr sveitunum þar sem fólk hafði sömu hugmyndir og hann sem auðveldaði honum enn frekar morð og misþyrmingar á saklausu fólki. Svo ég velti því fyrir mér, átti hann skilið fyrirgefningu og klapp á kollinn, og er ekki mun líklegra að hann hafi breytt útliti sínu sem hann gerði og tekið sér nýtt hlutverk og "hjálpað" fólki til að fela persónu sína. Hann er 69 ára segir þú, hvað skyldi fólkið sem hann lét myrða og pynta hafa verið gamallt? Það veit ég að mörg börn voru í þeim hóp. Það getur ekki  verið góð fyrirmynd fyrir  heiminn að fyrirgefa honum bara og segja, þetta er allt í lagi vinur, þú ert búinn að vera svo indæll undanfarin ár :) Eins og ég sagði, það er þitt mál hvað þú gerir við þessa færslu en þessi þjóðarbrot skipta mig máli og ég hef mjög ákveðnar skoðanir sem ég fæ ekki auðveldlega beytt. Þetta er þvílík langloka hjá mér, geri mér grein fyrir því en ef hún sleppur í gegn hjá þér þá langar mig að spyrja þig hvort það sé hægt og leyfilegt að skoða myndir frá Bíldudal, beint úr þorpinu og af fólkinu jafnvel. Ég man ekki bara hvert götuheiti og nöfn á fjölda fólki heldur líka nöfnin sem húsin báru. Takk fyrir mig.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 26.7.2008 kl. 02:48

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég tek það aldrei pesónulega til mín þótt gerðar séu athugarsemdir við mín skrif.  Það er eðlilegt að menn hafa mismunandi skoðanir á hinum ýmsu málum.  Ef ég þyldi ekki aðrar skoðanir en mínar,  þá yrði nú lítið um skrif hjá mér.  Ég leyfi öllum að skrifa athugarsemdir og hef frestinn til þess að mun lengri en margir aðrir eða 30 daga frá birtingu, flestir eru með 15 daga.  Sumir hér á blogginu birta ekki athugasemdir fyrr en þeir hafa skoðað þær og samþykkt.  Mér hefur aldrei dottið slíkt í hug og er að skrifa þetta bull mitt til að fá fram skoðanir annarra.  Ég hef aldrei kastað út athugasemd, en aftur á móti neyddist ég að loka á einn aðila sem var stöðugt inni á minni síðu og gera athugasemdir í formi árása á mína persónu.

Þú nefnir Bíldudal og til að skoða myndir þaðan eru þó nokkrar hjá mér í albúminu sem heitir Bíldudalur og er nóg að smella á eina mynd undir flokknum Bíldudalur og þá opnast gluggi með öllum þeim myndum sem ég hef sett þar inn.  Einnig vil ég benda þér á vefinn arnfirðingur.is, þar er fullt af myndum og líka á vefnum bíldudalur.is

En mig langar að spyrja þig hvort þú sért ættaður frá Bíldudal og eigir kannski ættingja sem ég hugsanlega þekki?

Jakob Falur Kristinsson, 26.7.2008 kl. 07:39

3 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Gaman að sjá að þú hefur tekið eftir athugasemdinni minni en varla nennt að lesa hana til enda, mér er þetta mál svolítið hugleikið og hættir líka við allskonar pælingum svo stundum verða skrifin svolítið löng :) En ég var ekki með neinar meiningar við þig þegar ég bað þig um að taka ákvörðun um hvort þú kærðir þig yfirleitt um að ókunnug manneskja væri að skrifa í athugsemd hjá þér, aðeins að sýna sjálfsagða kurteisi því ég tók eftir varnaglanum sem þú settir. Það eru engir eins og fólk túlkar orð mjög misjafnlega, það hefur ekki farið fram hjá mér í lífinu. Auðvitað er eðlilegt að við höfum misjafnar skoðanir, lífið væri ansi einsleitt annars :) Ég kýs að setja punkt við þessar pælingar núna. Ég sé að þú ert með mjög virkt blogg og skrifar um allskonar málefni og greinilega mikið lesið það sé ég á IP tölunum þínum. En þá er það Bíldudalur. Ég sá að þú varst Bíldælingur, það var það sem vakti athygli mína og áhuga á blogginu þínu. Svo sá ég færsluna um Karadzic og þá hófu fingurnir á mér ósjáfráð skrif, þeir eiga það til :) En Bíldudalur er góða minningin mín og verður það alltaf, og ég veit að þessi sumur sem ég dvaldi þar frá 10 ára aldri höfðu frábær uppeldisleg áhrif á mig og styrktu sjálfstæði mitt. Eðlilega, ég var í  uppvexti og reynslan mótar mann. Ég spurði þig um myndir frá Bíldudal og eins og þú sagðir þá eru margar góðar myndir þaðan hjá þér. Þó færri frá þorpinu sjálfu, húsunum og fólkinu, en það er bara mín forvitni. Ég held ég hafi þekkt þarna húsið sem stendur fyrir neðan Edinborg eða Jónsbúð nær fjörunni, þó ekki viss, þar bjuggu Örn Gíslason og konan hans og húsið var rautt og er það þá enn? Svo þekkti ég húsið á Tjarnarbraut 1 þar sem smiðir voru að skipta um þak á því. Þar búa Kolla og Áki enn. Næsta hús við hliðina minnir mig að læknirinn hafi mætt einu sinni í viku. Held bara að Jón Ólafsson búi þar núna? Í næsta húsi minnir mig að sonur fólksins í Glaumbæ hafi búið, þar næst kom Einholt minnir mig að það heiti, þá er ég bara komin að horninu á Maríubrekku. Þaðan horfði maður til Valhallar yfir stóra túnið hans Jóns, ég vona að það sé ekki búið að rífa það, það var svo fallegt, og Glaumbær við hliðina :) Langahlíðin er mér líka í fersku minni, þó frekar fyrir ofan Tjarnarbrautina heldur en útfrá. Þar var td Kurfa þar sem Dadda sem fyllti á mjólkurbrúsana bjó, ásamt móður sinni? Framfrá var Litla-Eyri og Hóll. Frystihúsið var hinum megin við götuna sem kaupfélagið stóð við. Þar fyrir neðan var gamla bakaríið sem var löngu hætt að nota og líklega búið að rífa. Svo var gamli barnaskólinn, þar lékum við okkur mikið, skriðum inn um gluggana :) Og gamla samkomuhúsið þar rétt hjá, líklega er það farið. Svo man ég eftir öllum skemmtilegu köstulunum svokölluðu í fjallshlíðinni sem voru hlaðnir úr grjóti, og hjöllunum þar sem konurnar hengdu upp þvottinn, amk ef rigndi. Berjaferðinni fram í dal í ágúst þar sem við settum mjólkurflöskurnar sem kom með nestinu ofan í ánna til að kæla þær :) Svo var búin til saft til vetrarins úr berjunum. Já þú sérð að ég kann að meta minningarnar frá Bíldudal og þær eru mun fleiri og ég get nánast séð hvert hús fyrir mér enn, en líklega er þetta mikið breytt, allar götur malbikaðar og mikið af gömlu húsunum farin. Þó ekki smiðjan hans Axels, henni er haldið við og sýnd ekki satt. Hann bjó til handa mér hring úr fimmeyring sem datt af fingrinum á mér ofan í pollinn í Reykjafirði :) Ég ætla nú að fara að hætta þessum upprifjunum, ég breytist í barn og ungling þegar ég rifja þetta upp. Nei ég held að ég eigi ekki skyldmenni á Bíldudal en nóg af þeim á Patreksfirði, annars er ég ekki viss, þetta fólk dó svo snemma. Auðvitað tengist ég á einhvern hátt Bíldudal samt sem áður fyrir utan sumrin sem ég dvaldi þar. Ég á bróður sem fæddist 10 árum á undan mér og lést við fæðingu, hann hvílir í kirkjugarðinum á Bíldudal. Þau bjuggu þarna um tíma mamma og pabbi, en það eru 39 ár síðan pabbi dó og mamma er illa farin af Alzheimer svo ég get lítið spurt úr þessu. Það var vinkona mömmu sem tók okkur til Bíldudals þegar pabbi dó skyndilega í maí, bróðir minn var hjá henni, en bara þetta eina sumar en ég var hjá annarri fjölskyldu í nokkur sumur. Bróðir minn var ári eldri en ég en dó fyrir 16 árum. Svo ég get eiginlega ekki sagt mikið frá uppruna mínum úr þessu. Nema mamma var frá Hornströndum og ég held að pabbi hafi örugglega fæðst á Patró. Þvílík nostalgía! En ég er vestfirðingur í húð og hár. Takk fyrir að leyfa mér að rifja þennan indæla tíma  upp hér á blogginu þínu, ég er ekki viss um að þú áttir þig á því hvað hann er mér dýrmætur, eðlilega ekki :) Að lokum, ég er kona, einhvern veginn fannst mér að þú teldir mig karlmann þegar ég las athugasemdina þína. Það ætti að sjást á myndinni sem fylgir þar sem ég sit á milli sonanna minna tveggja :)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 26.7.2008 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband