Ísbirnir

 „Það eru bara ráðnar hreindýraskyttur á 30 þúsund kall á dag,“ segir Friðrik Jóhannsson, ferðaþjónustubóndi hjá Grunnuvík, um hópa á leið til Hornstranda. „Þetta er orðið mjög algeng hjá þeim sem þora að koma. Svo eru aðrir sem bara afpanta ferðirnar,“ segir hann og vísar þar til ótta við ísbirni á Hornströndum. Friðrik tekur fram að hann útvegi ekki skyttur.

Þeir ætla  að hafa mikil áhrif þessir tveir ísbirnir sem skotnir voru fyrir norðan fyrir stuttu.  Ég held nú að fólki sé óhætt að ganga um Hornstrandir.  Þar eru engir ísbirnir á þessum árstíma.  Ef fólk óttast ísbirni er auðvelt að kalla á hjálp og þar tekur ekki nema nokkrar mínútur að fljúga á Hornstrandir frá Ísafirði svo skotmenn væru komnir á staðinn um leið og sæist til ísbjarna.  Hins vegar geta ýmsar sögur valdið ótta hjá fólki og þá á það bara að sleppa því að fara á Hornstrandir.


mbl.is Vígvæðing á Hornströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er enn eitt Lúkasarmálið.  Mér er sagt að ísbirnir ráðist ekki á fólk af fyrra bragði.  Það þarf að upplysa fólk betur um atferli þessara dýra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 09:53

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þeir geta orðið ansi hungraðir og eta allt sem fyrir þeim verður og meira segja hafa ísbirnir etið mat úr niðursuðudósum, þefskynið er svo ofboðslega sterkt.

Það á heldur ekki að vanmeta mátt þeirra og atferli því þeir hafa oft ráðist á fólk.

Edda Agnarsdóttir, 26.7.2008 kl. 15:12

3 identicon

Efast nú um að birnir væru mjög hungraðir núna hér á Íslandi - nóg af lömbum, fugli og slíku til átu hérna yfir sumartímann.

Ása 26.7.2008 kl. 23:04

4 identicon

Ekki vildi ég mæta einum, hvað þá tveim.

Sigrún Jóna 27.7.2008 kl. 00:29

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er meðferð skotvopna ekki bönnuð á Hornströndum?  Þessar pælingar um hvort ísbjörn myndi éta hitt og þetta eru nú svolítið skrítnar, kannski er fólk búið að horfa of mikið á Disney-myndir.

Jóhann Elíasson, 27.7.2008 kl. 11:06

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jú Jóhann notkun skotvopna er bönnuð á Hornströndum, en það er leift að nota þau í neyð, sem vissulega væri fyrir hendi ef þarna væru ísbirnir.  Annars held ég að þetta sé rétt hjá henni Ásthildi að þetta er svona dæmigert "Lúkasarmál."

Jakob Falur Kristinsson, 28.7.2008 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband