Frjósemi

Livia og Alexandru Ionce, með þrettán af átján börnum sínum. Hin fjörutíu og fjögurra ára Livia Ionce varð í síðustu viku sú kona sem vitað er til að fætt hafi flest börn á tuttugu árum. Ionce fæddi sitt átjánda barn fyrir viku, stúlku sem nefnd hefur verið Abigail.

Þetta er ekki rétt því langafi minn Kristján Kristjánsson bóndi í Stapadal við Arnarfjörð eignaðist 23 börn, reyndar með tveimur konum og síðasta barnið eignaðist hann 82 ára gamall, en þá hafði hann verið rúmliggjandi í nokkur ár sökum elli.  Ég heyrði einhvern tíma um konu á einhverjum sveitarbæ nálægt Ólafsfirði og hún átti 19 eða 20 börn.  Það var rætt við þessa konu í útvarpinu fyrir nokkrum árum og þegar hún var spurð hvort hún væri ekki mikið gefin fyrir börn, þá svaraði konan; "Æ nei ég held ekki , ég þoli varla börn lengur".


mbl.is Frjósamasta kona jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já en sko ef þú lest greinina þá er hún að eiga þessi 18 börn á 20 árum.

Guðný 29.7.2008 kl. 11:44

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég las það Guðný en samt á bóndakonan við Ólafsfjörð metið.  Langafi minn er ekki methafi því að hann átti börnin með tveimur konum.

Jakob Falur Kristinsson, 29.7.2008 kl. 11:58

3 identicon

Ef þú lest fréttina betur þá er elsta barnið 23 ára.

Annars átti langamma mín 23 börn á 25 árum.

Gerður Sif 29.7.2008 kl. 12:01

4 identicon

Gerður - ætli við hljótum ekki að vera sam-langamma? Hvað hét þín?

Bragi Þór Valsson 29.7.2008 kl. 13:35

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hjördís, auðvitað var langafi minn ekki kona, ég nefndi hann bara sem dæmi um hvað fólk átti yfirleitt mörg börn.  Ef málið snýst um fjölda barna á 20 árum getur vel verið að þessi kelling sem býr í Bresku Kólombíu í Kanada  eigi þetta met.

Jakob Falur Kristinsson, 29.7.2008 kl. 14:02

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég tek öllu skotum með brosi á vör, Herdís svo þetta stuðaði mig ekkert.  Þetta hefur verið mikilmenni hann Árni Magnússon.  Átti hann kvennabúr að hætti araba?

Jakob Falur Kristinsson, 29.7.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband