Tap og aftur tap

Nú birtast þau í röðum uppgjör fyrirtækjanna fyrir fyrstu 6 mánuði þessa árs og alltaf er gert upp með tapi.  Þrátt fyrir að ýmsum bókhaldsbrögðum sé beitt.  Eitt fyrirtækið var komið með neikvætt eigið fé, sem þýðir að ekki eru lengur til eignir fyrir skuldum og samkvæmt lögum á slíkt fyrirtæki að óska eftir gjaldþrotaskiptum.  Það var ekki gert heldu ákvað stjórn þessa fyrirtækis að hækka verðmæti hlutabréfa sem það á í sjálfum sér (má vera 10%) um 2 milljarða og fá þannig út jákvætt eigið fé.  Annað fyrirtæki færi til tekna hjá sér ákveðna upphæð sem var tapið og gerði tapið að eign og rökin voru þau að þetta tap væri síðan hægt að nýta til frádráttar skattagreiðslum þegar fyrirtækið færi að skila hagnaði.  Mörg fyrirtæki færa sem eign viðskiptavild (goodwill) og það merkilega við þessa færslu er að hún er óseljanleg í fyrirtæki sem rekið er með tapi.  Öll útgerðarfyrirtæki færa afnotarétt sinn að fiskimiðunum sem eign þótt að í lögum standi að óveiddur fiskur á Íslandsmiðum sé eign íslensku þjóðarinnar og afnotaréttur geti  ALDREI skapað eign.  Svo eru líka fréttir um að gömul og gróin fyrirtæki fari í gjaldþrot síðast var það Hans Pedersen hf. en eigendur þar lokuðu bara verslunum og eru búnir að stofna nýtt fyrirtæki með sömu starfsemi bara bý kennitala.  Þetta gerðu líka eigendur Íslandsprents þar var bara skipt um húsnæði og allar vélar og tæki hirt úr gamla fyrirtækinu og það skilið eftir eignalaust.  Það vekur talsverða undrun að Íslandsprent skuldaði ríkissjóði háar upphæðir vegna virðisaukaskatts, tolla ofl. en samt hafði þetta  fyrirtæki prentað mikið fyrir ríkið og féll alltaf sína reikninga greidda með vsk.  Það er eins og engum hafi dottið það í hug að taka þær greiðslur uppí skuldina við ríkissjóð, fyrirtækið skuldaði lika miklar upphæðir í lífeyrissjóðsgjöld.  Hafði reyndar aldrei greitt krómi frá stofnun eða í 4 ár.  Nú eru miklir erfiðleikar eru hjá Ræsir hf. sem hefur sagt upp öllu sínu starfsfólki og ætli það verði ekki gjaldþrota líka.  Skipta hf. móðufélag Símans er með bullandi tap samt er þar fært til tekna væntingar um betri tíð eða eitthvað álíka.  Þetta á víst að veru einhverjar hugmyndir í höfðum tæknimanna um að gera reksturinn betri.  Öll eru þessi fyrirtæki að fækka starfsfólki og fjölda atvinnuleysi blasir við.  Þessi gjaldþrotahrina er rétt að byrja og þegar kemur fram á haustið verður þetta daglegar frétti að fyrirtæki sem flestir töldu að stæðu vel verða lýst gjaldþrota.

Hvernig í ósköpunum á svo hinn venjulegi íslendingur að skilja þessi uppgjör og átta sig á hvað er rétt og hvað er rangt.  Þegar allskonar reiknikúnstum er beitt við uppgjör fyrirtæja, og gengi svo langt að gera tap að eign.  það má vel vera að þetta sé allt löglegt en siðlaust er það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband