Úff

Þetta var erfið nótt hjá mér, ég ætlaði aldrei að geta sofnað og var alltaf að vakna með miklar áhyggjur og þær eru enn.  Algjör vanlíðan og einmannaleiki.  Ástæðan er eftirfarandi;

Í gær talaði ég við konu sem ég taldi að væri heilsteypt, hreinskilin og heiðarleg.  Við töluðum saman í síma í gær og áttum gott samtal.  Ekki vildi hún gefa mér  upp hvar hún ætti heima eða sitt símanúmer.  Hún vildi hafa þann háttinn á að ég sendi henni skilaboð þegar ég hefði áhuga á að tala við hana, en hún er ein af mínum bloggvinum.  Mér leið í fyrsta sinn í marga mánuði vel eftir þetta símtal og taldi að loksins væri ég búinn að eignast góðan vin, sem ég gæti alltaf haft samband við ef á þyrfti að halda.  Og var að vona að við gætum hitist og talað saman og okkar samband myndi þróast í góða og einlæga vináttu.   En seint í gærkvöldi hringir síminn og í honum er kona sem kynnir sig sem aðar konu sem einnig er minn bloggvinur og spyr hvort það sé í lagi að hún heimsæki mig um næstu helgi og taldi ég það sjálfsagt mál, þar sem ég bý einn og fáir koma í heimsókn og er ég því feginn ef ég á von á heimsóknum og mitt heimili er öllum opið en hafði strax þekkt röddina og vissi að þessa var sú sama og ég hafði talað við þennan sama dag en ætlað að vita hvað hún myndi ganga langt í þessari stríðni sinni.  Síðan ætlað ég að stríða henni á móti.  Ég varð alveg sannfærður þegar konan fór að ræða um ýmsa hluti , sem ég vissi að ég hefði aldrei rætt við þá konu sem hún sagðist vera.  Hef reyndar aldrei talað við þá konu í síma en leyfði henni að tala út og játti öllu sem hún sagði.  Þá kom allt í einu skellihlátur og konan kynnti sig með sínu nafni og var þá eins og ég taldi mig vita komin sama konan og ég hafði talað við fyrr um daginn.  Hún sagði "Jæja þú ert þá svona og ég held að best væri að við höfum ekki samband aftur."  En áður en ég gat sagt eitt einasta orð, var skellt á.  Ég sendi henni skilaboð og reyndi að útskýra mitt mál og bað hana að sofa á þessu í nótt og hringja í mig á morgun(í dag)  Nú verður þessi dagur eintóm vanlíðan við að bíða hvort hún hringir eða ekki.  Ef þetta á að kallast góð vinátta þá hef ég misskilið það hugtak.  Ég hef alltaf verið traustur við þá sem vilja vera mínir vinir.  Ég er ekki heldur langrækin að eðlisfari og fyrirgef fólki fljótt ef það gerir eitthvað á minn hlut.  Því hef ég fyrirgefið þessari konu þetta símtal og vona að hún sé sú manneskja sem ég taldi og hringi í mig í dag.  Ég er að fara til Horsen í Danmörk næstu daga til að ganga endanlega frá kaupum mínum á bátnum þar og ætlaði að bjóða þessari vinkonu með en ef hún hringir ekki í mig í dag verð ég að líta svo á að hún sé ákveðin í að slíta okkar vináttu.  Henni finnst sennilega ekki mikið til þess koma að eig mig sem vin sinn, en ég er fatlaður öryrki og því hefur hún sett upp þetta leikrit til að losna við mig.  En ég hef nú samt mínar tilfinningar og vill njóta lífsins.

Ég hef þjáðst af þunglyndi síðan ég lendi í hinu alvarlega slysi en verið nokkuð góður undanfarið en í gærkvöld kom heiftarlegt þunglyndiskast og ég sat og grét og grét í langan tíma.  Tilfinningin var eins og ég hefði misst náinn ættingja.

En vonandi fæ ég símhringingu frá henni í dag og lífið fer að brosa á ný.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Vonandi fær þessi frásögn hamingjusaman endi. Megi sólin skína í hjarta þínu.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.8.2008 kl. 09:01

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagurinn í dag getur bara orðið betri hjá þér

Jónína Dúadóttir, 4.8.2008 kl. 09:13

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er vonandi að þessi misskilningur leysist. Lífið er val. Ef þú ferð í göngutúr getur þú kvartað yfir hundaskítnum á gangstéttinni eða horft til himins og dáðst af skýjunum, fuglunum og fegurð heimsins. Þunglynt fólk á það til að rýna niður fyrir sig, sjá skítinn og gleyma því fallega. Það er sjálfsagt að líta niður af og til og passa sig að stíga ekki í hann, en ekki gleyma að horfa upp.

Villi Asgeirsson, 4.8.2008 kl. 09:17

4 Smámynd: egvania

Kæri Jakob!

 Því miður er til fólk sem veit ekki hvað einlæg vinátta og trúfesta er, verum meira virði en þeir sem svíkja okkur og höldum áfram okkar veg í átt til framtíðar og horfum til himins.

Kærleikskveðja Ásgerður

egvania, 4.8.2008 kl. 10:34

5 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Sendi þér góða kveðju. Það á ekki að leyfa óheiðarlegu fólki að draga sig niður en það gerist samt. Ég þekki það.

Marta Gunnarsdóttir, 4.8.2008 kl. 10:39

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er nú sem betur fer allt komið í lag, ég fékk send skilabið frá konunni og bíð núna bara eftir símtali frá henni.

Jakob Falur Kristinsson, 4.8.2008 kl. 10:45

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn.

Þetta er mjög lákúrulegt en vonandi lærir þessi kona að hún á ekkert með að  leika sér af tilfinningum annarra.

Drottinn blessi þig og hressi.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.8.2008 kl. 11:00

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég vil ekki að fólk sé að ásaka þessa vinkonu mína hér á minni síðu, þetta er góð og heiðarleg kona og þess vegna vil ég vera vinur hennar áfram.  Við erum sátt núna svo fleiri skrif gera mér ekkert gott.

Jakob Falur Kristinsson, 4.8.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband