Skemmtiferðaskip

Queen Elizabeth 2 við legufæri á Skutulsfirði. Dash-8...Breska skemmtiferðaskipið Queen Elizabeth 2 kom í morgun til Ísafjarðar og hefur legið við legufæri í Skutulsfirði. Skipið gat ekki lagst við höfnina enda er það engin smásmíði, um 70 þúsund lestir. Um 1800 farþegar komu með skipinu og settu þeir svip sinn á bæinn í dag og nutu veðurblíðunnar.

Ég man vel eftir þegar ég var á sjónum og á úthafsrækju og þessi stór skip voru að sigla framhjá og þá hugsaði maður oft hvað það væri nú notarlegt að vera á barnum þarna um borð.  Í eitt skipti vorum við á leið til Bolungarvíkur af miðinum og ég sem stýrimaður átti alltaf að taka landstímið og þegar við erum búnir að sigla framhjá Hornbjargi og ég með stefnuna vá Straumnes þá var staddur í brúnni hjá mér færeyingur sem var mikið með okkur.  Ég var búinn að sjá í radarnum að við vorum að fara að mæta stóru skipi.  Færeyingurinn stóð og horfði út um einn gluggann og var alltaf að segja við mig að passa mig á litlu plastbátunum sem voru mikið á handfærum á þessum slóðum og sáust illa í radar.  Allt í einu kallar færeyingurinn ég sé  þarna eina trillu út af Straumnesi þú verður að passa þig og farðu dýpra fyrir Straumnesið.  Ég hélt óbreyttri stefnu og sífellt stækkaði skipið og þegar við mættum því við Straumnes þá var þetta eitt risastórt skemmti ferðaskip.  Ég setti þá stefnuna á Bolungarvík og sagði við færeyinginn hvað ætli hafi verið margir kallar á handfærum þarna um borð.  Hann svaraði engu og fór niður í sinn klefa og skömmu síðar ræsti ég skipstjórann en þá vorum við að koma í höfn í Bolungarvík.


mbl.is Sögufrægt skemmtiferðaskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob.

"Skipið gat ekki lagst við höfnina enda er það engin smásmíði, um 70 þúsund lestir."

Hann Ai bloggvinur minn er búinn að gera grín af þessu að skipið gat ekki lagst við HÖFNINA.

Færeyingurinn var flottur, hélt bara að þarna væri smá dugga á ferð.

Guð blessi þig og hressi.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.8.2008 kl. 00:37

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða nótt, ég vona að mig dreymi að ég sé á siglingu með stóru  skemmtiferðaskipi. 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 00:40

3 identicon

Sæll Jakob.

Ekki langt frá þar  sem Drottningin liggur við festar,

 setti ég í mína fyrstu lúðu undir Básunum,   á gamla veiðistöng. Og eldrauðir þorskar á maganum komu líka nokkrir.

 Gaman þá.

Þórarinn Þ Gíslason 5.8.2008 kl. 02:37

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ásdís það er alltaf hægt að láta sig dreyma og vonandi hefur þig dreymt þetta í nótt.

Jakob Falur Kristinsson, 5.8.2008 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband