Mannréttindi

„Ég vil sem almennur borgari hefja baráttu fyrir því að það verði ein hjúskaparlög í landinu. Þetta hefur þegar gerst í Noregi og ég held að það sé ekki langt í að við siglum í kjölfarið,“ segir dr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholti.

Þetta er gott framtak og ég tek undir með prestinum að sett verði ein hjúskaparlög í landinu.  Það á að hætta að vera með sér hjúskaparlög fyrir samkynhneigða.  Þeir eiga að njóta sömu réttinda og aðrir sem búa á Íslandi.


mbl.is Engan afslátt af mannréttindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sammála þessu.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.8.2008 kl. 13:06

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sagði Jesús þetta sama og þið? Nei (hann sagði hjónaband að vilja Guðs aðeins fyrir mann og konu). Sögðu postular hans það? Nei, þvert á móti. Á þá að leggja annan grundvöll en lagður var? Það virðist ætlun sumra. Er þeim þá efst í huga að fylgja vilja Krists og þeirra sem hann fól á hendur að boða sína kenningu? Nei, fjarri virðist því. En er ekki allt í lagi á 21. öld að leggja annan grundvöll en lagður var á 1. öld? Áttu við: ef þú vilt samt heita og vera kristinn? Er okkur ekki einmitt sagt í Nýja testamentinu, að "annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur"? – Hugleiðum þetta, gott fólk.

Jón Valur Jensson, 9.8.2008 kl. 01:44

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jón Valur, Biblían er skáldskapur og nú á 21. öld eru aðrar hugsanir en voru á þeirri 1. öld.  Við hljótum að að aðlaga okkar kristnu trú að breyttum tímum.  Samkynhneigð hefur verið til frá því að mannkynið varð til, en verið fordæmd í Biblíunni.  Við getum alveg verið kristið fólk þótt við viðurkennum samkynhneigð í dag.  Það sem ég var að skrifa um eru orð sóknarprests hjá þjóðkirkju okkar.  Bókstafstrúarmenn eins og þú segja að þetta eða hitt verði að vera óbreytt, því allt sem Jesús sagði er fullyrt að hafi verið höggvið í stein.  Hvar er þessi steinn i dag?  Ég held því miður Jón Valur að sá steinn sé ekki til og hafi aldrei verið til.

Ég ætla siðan að biðja þig um að fara ekki að skrifla neinar langlokur hér á minni síðu.  Ég fékk nóg af slíku á síðunni hennar Höllu Rut í deilum við þig um fóstureyðingar.  Ég er ekki að banna þér að svara nema síður sé en hafðu það stutt og hnitmiðað.

Jakob Falur Kristinsson, 9.8.2008 kl. 13:44

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Jakob, þarna flaskarðu á því – Biblían er nefnilega ekki skáldskapur, eða vogarðu þér að fullyrða það við hvaða kristna manneskju sem þú hittir, og ertu reiðubúinn að mæta á málþing til að verja þá fullyrðingu þína með rökum? En þrátt fyrir þessa afneitun þína á undirstöðu kristindómsins telurðu þig hafa rétt til að tiltaka eitthvað um það, hvernig "við getum alveg verið [sem] kristið fólk". Það er ekki ótrúaðra að ákvarða um það. Svo er þetta ekki einföld spurning um samkynhneigð, heldur samkynja mök og kristið hjónaband. Langlokan verður ekki lengri!

Jón Valur Jensson, 9.8.2008 kl. 14:25

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Með hvaða rökum getur þú sannað að Biblían sé ekki skáldskapur.  Gamla Testamentið á ekkert skylt við kristna trú heldur eru þetta nánast fornsögur gyðinga, líkt og okkar Íslendingasögur eru.  Hvað varðar nýja Testamentið þá er það rit kristinna manna.  Líkt og rit annarra trúarbragða t.d. Búddatrú, Íslamstrú ofl.  Fyrst gengu frásagnir postulanna mann fram af manni og hafa því breyst í meðförum manna, þar til þær voru settar á pappír.  Nú veit ég ekki hvenær fyrsta Biblían kom út, en þú veist það örugglega.  Út frá þeim forsendum að frásagnir postulann hafi breyst frá upprunalegu mynd þar til fyrsta Biblían var prentuð, dreg ég þá ályktun að hún sé skáldskapur.  Spurningin um samkynhneigð og samkynja mök er einföld og svarið er augljóst en það er hvort við nú á 21. öld ætlum að hafa ein hjúskaparlög í landinu og þar með viðurkenna að samkynhneigðir njóti sömu mannréttinda á Íslandi og aðrir.  Mitt svar er

Jakob Falur Kristinsson, 10.8.2008 kl. 08:36

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Fyrirgefðu Jón ég svaraði ekki öllum þýnum spurningum og ætla að bæta þar úr:

1.  Já ég  leyfi mér að fullyrða mínar skoðanir við kristið fólk um mitt álit á Biblíunni.

2.  Ég er alveg reiðubúinn til að mæta á málþing og verja mínar skoðanir með rökum.

3.  Ég er trúaður kristinn maður og tel mig því hafa fullan rétt á að setja fram mínar skoðanir við annað kristið fólk.  En ég er ekki bókstafstrúarmaður eins og þú.

Jakob Falur Kristinsson, 10.8.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband