Bloggvinir

Í gær eignaðist ég nýjan bloggvin sem, er sú ágæta kona Ragnhildur Sverrisdóttir og eru þá þær systur báðar orðnar mínir bloggvinir.  Bæði Ragnhildur og Margrét.

En á sama tíma henti mér út sem bloggvini önnur kona.  Þetta er ósköp eðlilegt svona er lífið.  Maður er að eignast vini og glata vinum allt lífið, nýir koma og aðrir fara í þeirra stað.  nú er ég að verða mjög spenntur að flytja í nýja raðhúsið, því þar sem ég bý núna eru nær allir íbúarnir ellilífeyrisþegar og á aldrinum 70-80 ára og þótt ég hafi kynnst mörgu að þessu fólki, þá finn ég að ég á ekki samleið með því og heimsæki aldrei neinn hér í húsinu.  Enda er ég oft spurður að því hversvegna ég búi á elliheimili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Já drífðu þig af elliheimilinu. Nógur tími þegar þú sjálfur ert orðinn eldri borgari en þá verður örugglega dillandi fjör. Nóg af liði sem er komið á markaðinn aftur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.8.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Svona er lífið ein kemur þá önnur fer.......

Hrönn Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 11:19

3 Smámynd: egvania

 Dove 





egvania, 8.8.2008 kl. 13:24

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er enn hér og fer ekki neitt 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 19:54

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er gott Ásdís mín að þú ert ekkert á förum.  Hvaða fígúrur ert þú að senda mér Ásgerður.  Rósa ég ætla að ganga frá leigunni á raðhúsinu um helgina.  En þetta er svo stórt að ég þarf kort af íbúðinni til að rata.  Þar sem ég þarf ekki að nota nema tvö herbergi sjálfur þ.e. eitt til að sofa í og annað fyrir allt tölvudótið mitt.  Svo ég get hugsanlega leigt út tvö herbergi en aðeins fyrir konur og svo verður stofan,borðstofan, eldhús, baðherbergi og þvotthús sameiginlegt.  Þannig næ ég í 80 þúsund í leigutekjur og ef leigan verður 140 þúsund þá borga ég sjálfur 60 þúsund og fæ húsaleigubætur um 15 þúsund og er þetta þá komið í 55 þúsund á móti 75 þúsundum sem ég er að borga hér.

Jakob Falur Kristinsson, 8.8.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband