Danmerkurferð

Nú er orðið ákveðið að fara til Danmerkur til að skoða skemmtibátinn eftir um 3 vikur og ætlar seljandinn að koma með til að sína mér bátinn sem ég er að kaupa.  Hann ætlar að sigla með okkur þarna um en fer svo fljótlega heim aftur.  Við fljúgum til Kaupmannahafnar og leigjum síðan bíl til að fara til Horsens á Jótlanndi en þar er báturinn geymdur.  Með mér fer góð vinkona mín Guðrún Pétursdóttir fyrrverandi fegurðardrottning Íslands og þótt hún sé aðeins eldri en ég þá er hún mjög myndarleg kona í dag.  Við erum ákveðin í því að fyrst við verðum komin til Kaupmannahafnar á annað borð ætlum við að stoppa þar í um viku.  Leika okkur í Tívolí og fleira skemmtilegt, sem hægt er að gera í þessari fyrrum höfuðborg Íslands.  Ég ætla að mynda allt ferðalagið og setja síðan inná mína siðu.  Þetta verður örrugglega skemmtilegt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hljómar mjög spennandi, gaman að fara í ferðalag með fallegri eldri konu

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt og ég ætla að njóta þess í botn.

Jakob Falur Kristinsson, 9.8.2008 kl. 13:27

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn.

Líst vel á og njóttu ferðarinnar.

Guð blessi þig og hressi.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.8.2008 kl. 17:29

4 Smámynd: Björgvin S. Ármannsson

Ég verð einmitt í Horsens helgina 29-31 ágúst á svonefndu Middelalderfestival :)

 Góða ferð Jakob og góða skemmtun, eg fór í tívolí ásamt vini mínum í fyrrasumar, í fyrsta skipti sem ég fer barnlaus, keypti mér dagspassa og við eyddum þarna heilum degi og skemmtum okkur konunglega, fórum í að ég held bara öll tækin. :)

Björgvin S. Ármannsson, 10.8.2008 kl. 01:57

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég fer ekki fyrr en í september.

Jakob Falur Kristinsson, 10.8.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband