MMC-vottun

Ég skrifaði fyrir stuttu síðan um MMC-vottun á fiski.  MMC /Marin Sreward Consil) er nú orðin alþjóðlegur stimpill á fiskafurðum og á að tákna að viðkomandi fiskur sé veittur úr sjálfbærum fiskistofnum.  Í Morgunblaðinu í dag er mjög fróðlegt viðtal við Hilmu Sveinsdóttur sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Ice-co, sem hefur sérhæft sig í að selja ferskan fisk til Sviss.  Í viðtalinu kemur fram að þegar hún fór að kanna þennan markað 1994 kom hún allstaðar að lokuðum dyrum.  Því eigendur verslana, sem selja ferskan fisk sögðust hafa prufað að eiga viðskipti við íslendinga, en ekki gengið vel.  Þeir sögðu að íslendingar höguðu seglum eftir vindi og sending sem átti að fara til þeirra var kannski send til USA ef hærra verð var þar á þeim tíma.  En Hilma gafst ekki upp og í nætum heilan áratug var hún að byggja upp viðskiptasambönd í Sviss.  2006 voru þrjár af stærstu verslunarkeðjum í Sviss, sem selja ferskan fisk komnar með 75% af markaðinum.  Ice-co seldi fyrir HB-Granda, Brim og fleiri smærri aðila.  Þegar mest var mun salan hafa verið um 2-3 þúsund tonn af þorski upp úr sjó.   Þessar verslunarkeðjur greiddu hæsta verðið en kröfðust í staðinn að afhending vörunnar yrði stöðug og jöfn allt árið og þeir vildu bara línuveiddan þorsk.  Bæði hafa Ice-co og verslunarkeðjurnar í Sviss verið að þrýsta á íslensk stjórnvöld og hafsmunaaðila að taka upp þessa vottun, en ekkert hefur gengið ennþá.  MMC-vottun er eini alþjólega vottun á fiski sem allir þekkja.  Nú hafa þessar þrjár verslunarkeðjur í Sviss tilkynnt Ice-co að þær muni ekki kaupa meiri fisk frá Íslandi, því þeir verði að geta sannfært sína viðskiptavini um að fiskurinn sé veiddur úr sjálfbærum stofnum og eina sem geti sannfært þá er að merkið MMC sé á vörunni.  Ég er hræddur við að fleiri eigi eftir að koma í kjölfarið og þá verður algert hrun á útflutningi á ferskum fiski, sem hefur verið sú grein í sjávarútvegi, sem mestum virðisauka hefur skilað til Íslands.

Sjávarútvegsráðherra hefur fullyrt að við værum með besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi og þá vaknar sú spurning hvað er í veginum að taka upp MMC-vottun á fiski nú þegar.  Ég veit á hverju þetta mál stoppar.  En það er vegna þess að LÍÚ ofl. gátu sannfært ráðherrann um að betra væri að vera með sérstaka vottun fyrir Ísland og er víst verið að vinna að því máli núna.  Ef við verðum með aðra vottun en flestar þjóðir og merkjum okkar vöru með slíku merki þá munum við ekki fara aftur inn á ferskfiskmarkaðinn a.m.k. ekki til Sviss, þar sem hæsta verð er greitt.  Viðskiptavinirnir þekkja bara eitt merki sem er MMC og munu ekki líta á vöru sem merkt er á annan hátt.

Hvað vakir fyrir mönnum sem vilja vera með sér íslenska gæðavottun?.  Eru þeir í raun að senda þau skilaboð að fiskur á Íslandsmiðum sé ekki veiddur úr sjálfbærum stofnum?  Er það orðið álit LÍÚ að íslenska kvótakerfið sé stór gallað (Sem það reyndar er).  Ætlum við að fórna bestu tekjulind í sjávarútvegi vegna sérvisku nokkurra manna.

Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra nú verður þú að grípa inn í og ákveða að MMC-vottun verði komið á sem fyrst.  Sá skaði sem þegar hefur orðið verður ekki bættur en hægt væri að forða því að hann yrði meiri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband