Stóra lánið ekki tekið

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherraSé tekið mið af stöðunni á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum í dag er einfaldlega of dýrt fyrir íslenska ríkið að taka lán til að styrkja gjaldeyrisforðann. Þetta kemur fram í viðtali við Árna M. Mathiesen á fjármálavefnum Bloomberg.

Þetta er ekki rétt hjá Árna nema að hluta til.  Það yrði mjög dýrt að taka lánið.  En Árni sleppir að nefna að það vill enginn þjóð lána Íslandi peninga af þeirri einföldu ástæðu að efnahagsstjórn er hér í molum og ríkisstjórnin gerir ekki neitt.

Nú er ríkisstjórnin búin að láta Íbúðarlánasjóð lána bönkunum nokkra milljarð eða sem nemur allri þeirri upphæð sem bankarnir höfðu lánað til íbúðakaupa, sem þeir ætluðu sér að sitja einir að á sínum tíma og vildu að Íbúðarlánasjóður yrði lagður niður. 

Nú eru allir stóru bankarnir búnir að birta sín uppgjör fyrir fyrstu 6 mánuði þessa árs.  Allir skila þeir nokkurra milljarða hagnaði hver.  Hvernig ætlar ríkisstjórnin að réttlæta fyrir hinum almenna skattgreiðenda að þessi aðstoð við bankana hafi verið þörf.  Því allt sem ríkið eða stofnanir þess greiða, er að lokum greitt af skattgreiðendum þessa lands.  Á sama tíma eru bankastjórum greidd laun um 60-70 milljónir á mánuði eða upphæð sem tekur venjulegt fólk alla ævina að vinna fyrir.  Svo til að kóróna nú alla vitleysuna nýta tveir af stjórnendum Kaupþings sér stakan kaupréttarsamning á hlutabréfum sem færi þessum tveimur mönnum álíka tekjur og t.d. Blönduós hefur í tekjur á ári.  Kaupþing var í hópi þeirra banka sem ríkið er nýbúið að styrkja með fé skattborgara.  Hvernig halda stjórnvöld að fólki líði núna, sem er að miss sínar íbúðir vegna greiðsluerfiðleika og les svona fréttir og veit að þeirra skattar munu fara í að hjálpa þessum mönnum, sem með bruðli og flottræfilshætti voru komnir með allt niður um sig.  Það er nokkuð ljóst að núverandi stjórnarflokkar munu tapa miklu fylgi í næstu kosningum, sérstaklega Samfylkingin, sem hefur gefið það út að hún hugsi um þá sem minna mega sín í þjófélaginu. 

Þetta getur ekki gengið svona lengur.  Nú á að rjúfa þing og boða til kosninga svo hægt verði að fá í ríkisstjórn fólk með fullu viti. 


mbl.is Of dýrt að efla gjaldeyrisforðann nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband