Ásmundur fær ekki að fara á sjó

Nú hefur Ásmundur, trillukarl hér í Sandgerði verið færður til hafnar af Landhelgisgæslunni og í framhaldi innsiglaði lögreglan bát Ásmundar.  Mun hann eiga að mæta í yfirheyrslur á mánudag.  Hann segir sjálfur vera fegin að þeir hafi loksins tekið sig, því eftir því var hann að bíða og vonar að hann verði ákærður núna svo málarekstur geti hafist sem fyrst.  Þetta verður hið mesta vandræðamál fyrir stjórnvöld ef kemur nú önnur kæra til Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna um brot á mannréttindum.  Þá held ég að við getum gleymt framboði okkar til Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna.  Reyndar var sjávarútvegsráðherra eitthvað að reyna að klóra í bakkann með bréfaskriftum til nefndarinnar.  En kvótakerfinu hefur ekkert verið breytt eins og þessi nefnd var búin að benda á að þyrfti að gera og svo bætist þetta mál við.

Framkvæmdastjóri LÍÚ hefur verið að blása því upp að Ásmundur hafi átt hlut í útgerð og kvóta og selt það og því grætt mikið á sama kerfi og hann er að mótmæla nú.  Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ veit vel að þetta er bara kjaftæði og rugl.  Það er alveg rétt að Ásmundur átti hlut í útgerðarfélaginu Festi hf. í Grindavík og átti það félag bátinn Þórshamar GK en þetta var á fyrstu árum kvótakerfisins og öllum sagt að það væri bara sett á til reynslu.  Þess vegna var aflakvóti skips aldrei verðlagður við kaup og sölu á skipum á þeim tíma.  Ég veit þetta af eigin reynslu því á þeim árum var ég bæði að kaupa og selja skip og aldrei var kvótinn reiknaður sem verðmæti enda stendur í lögum um stjórn fiskveiða að allur aflakvóti á Íslandsmiðum sé sameign íslensku þjóðarinnar og tímabundin afnotaréttur geti ALDREImyndað eignarrétt.  Það var svo ekki fyrr en 1991 sem frjálsa framsalið á kvóta var sett í lög og einnig heimild til að veðsetja hann þá byrjaði allt kvótabraskið og verðmyndun varð til á hverri fisktegund.  Þannig að Ásmundur hefur aldrei grætt á kvótasölu.  En svo lengi má hamra deigt járið að það bíti og hef ég orðið var við að margt fólk tekur orð Friðriks J. alvarlega og er farið að fullyrða í útvarpi að hann hafi grætt svo og svo mikið á kvótasölu.  Ég held að Friðrik J. Arngrímsson ætti að skammast sín fyrir að bera út lygar um heiðarlegan mann, þar sem ég efast um að Friðrik viti hvað heiðarleiki er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband