Borgarstjórn

Núverandi meirihluti er myndaður af D og F-lista. Fullyrt var í fréttum Sjónvarpsins, að sjálfstæðismenn vilji styrkja meirihlutasamstarfið við F-lista í borgarstjórn Reykjavíkur og fá Framsóknarflokkinn inn í samstarfið. Það telji framsóknarmenn af og frá og eigi flokkurinn að taka upp samstarf við D-lista verði Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, að víkja.

Alltaf er verið að flækja málin í borgarstjórn.  Ég hef ekki mikla trú á að Óskar Bergsson gangi til liðs við þennan meirihluta og ekki heldur þótt Ólafur F. Magnússon verði látin víkja.  Framsókn mælist með mjög lítið fylgi í Reykjavík og veitir því ekki af tímanum til að byggja það upp fram að næstu kosningum.

Það er hinsvegar að frétta af þessum málum að það sitji enn í Ólafi þegar Vilhjálmur Þ. var í viðræðum við hann um meirihluta eftir síðustu kosningar og var á sama tíma að ræða víð Björn Inga Hrafnson og myndaði meirihluta með honum.  Mun Ólafur F. Magnússon vera búinn að ákveða að þegar kemur að því að sjálfstæðismenn fái borgarstjórastólinn, þá ætli Ólafur að segja sig úr borgarstjórn.  Við sæti hans tekur þá Margrét Sverrisdóttir og núverandi meirihluti er fallinn um leið.  Nema að takist að lokka Margréti til samstarfs og þá með því að hún verði næsti borgarstjóri.  Það er þetta sem sjálfstæðismenn óttast mest og eru því farnir að daðra við Óskar Bergsson.  Verða þá 4 aðilar á fullum launum sem borgarstjóri.

Geir H. Haarde mun víst hafa orðið miklar áhyggjur af borgarmálunum og fylgistapi flokksins og telur að Hanna Birna hafi ekki standa sig nægjanlega vel sem, oddviti borgarstjórnarflokksins og mun hafa viðrað þá hugmynd að Hanna Birna verði ekki næsti borgarstjóri ef flokkurinn verður þá í þeirri stöðu að fá borgarstjórastólinn.  Geir mun víst vilja fá Ásdísi Höllu Bragadóttur í það embætti, en hún stóð sig vel sem bæjarstjóri í Garðabæ og seinna sem forstjóri BYKO.

Þannig að Hrunadansinn mun áfram verða stigin í Ráðhúsi Reykjavíkur.


mbl.is Vilja styrkja meirihlutann í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Þetta er nú ljóta steypan þarna í borgarstjórn.

Hugsa sér að þarna eru tveir læknar. Fólk býr á götum borgarinnar, skítugt og svangt og sumir hafa því miður dáið undir berum himni í Reykjavíkurborg. Hjálpræðisherinn sótti um styrk til borgarstjórnar nr. 1,2,3????? og var synjað en Björk og Sigurrós fengu styrk fyrir tónleikana. Það þarf að forgangsraða. Fólk í fyrirrúmi.

Vertu Guði falinn.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.8.2008 kl. 06:10

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er bara kexruglað fólk, sem er í borgarstjórn Reykjavíkur.

Jakob Falur Kristinsson, 13.8.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband