Borgarstjórn

Enn einu sinni ætlar hinn sundurlyndi hópur sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, að reyna að halda sér í meirihluta með einum manni sem ekki nýtur stuðnings síns varamanns.  Þetta verður nákvæmlega sama staðan og var með Ólaf F. Magnússon.  Nú er það Óskar Bergsson sem tekur við og heldur sjálfstæðisflokknum í herkví.  Það verður sama hvað Óskar fer fram á að alltaf verða sjálfstæðismenn að hlýða.  Þótt Hanna Birna verði borgarstjóri er það Óskar sem öllu ræður og mun nota sér það.  Nú þegar er farið að heyrast að Óskar ætli  Alfreð Þorsteinssyni stjórnarformennsku í Orkuveitunni og fleira mun fylgja í kjölfarið og á meðan dalar fylgi D-dátanna stöðugt.

Ég get ómögulega skilið hvað sjálfstæðismenn ætla sér með þessu nýja samstarfi og þótt Hanna Birna berji sér á brjóst og segi; "Ég ætla að axla ábyrgðina á þessum meirihluta."  En hvernig ætlar hún að gera það?  Gísli Marteinn ætlar að flytja til Edinborgar og vera þar næstu 12-14 mánuði og skreppa heim til að sitja fundi hjá borginni og segir það taka um 30 mínútur að komast á milli.  Þetta er nú bara bull.  Ég á dóttur sem er við nám í Edinborg og til að komast í flug til Íslands þarf hún að aka til Glasgow og það eitt tekur meira en 30 mínútur og þá er eftir flugið heim sem er rúmar tvær klukkustundir.  Það er ekkert beint flug frá Edinborg til Íslands.   Ég veit ekki með hvaða faratæki Gísli Marteinn ætlar að fara þessa leið á 30 mínútum.  Enda skiptir sjálfsagt engu hvort hann situr fundi hjá borginni eða ekki, hann er algerlega áhrifalaus, því eins og áður sagði verður Reykjavíkurborg stjórnað af einum manni og hann heitir:

Óskar Bergsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband