Er Guð til?

Michael Moore.Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore er ekki óvanur því að valda fjaðrafoki með orðum sínum, og hefur hann nú vakið athygli með því að segja að fellibylurinn Gústav, sem stefnir á New Orleans, sé sönnun þess að Guð sé til vegna þess að bylurinn komi illa við repúblíkana, sem ætla að hefja landsfund sinn á morgun.

Flest er nú farið að kenna við Guð almáttugan.  Ef Guð er til hvers vegna ætlar hann að leggja sömu borgina í rúst og fyrir þremur árum?  Þetta er ekki sönnun heldur ágiskun hjá leikaranum.


mbl.is Segir Gústav sönnun þess að Guð sé til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

MM er ekki leikari heldur kvikmyndagerðarmaður fyrst og fremst minn ágæti Jakob!

SVo er þetta sagt í gríni, á ekki að vera hægt að misskilja það.

Magnús Geir Guðmundsson, 1.9.2008 kl. 17:50

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Flest er nú hægt að kalla grín.

Jakob Falur Kristinsson, 2.9.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband