Flutningur á síma

 Símafyrirtæki er ekki heimilt að synja neytanda um að flytja viðskipti sín með vísan til þess að hann eigi óuppgerðar skuldir við fyrirtækið. Þetta kemur fram í umsögn talsmanns neytenda um nýjar reglur um númera- og þjónustuflutning.

Það getur verið flókið mál að fá síma fluttan.  Því fékk ég að kynnast þegar ég flutti hingað í Sandgerði í desember 2005.  Ég óskaði eftir að síminn sem ég hafði á Bíldudal yrði fluttur á mitt nýja heimili í Sandgerði.  Ég hafði mjög fljótlega samband við Símann og fékk þær upplýsingar að ég yrði að fylla út ákveðið eyðublað og það átti ég að sækja til Símans við Ármúla og fylla út og skila aftur á sama stað.  Ég fór í afgreiðsluna og tók númer og þótt að við afgreiðslustörfin væri fjöldi fólks við vinnu gekk þetta á hraða snigilsins og maður horfði á sumt afgreiðslufólkið bara sitja og gera ekki neitt.  Þegar ég fékk loksins afgreiðslu og fyllti út eyðublaðið þá spurði ég hvað þetta tæki langan tíma.  "Ég veit það ekki var svarið, það er önnur deild sem sér um það".  Síðan fór ég heim og eftir nokkra daga var ég orðinn óþolinmóður og hringdi í þjónustuver Símans til að reyna að fá einhverjar upplýsingar og þá tók nú ekki betra við, það kom rödd í símann og sagði; "Þú ert númer 25 í röðinni og eftir langa bið fékk ég samband og þá bað ég um símanúmer hjá þeim sem sæju um flutning á símum og fékk það.  Ég hringdi þá í þá deild sem sér um flutning á símum og þar fékk ég þau svör "Að ég þyrfti helst að vita hvaða númer hefði verið í íbúðinni áður"  ég sagðist ekki vita það og var þá beðin að hafa upp á fyrri eiganda og fá þessar upplýsingar.  Ég benti þeim á að fyrri eigandi væri dáinn svo lítil von væri til að ég næði sambandi við hann.  Þá var mér sagt að þetta gæti tekið nokkra daga því þar sem ég vissi ekki fyrra númerið þá þyrftu þeir að mæta á staðinn og mæla línuna.  Síðan leið heil vika án þess að neitt gerðist.  Eitt kvöldið var ég að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu og þá er viðtal við upplýsingafulltrúa Símans, sem var að dásama hvað þeirra þjónusta væri góð.  Daginn eftir hringdi ég í þessa konu sem er upplýsingarfulltrúi Símans og sagði að mikið hefði hún nú logið fallega í sjónvarpinu og lýsti fyrir henni mínum samskiptum við Símann.  Næsta dag komu menn frá Símanum og tengdu símann.  Fljótlega eftir þetta flutti ég öll mín símaviðskipti til Vodafone og þar er þjónustan allt önnur og betri.

Þannig að flytja síma er fullt starf í ein til tvær vikur.


mbl.is Ekki má synja um símanúmeraflutning vegna skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þú sért aðeins að misskilja þessa frétt, það er verið að tala um að flytja númer á milli símafyrirtækja eins og kemur fram tvisvar í fréttinni; "..að það hafi tíðkast um árabil að símafyrirtæki neiti að flytja númer til annars fyrirtækis ef viðskiptavinurinn skuldar símreikninga" ... "að synja neytanda um að flytja viðskipti sín"

Hrönn H Aradóttir 9.9.2008 kl. 09:27

2 identicon

Meðalbið í þjónustuveri símans er heilar 30 sekúndur. Ef þú varst númer 25 í röðinni þá gerðist þú svo óheppinn að hringja þegar mjög alvarleg miðlæg bilun hefur átt sér stað. Það er hinsvegar alveg rétt að það tekur heillangann tíma að finna gamalt númer á stað sem enginn býr. Þetta kemur samt þessari frétt ekkert við.

Jón 9.9.2008 kl. 10:41

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt að ég misskildi fréttina Hrönn.  Hvaðan hefur þú þær upplýsingar að meðalbiðtími sé 30 sekúndur.  Þú hefur greinilega ekki hringt í þetta þjónustuver lengi.

Sigmar ég vissi ekki hvað fyrri eigandi að þessari íbúð hét en tókst að fá það uppgefið en þá vantaði símanúmerið sem ég hafði ekki hugmynd um.  Hvernig getur þú síðan fullyrt að ég vilji fá hlutina í lag án þess að leggja nokkuð á mig.  Ég stóð í þessu stappi í 2-3 vikur og var hringjandi út um allt.

Ef þið bæði tvö eruð svona ánægð með þjónustu Símans, þá er það bara hið besta mál.  En ég var það ekki og flutti mig yfir í Vodafone og gekk það strax þótt ég skuldaði einn reikning hjá Símanum.

Jakob Falur Kristinsson, 10.9.2008 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband