Varðhald

Í gærkvöldi voru 19 í gæsluvarðhaldi hjá Fangelsismálastofnun, þar af níu í lausagæslu en tíu í einangrunarvist. Hins vegar eru einungis átta sérhannaðir klefar til fyrir gæsluvarðhaldsfanga í einangrunarvist.

Það er orðið slæmt ástandi ef verðandi fangar þurfa að vera á biðlista hjá fangelsum landsins.  Á Litla Hrauni eru margir erlendir fangar, sem ætti auðvitað að senda til síns heimalands.  Mér var sagt af þingmanni sem fór í heimsókn að Litla Hrauni og ræddi við fangana.  Hann sagðist hafa orðið mjög hissa þegar hann ræddi við hina erlendu fanga, sem flestir sátu inni fyrir smygl á fíkniefnum.  Þeir sögðu að þeirra áhætta væri enginn, þeir fengju greitt fyrir að fara með sendinguna til Íslands og vonuðu að þeir yrðu teknir í tollinum á Keflavíkurflugvelli.  Þá var aðeins að viðurkenna brotið og fara í varðhald á Litla Hraun og þar biði þeirra lúxuslíf.  Fangelsið væri líkt og mörg hótel í þeirra heimalöndum.  Þeir fengju frítt húsnæði og fæði og svo væri hægt að stunda þarna vinnu og fá greitt fyrir.  Þeir sem væru sparsamir gætu alltaf sent peninga til sinnar fjölskyldu um hver mánaðarmót.  Þetta væri miklu betra líf heldur en að koma til Íslands og ætla að stunda vinnu.  Þess vegna ítreka ég að erlendir fangar eigi ekki að dvelja á Litla Hrauni heldur senda þá til baka og láta þá afplána sinn dóm í sínu heimalandi.


mbl.is Oftar fullskipað í varðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála!! Þurfum að vera duglegir að benda á þetta því þetta vandamál sí eykst og getur orðið illviðráðanlegt ef ekki er gripið strax í taumana. Bæta má hér við endurkomubanni til landsins. Kveðja.

Aðalbjörn Steingrímsson 10.9.2008 kl. 08:53

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað er best að stoppa fólkið strax á Keflavíkurflugvelli og hleypa því ekki inn í landið.  Nú þegar eru starfandi hér á landi erlend glæpasamtök og er ekki á það bætandi.

Jakob Falur Kristinsson, 10.9.2008 kl. 11:06

3 identicon

Það hefur nú verið þannig í mörg ár að menn þurfa að bíða mánuðum saman eftir því að hefja afplánun hér á landi, þó fer það náttúrulega eftir því hversu alvarlega viðkomandi menn hafa brotið af sér. 

En málið með gæsluvarðhald er að þá er náttúrulega verið að kippa mönnum inn skyndilega, oftast vegna rannsóknarhagsmuna.  Þegar það er gert þá eru það náttúrulega mikilvæg mál sem eru látin ganga upp, engir biðlistar eða neitt slíkt.  Sökum þrengsla í fangelsunum hefur verið gripið til þess að fá lögregluna til að hlaupa undir bagga.

Aðalbjörn talar um endurkomubann, það er virkt.  Erlendir fangar fá alltaf reynslulausn eftir helming afplánunarinnar, er vísað úr landi og fá endurkomubann í X mörg ár.  Held að 5 eða 10 sé algengast.

Guðrún Hauksdóttir 10.9.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband