Ella Dís

Sigurður GuðmundssonMál Ellu Dísar Laurens hefur vakið töluverða athygli í fjölmiðlunum undanfarið. Ella Dís berst við óþekktan sjúkdóm en nýlega tók móðir hennar, Ragna Erlendsdóttir, ráðin í sínar hendur og leitaði læknismeðferðar í Bandaríkjunum, þvert á ráðleggingar lækna hér heima.

Á sama tíma og við erum að taka á móti 29 flóttafólki og færa því allt sem það vantar, getum við ekki bjargað lífi lítils barns.  Þetta er til skammar og ríkið ætti að láta Tryggingastofnun greiða að fullu fyrir ferð þeirra mæðgna til Bandaríkjanna.  Það hefði auðvitað verið til einföld lausn á vanda barnsins eins og læknar hér á landi vildu, sem var að gera ekki neitt og láta barnið deyja.  Það eitt að meðgerðin í Bandaríkjunum skilaði árangri sýnir að móðir barnsins tók rétta ákvörðun og situr nú uppi með nokkurra milljóna króna skuld á bakinu og auðvitað á Tryggingastofnun að greiða það.  Það á ekki að hlusta á steingeldar kellingar í þeirri stofnun um hvað eigi að greiða eða ekki.  Það hlýtur að vera til stjórn yfir þessu apparati og ef hún neitar líka þá verður félagsmálaráðherra að skerast í leikinn og gefa skýr fyrirmæli um að Tryggingastofnun greiði þennan kostnað. 

Eitt lítið barnslíf er mikils virði.


mbl.is Fólk leiti annars álits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thetta mal fjallar ekki um Ellu Dis.   Thad fjallar um ad folk fylgi kerfinu og taki ekki malin i sinar hendur.   Augljost er ad ef grænt ljos yrdi veitt a gerninginn myndi nuverandi kerfi hrynja og thannig væri jafn gott ad leggja nidur læknisthjonustu a Islandi thar sem allir gætu farid thangad sem theim syndist an tillits til thess hvad thad kostadi eda hvort i thvi væri yfir høfud einhver vitglora.  Algjørt øngthveiti.

   Læknar koma reglulega til landsins hvadanæva ad ur heiminum til ad gera ymsar floknari adgerdir a islendingum.   Thannig er mun skynsamlegra og odyrara thegar upp er stadid ad flytja thannig serfrædithekkinguna inn en opna fyrir frjalst sjuklingaflædi ut.   Thad gefur auga leid.   Adrir sem hafa farid utan hafa fengid til thess tilvisun og thad er gert i samradi vid lækna her.  

Thetta er leidinda umræda og komin langt ut a thunnan is.

gudjonleifur 14.9.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ekki trúi ég því að fólk færi að flæða út úr landinu til að leita lækningar, en hvað átti aumingja konan að gera þegar læknar hér sögðust ekki geta gert meir.  Þeir áttu auðvitað að veita henni tilvísun á læknir í Bandaríkjunum en gerðu ekki.  Ef einhver hefur sýnt röng viðbrögð í þessu máli þá eru það læknarnir sem önnuðust litlu stúlkuna en ekki móðir hennar.  Fólk reynir auðvitað allt sem það getur til að bjarga lífi síns barns.

Jakob Falur Kristinsson, 15.9.2008 kl. 08:10

3 identicon

hún var líka búin að kanna hvort að læknirinn í bandaríkjunum gæti komið hingað  en því miður var það ekki hægt... alveg sammála þessari bloggfærslu því þetta var greinilega lífsnauðsynlegt fyrir barnið...

Arna 20.9.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband