Vottun á fiskafurðum

Enn heldur LÍÚ áfram að berjast gegn hinni alþjóðlegu MMC-vottun á sjávarafurðum.  Lengi vel stóðu Norðmenn með okkur í þessari baráttu en nú hafa þeir tekið upp MMC-vottun á sínum fiskafurðum.  Rök LÍÚ eru þau að þessi samtök sem standa að MMC-vottun séu umhverfissinnar og þá á það að vera eitthvað svo neikvætt.  LÍÚ hefur tekist að fá sjávarútvegsráðuneytið í lið með sér og nú á að búa til sér íslenska vottun á fiski.  Eins og ég sagði áður er MMC-vottun alþjóðleg og harkan í LÍÚ hefur nú þegar kostað íslendinga nokkra sölusamninga.  Þótt LÍÚ sé á móti umhverfissinnum eiga þeir ekki að ráða.  Ekki trúi ég því að einstaklingur sem kemur í verslun erlendis til að kaupa fisk og sér fisk bæði með MMC-vottun og einhverri óþekktri íslenskri vottun, velji frekar íslenska fiskinn, nei hann velur auðvitað fisk sem er merktur því merki sem hann kannast við.  Svo langt er LÍÚ farið að ganga í sínum áróðri að eigna Mafíunni MMC-vottunina.  Ekki trúi ég því heldur að Mafían sé að hugsa um hvernig íslenskur fiskur er vottaður.

Það er ekkert leyndarmál af hverju LÍÚ stendur í þessari baráttu.  En það er vegna þess að MMC-vottun táknar að fiskurinn sé veiddur úr sjálfbærum stofni og notuð umhverfisvæn veiðarfæri.  Samtökin sem að þessu standa eru líka í baráttu fyrir að botnvörpuveiðar verði bannaðar vegna þess skaða sem þau telja að botnvarpann valdi á hafsbotninum og er það í samræmi við ályktun frá Sameinuðu Þjóðunum.  Einnig myndi smábátaflotinn fá mikið forskot á stórútgerðir landsins, því sá floti veiðir bara með línu og handfærum.  Fiskur sem veiddur er í botnvörpu er alls ekki útilokaður frá því að fá MMC-vottun en þá þarf hvert tog að vera í ákveðinn hámarkstíma.

Ætlar sjávarútvegsráðherra að láta LÍÚ eyðileggja fyrir okkur mikilvæga markaði fyrir íslenskan fisk án þess að ger a neitt.  Því að á meðan við tökum ekki upp MMC-vottun á íslenskum fiski, þá lokast hver markaðurinn eftir öðrum.  Ég get ekki skilið þessa afstöðu LÍÚ öðruvísi en svo að þeir telji kvótakerfið ónothæft og allar okkar veiðar séu ekki veiddar úr sjálfbærum fiskistofnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband